Söluauglýsing: 1243623

Ásakór 13

203 Kópavogur

Verð

89.900.000

Stærð

139.7

Fermetraverð

643.522 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

88.800.000

Fasteignasala

Domusnova

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 6 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Oscar Clausen lfg. og Domunova kynna: Mjög fallega, bjarta og vel skipulagaða 4ra herbergja endaíbúð á 6. hæð (efstu) í góðu lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymslu við Ásakór 13 í Kópavoginum. ÞRJÚ RÚMGÓÐ SVEFNHERBERGI - STÓRAR SVALIR - GLÆSILEGT ÚTSÝNI - ÞVOTTAHÚS INNAN ÍBÚÐAR. 

Eignin er skrá hjá FMR: 139,7 fm íbúð á sjöttu hæð merkt: 06-03 þar af 9 fm geymslu í kjallara merkt: 01-17. Íbúðinni tilheyrir bílastæði merkt: B13 í bílageymslu.
 
Nánari lýsing eignar:
Forstofa: Komið er inn í rúmgóða forstofu með góðum fataskáp með rennihurðum og hurð aðskilur forstofu frá aðalrými.
Alrými: Eldhús, borðstofa og stofa eru í alrými. Stórir gluggar gera rýmið einstaklega bjart og opið.
Eldhús: Í eldhúsinu er falleg eikar innrétting með hvítri borðplötu og góðu skápaplássi.Eyja er í eldhúsi sem aðskilur stofu. Opið er yfir í stofurýmið frá eldhúsinu. 
Stofa: stofan er mjög rúmgóð og björt og samliggjandi eldhúsi. Parket er á gólfi og útgengt út á suð/vestur svalir með fallegu útsýni.
Baðherbergi: Baðherbergið er mjög rúmgott með flísum á gólfi og veggjum. Baðkar er með sturtuaðstöðu. Hvít innrétting með dökkri borðplötu og góðu skápaplássi eins er sérsmíðaður speglaskápur Handklæðaofn er á baðherberginu.
Svefnherbergi: Svefnherbergin eru þrjú, öll eru herbergin rúmgóð með parketi á gólfi, góðir fataskápar með rennihurðum eru í 2 svefnherbergjum.
Þvottaherbergi: Þvottaherbergið er innan íbúðar með hvítri innréttingu með vaski og flísum á gólfi.
Geymsla: Sérgeymsla er í sameign sem er skráð 9 fm. einnig er sameiginleg hjóla og

Þetta er mjög björt og falleg eign þar sem er stutt í Hörðuvallaskóla og leikskólana Kór, Baug og Austurkór. Öll þjónusta í hverfinu t.a.m Krónan, Nettó, íþróttaaðstaða í Kórnum og stutt er í útivistarperlurnar Guðmundarlund, Elliðavatn og Heiðmörk. 

Nánari upplýsingar veita:
Oscar Clausen löggiltur fasteignasali / s.861 8466 / [email protected]

Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband