Söluauglýsing: 1255017

Lindarbraut 19

170 Seltjarnarnes

Verð

182.000.000

Stærð

231.5

Fermetraverð

786.177 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

145.950.000

Fasteignasala

RE/MAX

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 7 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Guðlaugur J. Guðlaugsson og Gunnar Sverrir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu: 

Einstaklega sjarmerandi og fallegt fimm herbergja 231,5 fm. einbýlishús á tveimur hæðum við Lindarbraut 19, 170 Seltjarnarnesi, þar af sérstæður 59,0 fm bílskúr sem býður upp á ýmsa möguleika. Vel við haldið hús sem hefur verið mikið endurnýjað í gegnum tíðina.

Húsið stendur vel á móti sól á 807,0 fm eignarlóð. Verönd er með skjólveggjum, heitum potti, góðri grillaðstöðu og markísu. Í garði er niðurgrafið trampólín og leiktæki, sér hellulagt körfubolta plan og geymslu/hjólaskúr við hlið bílskúrs.

Í bílskúr hefur verið innréttað fjölskyldurými með salerni og eldhúshorni, gott skápapláss, lítið mál væri að útbúa þar útleigurými eða unglingaherbergi.

Smelltu á link til að skoða húsið í 3-D

Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661-6056 eða með tölvupósti á netfangið [email protected]


Nánari lýsing: 
Góð aðkoma er að húsi með bílastæðum við bílskúr. Við aðalinnganginn í húsið er bíslag sem gefur gott skjól og skemmtilegt aðgengi. Komið er inn í anddyri með flísum á gólfi og einstakt, gegnheilt tréverk á veggjum. Á hægri hönd er mjög rúmgott þvottahús með mikið og gott skápapláss. Tengi og aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara í innréttingu, skolvaskur þar við hlið, flísalagt þar á milli neðri og efri skápa. Sérsmíðuð niðurfellanleg þvottagrind og innrétting fyrir óhreint tau. Útgengi er út frá þvottahúsi út á verönd. Frá anddyri er gengið inn um tvöfalda "franska hurð" inn í flísalagt hol með innbyggðu fatahengi og upplýstum skáp og glerskáp, þar á vinstri hönd er barnaherbergi/sjónvarpsherbergi með teppalagt gólf. Baðherbergi þar við hlið er með flísum á gólfi og á veggjum og upphengt salerni. Stóra og góða flísalagða sturtu með innbyggðum tækjum og gler skilrúmi. Innrétting er með steinvask borðplötu, skúffur þar fyrir neðan og spegil þar fyrir ofan með lýsingu í. Einstakt, gegnheilt tréverk er á veggjum út um allt húsið ásamt smekklegum rósettum, listum og gereftum við allar hurðir og op. Allt þetta tréverk setur mikinn sjarma og hlýlegt viðmót á allt húsið. Frá holi er gengið inn bjarta og rúmgóða stofu / borðstofu með ljóst parket á gólfi ásamt "frönskum" gluggum sem gefa góða birtu inn. Frá stofu er útgengi út á verönd út um "franska" tvöfalda vængja hurð. Verönd þar er með skjólveggjum, heitum potti, góðri grillaðstöðu og markísu. Í stofunni er líka fallegur arinn sem hægt er að loka ásamt sérsmíðuðum hillum þar við hlið. Frá borðstofu er gengið inn í eldhús. Innrétting þar er L-laga eldhúsinnrétting ásamt eyju með helluborði. Gott skúffu og vinnupláss. Steinn á borði, undirlímdur vaskur. Gluggar á tvo vegu sem gefa góða birtu inn ásamt innbyggðum skápum við eyju og aðstöðu fyrir tvo barstóla til að sitja við eyju. Frá anddyri er gengið upp um glæsilegan timburstiga með parket og teppi á. Járnhandrið, leðurklætt á toppi þess. Öll efri hæðin að undanskildu baðherbergi á efri hæð er með dökku parketi á gólfi og teppalagt að hluta. Sjónvarpshol á efri hæð er með útgengi út á svalir sem staðsettar eru fyrir ofan bíslagið á húsinu. Hjónasvítan er svo þar á móti. Aðgengi inn í hjónasvítu er um "franska" tvöfalda vængja hurð. Rúmgóð svíta sem er að hluta til undir súð með sérsmíðuðum skápum hönnuðum af Rut Káradóttur. Inn af svítunni er sér baðherbergi með flísum á gólfi og á veggjum. Frístandandi baðkari með innbyggðum tækjum. Upphengdu salerni, innréttingu með stein á borði og undirlímda handlaug ásamt innbyggðum tækjum. Skúffur þar fyrir neðan og speglaskápur þar fyrir ofan. Inn af svítu er rými sem eigendur nota sem barnaherbergi, tvöföld vængjahurð sem lokar þar á milli. Það rými var áður notað sem sér fataherbergi fyrir hjónasvítu. Út frá því herbergi er útgengi út á suður svalir. Frá sjónvarpsholi efri hæðar er svo aðgengi inn í annað barnaherbergi, rúmgott herbergi með innbyggðan spegla fataskáp/rými. Herbergið er að hluta til undir súð og var eitt sinn skipt upp í tvö samtengd barnaherbergi. Í bílskúr hefur verið innréttað fjölskyldurými með salerni, handlaug og eldhúshorni, gott skápapláss sem leynir á sér með góðum skúffum og hillum. Sér gönguhurð á hlið og tvær rafdrifnar bílskúrshurðir. Lítið mál væri að útbúa í bílskúrnum útleigurými eða unglingaherbergi.

Fallegur garður umlykur húsið ásamt hellulögðum stéttum/veröndum. Verönd þar sem hægt er að taka morgunverðin í góðu skjóli með morgunsólinni og önnur mjög skjólgóð verönd á annarri hlið hússins, þar sem sólin getur verið frameftir kvöldi. Verönd er með skjólveggjum, heitum potti, góðri grillaðstöðu og markísu. Í garði er svo niðurgrafið trampólín og leiktæki, sér hellulagt körfubolta plan og geymslu/hjólaskúr við hlið bílskúrs

Heilt yfir, þá er um að ræða mjög sjarmerandi, hlýlegt og fallegt timburhús sem vel hefur verið nostrað við í gegnum tíðina á mjög vandaðan og smekklegan máta. Hvítt timburhús á tveimur hæðum með sérstæðum stórum bílskúr sem býður upp á ýmsa möguleika.

 
Þessar helstu framkvæmdir síðustu ár:
Árið 2022 var búnaður vegna hitakerfi og neysluvatn endurnýjað og yfirfarið, s.s.millihitari og hitastýring fyrir ofnakerfi. Þrýstijafnari og neysluvatns-hitari.
Árið 2021 var lagt nýtt parket á stofu og í borðstofu og allt tréverk á veggjum málað/lakkað. Settar voru nýjar flísar á baðbergi inn á hjónasvítu og flísar á vegg einn á baðherbergi niðri líka. 
Árið 2020 var allt bíslag endurnýjað, bæði timbur og gluggar. Útiljós öll endurnýjuð nema við bílskúr.
Árið 2019 var þakkantur yfirfarinn og endurnýjað það sem til þurfti. Þá var einnig yfirfarin ein hliðin á bílskúrnum og klæðning þar endurnýjuð, þar sem þurfti til.

Nánari upplýsingar veita:
Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli löggiltur fasteignasali í síma 661-6056 / [email protected]
Gunnar Sverrir löggiltur fasteignasali í síma 862-2001 / [email protected]

Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og við munum verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.  Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef um lögaðila er að ræða) af heildar fasteignamati.
2.  Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3.  Lántökugjald lánastofnunar -  Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-
 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband