29.05.2024 1272570

Söluskrá FastansSigluvogur 14

104 Reykjavík

hero

20 myndir

51.900.000

888.699 kr. / m²

29.05.2024 - 37 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 05.07.2024

1

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

58.4

Fermetrar

Fasteignasala

Valhöll

[email protected]
8220876
Verönd
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Valhöll fasteignasala kynnir: Sigluvogur 14, 104 Reykjavík, um er að ræða bjarta og rúmgóða 2ja herbergja íbúð í kjallara með sér inngangi. Birt stærð eignar 58,4 fm þar af 2 fm geymsla. Frábær staðsetning á í Laugardalnum þar sem stutt er í allar helstu þjónustur. 

Hægt er að Hafa samband við Söru Margréti Sigurðardóttur aðstoðarmann fasteignasala í síma 8220876 eða [email protected] til að bóka skoðun.

Nánari lýsing:
Forstofa: er með flísum á gólfi og góðum fataskáp. 
Eldhús: er með hvítri innréttingu og innbyggðum ísskáp og uppþvottavél. Virkilega gott skápa- og vinnupláss. Bakarofn er í vinnuhæð og gufugleypir er yfir eldavél. Góður opnanlegur gluggi er í eldhúsi sem gerir það einstaklega bjart. 
Stofa/borðstofa: bjart og rúmgott rými með parketi á gólfi og glugga í tvær áttir.
Baðherbergi: inn af forstofu, með nettri innréttingu og efriskáp, handlaug, salerni og sturtuaðstöðu. Flísar eru á gólfi og veggjum. Opnanlegur gluggi er á baðherbergi.
Svefnherbergi: er rúmgott með parketi á gólfi. Lítið hol er inn af svefnherbergi sem hægt er að nota sem fataskáp eða litla geymslu.
Þvottahús: er í sameign við hlið íbúðar ásamt kyndiklefa og rafmagnsinntaki.
Geymsla: sérgeymsla er við hlið íbúðar, undir stiga og er kynnt með rafmagnsofni. Skráð 2 fm en er þó aðeins stærri því stór hluti hennar er undir súð.
Timburverönd er fyrir utan húsið og er hún að hluta til í eigu íbúðarinnar.

Nánari upplýsingar veitir:
Frekari upplýsinga veita Sara Margrét Sigurðardóttir aðstoðarmaður fasteignasala í síma 8220876 eða [email protected] 
og Óskar fasteignasali / lögmaður. í síma 691-1931 eða [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
30.000.000 kr.58.40 513.699 kr./m²202074128.08.2018

45.000.000 kr.58.40 770.548 kr./m²202074127.07.2023

49.900.000 kr.58.40 854.452 kr./m²202074126.08.2024

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010001

Íbúð á jarðhæð
58

Fasteignamat 2025

46.600.000 kr.

Fasteignamat 2024

44.050.000 kr.

010101

Íbúð á 1. hæð
208

Fasteignamat 2025

113.600.000 kr.

Fasteignamat 2024

106.700.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

  1. Áður gerður bílskúrSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum bílskúr úr holsteini, sem var byggður 1960 á lóð nr. 14 við Sigluvog. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. september 2011 fylgir erindinu. Stærð: 46,2 ferm., 126,6 rúmm.

    8000 + 10128

  2. Áður gerður bílskúrFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum bílskúr úr holsteini, sem var byggður 1960 á lóð nr. 14 við Sigluvog. Stærð: 46,2 ferm., 126,6 rúmm.

    8000 + 10128

  3. BílskúrFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun

  4. BílskúrFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun


Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

PóstlistiÁbendingarHafa samband