20.04.2024 1253370

Söluskrá FastansNjálsgata 84

101 Reykjavík

hero

68 myndir

148.900.000

735.672 kr. / m²

20.04.2024 - 11 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 01.05.2024

4

Svefnherbergi

3

Baðherbergi

202.4

Fermetrar

Fasteignasala

EG Fasteignamiðlun

[email protected]
896-8767
Svalir
Hjólageymsla
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

EG - fasteignamiðlun kynnir:

NJÁLSGATA 84 - einstaklega falleg íbúð á tveimur hæðum í miðbænum ásamt fullbúnu sérstæðu hönnunarsmáhýsi á baklóð.

Birt stærð eignarinnar er samtals 202,4 fm og skiptist þannig að Íbúðin er 171,2 fm, smáhýsi 27,1 fm geymsla 16,7 fm og hjólageymsla 4,1 fm.

Íbúðin sem er einkar vel skipulögð er á tveimur efstu hæðum þríbýlishúss í miðbænum.
Hún skiptist í hol, tvær stofur, eldhús og gestasnyrtingu á 3.hæð og fjögur svefnherbergi og baðherbergi á 4. hæð. 
Fimm metra lofthæð er í holi, og um þriggja metra lofthæð í herbergjum efri hæðar þar sem hún er hæst.
Nánari lýsing:
Neðri hæð: 
Komið er inn í íbúðina frá stigapalli á 3. hæð inn í rúmgott hol með um fimm metra lofthæð.
Samliggjandi stór stofa/borðstofa méð útgengi út á suður svalir.
Eldhús með sérsmíðaðri innréttingu með kvarts borðplötu, Baumatic eldavél með gashelluborði með viftu yfir, tvöföldum ísskáp og innfelldri uppþvottavél.
Gestasnyrting er með dökkum flísum á gólfi og fallegum mósaíkflísum á veggjum, upphengdu salerni og glugga.
Fallegur stigi með teppalögðum eikarþrepum liggur upp á efri hæðina. Við stigauppganginn eru tveir stórir gluggar í norður sem hleypa inn góðri birtu og frá efri glugganum er fallegt útsýni þar sem m.a. Esjan rammast inn á skemmtilegan máta.
Efri hæð: Frá tepplögðum rúmgóðum gangi er farið inn í aðrar vistaverur á hæðinni sem eru fjögur svefnherbergi og baðherbergi.
Þrjú herbergjana snúa í suður og eru þau öll mjög stór og með mikilli lofthæð og tvöfaldri opnanlegri hurði út á franskar svalir með frábæru útsýni þar sem meðal annars Hallgrímskirkja og Perlan í Öskjuhlíð blasa við.
Herbergi 1(hjónaherbergi), er með fataskápum úr gegnheilum við, sem ná yfir heilan vegg og með speglahurðum í miðjunni.
Herbergi 2, er með sérsmíðuðum bekk með útdraganlegum skúffum og sérsmíðaðri bóka og sjónvarpsinnréttingu með skrifborði.
Herbergi 3, er með innfelldum fataskáp með speglahurðum.
Herbergi 4, er minna og er með fataskáp og útsýnisglugga í norður. 
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf og þar er baðkar með sturtu og stór gluggi með útsýni í norður. Innaf baðherberginu er lítil súðargeymsla.
Á gólfum beggja hæða er gegnheilt niðurlímt eikarparket fyrir utan að baðherbergi eru flísalögð og teppi er á gangi efri hæðar.

í kjallara er stór sérgeymsla, sameiginlegt þvottahús og þurrkherbergi. Frá kjallara er útgengt út á baklóðina.

Hönnunar smáhýsi:
Á baklóðinni er fullbúið smáhýsi sem hægt er að nýta sem vinnustofu, gestahús eða sem útleigueiningu.
Húsið sem hvílir á grunni fyrrum útigeymslu er einangrað að utan og klætt með álbáru. Framkvæmdin var grenndarkynnt og er samþykkt af hálfu byggingafulltrúa.
Steinsteypt viðbygging var reist við skúrinn, hann tengdur við skólp og fráveitu, heitt og kalt vatn, ljósleiðara, rafmagn og hita.
Í húsinu er fullbúið eldhús, rúmgott og veglegt baðherbergi og stofu/svefnrými þar sem eru bekkir með útdraganlegu tvíbreiðu rúmi.
Gólfefni er gegnheil eik og slípuð gömul og ný sjónsteypa mætast á veggjum hússins að innan. Gluggar og hurðakarmar úr harðviði. 
Ekkert var til sparað við gerð smáhýsisins og er hönnun þess sérstaklega vel heppnuð og smekkleg og þar vandað til verka á allan hátt.
Húsið hefur verið nýtt í útleigu og gefið af sér góðar tekjur.

Umfangsmiklar endurbætur hafa verið gerðar á fasteigninni undanfarin ár:
Helmingur af efri hæð íbúðar var endurbyggður 2009 eftir teikningum frá Kurt og Pí arkitektum. Innveggir, útveggir og þak rifið og reist að nýju og  þakhæðin klædd með zinki að utan.  Settar voru franskar svalir með tvöfaldri hurðaopnun í öllum herbergjunum sem vísa til suðurs  á hæðinni. Svalahurðakarmar og gluggar eru úr harðviði sem og allir sérsmíðarðir skápar og innréttingar á hæðinni. Nýtt teppi var sett á gang efri hæðar og stiga milli hæða í febrúar 2022.
Bæði baðherberbergi íbúðarinnar hafa verið endurnýjuð frá grunni. 
Í eldhúsi eru sérsmíðuð innrétting frá Borg. Neysluvatnslagnir, ofnkranar og rafmagn hefur verið endurnýjað.  Rofar og innstungur eru frá Gira.
2014 var stigagangur sameignar málaður og settur nýr linoleum dúkur og ný ljós. Framan á stigaþrepum eru listar úr gegnheilli eik. Miðstöðvaofnar í stigagangi voru sandblásnir og polyhúðaðir. Sameign í kjallara var máluð 2021, gólf flotuð og lökkuð með epoximálningu. 
Skólplagnir undir kjallaragólfi voru endurnýjaðar 2018 (gömlum steinrörum skipt út fyrir plast). Hitagrind uppfærð og nýir þrýstijafnarara settir upp. Dren er meðfram hús á baklóð.
Garðurinn var tekinn í gegn samhliða framkvæmdum við smáhýsið. Smíðaður var veglegur pallur á móti suðri er hann hluti af sameign hússins.
Frábær staðsetning í hjarta miðborgarinnar. Örstutt göngufæri í leik og grunskóla, Sundhöllina og íþróttasvaæði Vals að Hlíðarenda er ekki langt undan.

Allar nánari upplýsingar veitir:
Einar Guðmundsson
Lögg. fasteignasali
s. 896-8767
[email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
148.900.000 kr.202.40 735.672 kr./m²200841504.09.2024

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

VerðsagaVerðsaga

Byggt á þinglýstum kaupsamningum

Byggir á kaupsamningum sem deila heimilsfangi og stærð

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

AuglýsingasagaAuglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
4 skráningar
148.900.000 kr.735.672 kr./m²20.04.2024 - 01.05.2024

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 4 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Íbúð á 1. hæð
84

Fasteignamat 2025

62.050.000 kr.

Fasteignamat 2024

59.250.000 kr.

010201

Íbúð á 2. hæð
84

Fasteignamat 2025

61.800.000 kr.

Fasteignamat 2024

59.000.000 kr.

010301

Íbúð á 3. hæð
202

Fasteignamat 2025

112.100.000 kr.

Fasteignamat 2024

106.250.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

  1. Umsókn / FyrirspurnSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem eru þær að bílskúr hefur verið stækkaður og breytt í vinnustofu auk þess sem byggt hefur verið við hann hjólageymsla og sorpgeymsla, á lóð nr. 84 við Njálsgötu. Stækkun mhl. 02: 15,9 ferm., 57,7 rúmm. Erindi fylgir skýrsla um húsaskoðun dags. 8. nóvember 2021, bréf umsækjanda og samþykki meðeigenda lóðar dags. 5. október 2021.

    Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar.

  2. Umsókn / FyrirspurnFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem eru þær að bílskúr hefur verið stækkaður og breytt í vinnustofu auk þess sem byggt hefur verið við hann hjólageymsla og sorpgeymsla, á lóð nr. 84 við Njálsgötu. Stækkun mhl. 02: 15,9 ferm., 57,7 rúmm. Erindi fylgir bréf umsækjanda og samþykki meðeigenda lóðar dags. 5. október 2021.

    Vísað til athugasemda. 17

  3. Breytt notkun á garðskúrSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að innrétta vinnustofu í bílskúr, byggja við hana hjóla- og vagnageymslu og sorpgeymslu á lóð nr. 84 við Njálsgötu. Samþykki meðeigenda fylgir dags. 9. og 13. júlí 2017. Tölvupóstur frá umsækjanda vegna skipti á hönnuði og tölvupóstur frá hönnuði vegna stækkunar. Stækkun mhl. 02 er : 11,1 ferm., 27,8 rúmm. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. október 2017 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 1. september 2017 til og með 29. september 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Njálsgötu 82, 86, Snorrabraut 48, 50, 52, Bergþórugötu 59, 61. Engar athugasemdir bárust.

  4. Breytt notkun á garðskúrFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að innrétta vinnustofu í bílskúr, byggja við hana hjóla- og vagnageymslu og sorpgeymslu á lóð nr. 84 við Njálsgötu. Samþykki meðeigenda fylgir dags. 9. og 13. júlí 2017. Tölvupóstur frá umsækjanda vegna skipti á hönnuði og tölvupóstur frá hönnuði vegna stækkunar. Stækkun mhl. 02 er : 11,1 ferm., 27,8 rúmm. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. október 2017 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 1. september 2017 til og með 29. september 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Njálsgötu 82, 86, Snorrabraut 48, 50, 52, Bergþórugötu 59, 61. Engar athugasemdir bárust.

  5. Breytt notkun á garðskúrFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að innrétta vinnustofu í bílskúr, byggja við hana hjóla- og vagnageymslu og sorpgeymslu á lóð nr. 84 við Njálsgötu. Samþykki meðeigenda fylgir dags. 9. og 13. júlí 2017. Tölvupóstur frá umsækjanda vegna skipti á hönnuði og tölvupóstur frá hönnuði vegna stækkunar. Stækkun mhl. 02 er : 11,1 ferm., 27,8 rúmm. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. október 2017 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 1. september 2017 til og með 29. september 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Njálsgötu 82, 86, Snorrabraut 48, 50, 52, Bergþórugötu 59, 61. Engar athugasemdir bárust.

  6. Breytt notkun á garðskúrFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að innrétta vinnustofu í bílskúr, byggja við hana hjóla- og vagnageymslu og sorpgeymslu á lóð nr. 84 við Njálsgötu. Samþykki meðeigenda fylgir dags. 9. og 13. júlí 2017. Stækkun mhl. 02 er : 11,1 ferm., XX rúmm. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. október 2017 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 1. september 2017 til og með 29. september 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Njálsgötu 82, 86, Snorrabraut 48, 50, 52, Bergþórugötu 59, 61. Engar athugasemdir bárust.

  7. Breytt notkun á garðskúrFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að innrétta vinnustofu í bílskúr, byggja við hana hjóla- og vagnageymslu og sorpgeymslu á lóð nr. 84 við Njálsgötu. Samþykki meðeigenda fylgir dags. 9. og 13. júlí 2017. Stækkun mhl. 02 er : 11,1 ferm., XX rúmm.

  8. Fjarlægja svalir og stækka rishæðSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að breyta þakhæð og byggja yfir svalir á 3. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 84 við Njálsgötu. Útskarift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. október fylgir erindinu. Grenndarkynning stóð frá 7. september til 5. október 2009. Engar athugasemdir bárust. Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 14. og 20. júlí 2009 og jákv. fsp. BN040144 dags. 14. júlí 2009. Stækkun: 11 ferm., 27,2 rúmm.

  9. Fjarlægja svalir og stækka rishæðFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að breyta þakhæð og byggja yfir svalir á 3. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 84 við Njálsgötu. Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 14. og 20. júlí 2009 og jákv. fsp. BN040144 dags. 14. júlí 2009. Stækkun: 11 ferm., 27,2 rúmm.

  10. Fjarlægja svalir og stækka rishæðFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að breyta þakhæð og byggja yfir svalir á 3. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 84 við Njálsgötu. Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 14. og 20. júlí 2009 og jákv. fsp. BN040144 dags. 14. júlí 2009. Stækkun: 11 ferm., 27,2 rúmm.

  11. Fjarlægja svalir og stækka rishæðFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að breyta þakhæð og byggja yfir svalir á 3. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 84 við Njálsgötu. Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 14. og 20. júlí 2009 og jákv. fsp. BN040144 dags. 14. júlí 2009. Stækkun: 11 ferm., 27,2 rúmm.

  12. Fjarlægja svalir og stækka rishæðFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að breyta þakhæð og byggja yfir svalir á 3. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 84 við Njálsgötu. Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 14. og 20. júlí 2009 og jákv. fsp. BN040144 dags. 14. júlí 2009. Stækkun: xx ferm.m xx rúmm.

  13. (fsp) stækkun íbúðar, yfirb svalir, gluggiJákvætt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Spurt er hvort leyft yrði að byggja yfir svalir á þakhæð fjölbýlishússins á lóð nr. 84 við Njálsgötu. Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 10. júlí. 2009 fylgir erindinu.

    Að uppfylltum skilyrðum, enda verði sótt um byggingarleyfi Samanber útskrift skipulagsstjóra og með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði

  14. (fsp) stækkun íbúðar, yfirb svalir, gluggiFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Spurt er hvort leyft yrði að byggja yfir svalir á þakhæð fjölbýlishússins á lóð nr. 84 við Njálsgötu.

    Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra


Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

PóstlistiÁbendingarHafa samband