Söluauglýsing: 1258241

Lerkigerði 7

805 Selfoss

Verð

31.700.000

Stærð

58.4

Fermetraverð

542.808 kr. / m²

Tegund

Sumarhús

Fasteignamat

27.000.000

Fasteignasala

Trausti

Símanúmer

hero

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Lerkigerði, 805, Grímsnes og Grafningshreppi. Fallegt sumarhús með góðum sólpalli auk 8 fm geymslu á fallegri gróinni eignarlóð í skipulögðu sumarhúsasvæði í landi Mýrarkots. Húsið var byggt árið 2005. Lokað svæði með hliði (rafmagnshlið). Leyfi fyrir 2 aðra bústaði á lóðinni sem er 6.483 fm. Í þessu húsi er hitakútur fyrir neysluvatn og rafmagnsofnar.  Þetta er hitaveitusvæði og hitaveita kominn þar inn á svæðið. 

**** Fáðu frítt söluverðmat fyrir þína eign ****
Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er bústaðurinn skráður 58,4 fm auk svefnlofts og aukalega 8 fm geymsla.

Nánari lýsing:

Forstofa með  flísum á gólfi og fatahengi.  
Stofa með parketi á gólfi og útgengi út á stóran suður sólpall.
Eldhús með parketi á gólfi, hvítri innréttingu, ofni og keramik helluborði. Stór borðkrókur.
Svefnherbergi I er rúmgott með góðu skápaplássi og parket á gólfi.
Svefnherbergi II með parket á gólfi.
Svefnloft er rúmgott.
Baðbergbergi með flísum á gólfi og sturtu. 

Geymsla: Ca. 8 fm.

Góð aðkoma og næg bílastæði. Möguleiki er að fá hluta af innbúi með í kaupum á eigninni.
Árgjald er ca. 32.000 kr. á ári í sjóð sem nýttur er til framkvæmda á svæðinu ásamt vatnsgjaldi. Lokað svæði með hliði (rafmagnshlið).
Stutt er til þekktra staða á Suðurlandi, Skálholts, Þingvalla, Laugarvatns, Geysis og Gullfoss auk Kersins. Stutt er í veiði, sundlaug, golfvöll, íþróttavöll og fallegar gönguleiðir.

Nánari upplýsingar um eignina veita Hallgrímur Hólmsteinsson, löggiltur fasteignasali, í síma 896-6020 eða á netfanginu [email protected] og Aðalsteinn Jón Bergdal, löggiltur fasteignasali, á netfanginu [email protected]

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband