14.05.2024 1266115

Söluskrá FastansBrekatún 26

600 Akureyri

hero

30 myndir

84.800.000

647.328 kr. / m²

14.05.2024 - 59 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 12.07.2024

3

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

131

Fermetrar

Fasteignasala

Valhöll

[email protected]
695-8905
Bílskúr
Gólfhiti
Verönd
Hleðslustöð

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignasalan Valhöll og Elín Viðarsdóttir lgfs, [email protected], gsm. 695-8905, kynna í einkasölu, Brekatún 26, 600 Akureyri;
Bjart, fallegt og óvenju vel skipulagt 4ra herbergja steypt raðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr á frábærum stað í Naustahverfi á Akureyri.
Raðhúsið er á einni hæð.


- Húsið er skráð 131 m2 þar af er innbyggður bílskúr 20 m2.
- Eign á einni hæð.
- Fallegur frágangur og efnisval. Vandaðar sérsmíðaðar innréttingar frá Alfa.
- Hátt til lofts í alrýmum og innfelld lýsing í alrými.
- Þrjú svefnherbergi, þar af rúmgott hjónaherbergi.
- Sér þvottahús.
- Gólfhiti er í húsinu.
- Lóðin í vestur, með palli (ca 65 m2) og skjólveggjum.
- Hitastrengir eru í þakrennum.
- Rafmagnstafla er tilbúin fyrir uppsetningu á hleðslustöð rafbíla í bílskúr.


Eignin skiptist í: Forstofu, hol/gangur, eldhús, stofu, 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús auk bílskúrs.
Nánari lýsing eignar: Af steyptri stétt er gengið inn í eignina.
Forstofa: Flísalögð með forstofuskáp.Upptekið loft.
Hol/gangur: Flísalagt af honum er gengið inn í aðrar vistarverur eignarinnar. Upptekið loft í stofu og eldhúsi. Innfelld lýsing í stofu, holi og gangi. Næturlýsing við gólf, tengt birtunema.
Eldhús: Flísalagt. U-laga falleg hvít innrétting auk sérstæðs skáps. Vel skipulögð og falleg hvít innrétting með góðu skápaplássi og flísum á milli efri og neðri skápa, ofn í vinnuhæð og tvöföldum ísskáp sem fylgir. Rúmgóður borðkrókur.
Stofa/borðstofa:  Parketlögð og rúmgóð. Lagnastokkur er í vegg fyrir sjónvarp. Útgengt er úr stofu á mjög rúmgóða verönd (ca 65 m2) með skjólveggjum. Nýtt sólskyggni úr áli yfir steypta hluta verandar
Baðherbergi: Flísalagt á gólfi og veggjum, falleg hvít vaskinnrétting, upphengt salerni, handklæðaofn, sturta og baðkar. Þakgluggi er á baði.
Svefnherbergin eru 3 : Öll með vönduðum fataskápum og parketi á gólfum. Útgengi er úr hjónaherbergi út á verönd. Nettenglar í öllum herbergjum.
Þvottahús: Er á milli íbúðar og bílskúrs. Flísalagt með góðri innréttingu í hæð fyrir vélar. Opnast  þaðan inn í bílskúr. Kalt geymsluloft er yfir þvottahúsi og gangi, fellistigi úr þvottahúsi
Pallur: Stór verönd(ca 65 m2) með skjólveggjum, til vesturs, með sólskyggni. Útilýsing á palli og húsi er á ljósnema.
Bílskúr: Flísalagður með rafdrifinn innkeyrsluhurð. Það er upptekið loft í bílskúr að hluta, gott geymsluloft, Þriggja fasa rafmagn, 3x50 amp.
Rafmagnstafla tilbúin fyrir uppsetningu á hleðslustöð rafbíla.

Lóð:  Framan við húsið: Snjóbræðslulagnir í stétt og plani, ótengdar í bílaplani.
Aftan við húsið: Verönd, steypt/timburverönd, skjólveggir úr timbri. Ídráttarrör frá bílskúr fyrir heitan pott. Timburhluti gólfs endurbyggður 2018. Gott viðhald.

Samantekt: Frábært hús í alla staði; Vönduð eign sem hefur fengið gott viðhald og er vel staðsett.
Stutt í leikskóla og skóla, leikvellir í nágrenninu. Frábært útivistarsvæði og golfvöllur í göngufæri. Matvöruverslun í göngufæri.


Allar nánari upplýsingar veitir Elín Viðarsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 695-8905 eða [email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010102

Raðhús á 1. hæð
131

Fasteignamat 2025

77.900.000 kr.

Fasteignamat 2024

75.950.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband