Söluauglýsing: 1264420

Mýrargata 26

101 Reykjavík

Verð

133.900.000

Stærð

130.4

Fermetraverð

1.026.840 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

110.500.000

Fasteignasala

Sunna

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Sunna Fasteignasala ehf. og Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasali s. 777-2882 kynna einstaklega vel skipulagða og bjarta íbúð með stórum gluggum og góðum vestursvölum til sölu - frábær staðsetning í hjarta vesturbæjar þar sem stutt er í fjölda veitingahúsa, verslunar og þjónustu.
Mýrargata 26 er stórt og vandað fjölbýlishús með lokuðum og upphituðum bílakjallara, stæði fylgir íbúðinni, góðum geymslum, hleðslu fyrir rafbíla og stórum sameiginlegum útsýnissvölum á 7. hæð.
Íbúðin er skráð 130,4 fm. að stærð skv. fasteignaskrá HMS, þar af er 7,5 fm. geymsla í sameign. Bílastæði merkt B125 fylgir eigninni.
Eignin telur forstofu, 3 svefnherbergi, 2 fullbúin baðherbergi, stórt alrými með stofum og eldhúsi auk þvottahúss og sér geymslu.
Nánari lýsing; Komið er inn í forstofu frá svalainngangi.
Opið og glæsilegt alrými tekur á móti íbúum og gestum þeirra, þar eru gólfsíðir gluggar í vesturátt sem tryggja mikið birtuflæði inn í alla íbúðina.
Eldhús er vel búið góðri innréttingu með miklu skúffuplássi og góðri vinnuaðstöðu. Innbyggð eldhústæki, uppþvottavél og ísskápur. Bekkplötur eru úr náttúrusteini. Borðstofan er í flæði við eldhúsið.
Stofan er rúmgóð setustofa með stórum, gólfsíðum, gluggum og góðri tengingu við borðstofuna og eldhúsið. Frá henni er gengið út á svalir með glerhandriði sem snúa í vestur með fallegu góðu útsýni út á sjó.
Svefnherbergin eru þrjú;
Hjónasvíta með góðum fataskápum upp í loft og sér baðherbergi með góðri sturtu, upphengdum handklæðaofni og salerni.
Herbergi á svefnherbergisgangi er með góðum fataskápum.
Herbergi næst forstofu einnig með fataskápum.
Baðherbergi á svefnherbergisgangi er með innréttingu fyrir handlaug, bæði baðkari og sturtu, upphengdu salerni og handklæðaofni.
Þvottahús er flísalagt með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara, skáp og skolvaski.
Í sameign hússins í kjallara eru; 
Sér bílstæði í lokaðri og upphitaðri bílageymslu þar sem komin er tenging fyrir rafhleðslustöðvar.
Sér geymsla 7,5 fm að stærð  er á snyrtilegum geymslugangi.
Sameiginleg hjóla og vagnageymsla er rúmgóð með útgengi á lóð.
Húsið virðist almennt vera í góðu ástandi og sameign hússins mjög snyrtileg, þar er starfandi húsvörður og góð aðkoma inn á allar hæðir og svæði hússins en þrjár lyftur eru í húsinu.
Þetta er skemmtileg og vinsæl staðsetning nálægt mikilli uppbyggingu á Grandanum með verslunum, veitingahúsum og þjónustu og nálægð við höfnina og miðbæ Reykjavíkur.
Þetta reisulega hús stendur á fallegum útsýnisstað með sameiginlegum svölum og inngarði á 6 & 7 með einstöku útsýni til allra átta.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasali í s. 777-2882 og [email protected]
 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband