24.03.2024 1238706

Söluskrá FastansAflagrandi 6

107 Reykjavík

hero

44 myndir

139.900.000

836.222 kr. / m²

24.03.2024 - 19 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 12.04.2024

4

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

167.3

Fermetrar

Ekki tókst að greina fasteignasölu.

Bílskúr
Gólfhiti
Heitur pottur
Svalir
Verönd

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

!!!Eignin er seld með fyrirvara!!!

Hreiðar Levý lögg. fasteignasali og Fasteignamiðlun kynna 167,3fm, 6 herbergja fallegt og vel skipulagt endaraðhús á 3 pöllum með innbyggðum bílskúr og stórum afgirtum sérgarði með heitum potti. Góð aðkoma er að húsinu með hellulögðu bílaplani með snjóbræðslu fyrir framan bílskúr. Sex sameiginleg bílastæði í enda botnlanga. Húsið er byggt árið 1989 og er teiknað af arkitektunum Finni Björgvinssyni og Hilmari Þór Björnssyni. Eignin hefur fengið gott viðhald á síðustu árum þar sem m.a. var skipt um járn á þaki og hluta af tréverkinu árið 2006, hús málað og múrviðgert árið 2020 ásamt því að
 heitum potti (hitaveitu) var komið fyrir með tilheyrandi tengingum árið 2020. Innanhús var forstofa og eldhús endurskipulagt og breytt ásamt því að settar voru nýjar flísar á gólfið og settur gólfhiti. Árið 1998 var samþykkt stækkun á húsinu á austurgafli um rúmlega 30fm, teikningar af því fylgja hér með. Einnig eru núverandi eigendur búnir að láta teikna fyrir sig stækkun á stofu með því að opna vegg úr stofu og taka hluta af bílskúr undir stofuna (sjá síðustu myndir í myndagallerí). Virkilega gott fjölskylduhús í vinsælu og fjölskylduvænu hverfi í Vesturbænum. Stutt í alla helstu verslun og þjónustu í nærumhverfinu, skóla á öllum stigum, íþróttasvæði KR ofl.

Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða [email protected]

Eignin Aflagrandi 6 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 202-5311, birt stærð 167.3 fm, þar af er bílskúr 23,4fm

Hér má sjá videó þar sem gengið er í gegnum eignina - VIDEÓ AFLAGRANDI 6

Nánari lýsing:
Eignin er skráð 167,3 fm skv. Þjóðskrá Íslands sem skiptast í neðri hæð (58,5 fm), efri hæð (76,0 fm), ris (9,4 fm) og bílskúr (23,4 fm). Eignin samanstendur af anddyri, eldhúsi, stofu, borðstofu, baðherbergi, gestasnyrtingu, 4 svefnherbergjum, skrifstofu, þvottahúsi, tvennum svölum og bílskúr. Bílskúrinn (23,4 fm) er áfastur húsinu.

Neðri hæð:

Forstofa: Með flísum á gólfi og fataskáp.Inngengt í þvottaherbergi frá forstofu. Gólfhiti í gólfi.
Þvottaherbergi: Með máluðu gólfi, hillum.
Eldhús: Endurnýjað og stækkað árið 2019. Innrétting er frá Eldhúsvali með góðu skápaplássi og granít á eldhúsbekk. Ofn er í vinnuhæð og er frá Miele ásamt helluborðinu. Ísskápur er innbyggður er að gerðinni AEG og þá er uppþvottavél að gerðinni Bosch. Stór, rúmgóður og bjartur borðkrókur. Gólfhiti settur í gólf og flísar endurnýjaðar árið 2019.
Gestasalerni: Flísalagt gólf, upphengt salerni og vaskur.
Borðstofa: Er björt með parketi á gólfi og góðum gólfsíðum gluggum til norðausturs.
Stofa: Er björt og með parketi á gólfi og góðum gólfsíðum gluggum til norðvesturs. Útgengi á baklóð og hellulagða verönd til norðvesturs með heitum potti. Inngengt er í bílskúr frá baklóð.

Efri hæð:
Hol: Með parketi á gólfi.
Svefnherbergi I: Er stórt, með parketi á gólfi, mikilli lofthæð og stórum gluggum til norðvesturs. Herbergið var áður tvö barnaherbergi og möguleiki væri að breyta því aftur á þann veg.
Svefnherbergi II: Ágætlega rúmgott með tvöföldum fataskáp.
Innra hol: Með parketi á gólfi. Frá innra holi er gengið inn í hjónaherbergi, baðherbergi og opið herbergi sem er nýtt í dag sem vinnuherbergi. Einnig er gengið út á svalir til suðausturs.
Svalir I: Útgengt á svalir frá innra holi.
Herbergi/vinnuherbergi: Er opið frá innra holi. Með parketi á gólfi og stórum gluggum á þrjá vegu (austurs, suðurs og vesturs). Möguleiki væri að stúka þetta herbergi af og gera lítið barnaherbergi eða lokað vinnuherbergi.
Svefnherbergi III: Er bjart og rúmgott með parketi á gólfi og fataskápum. Gott skápapláss. Gluggar til suðausturs og norðvesturs. Útgengi á svalir til norðvesturs.
Svalir II: Útgengt frá hjónaherbergi.
Baðherbergi: Er flísalagt í hólf og gólf með sturtu, baðkari með sturtutækjum, upphengdu salerni, frístandandi baðinnréttingu með vask og tveimur skúffum.

Ris:
Gott og bjart herbergi er í risi. Hefur mjög fjölbreytt og gott notagildi, hvort heldur sem leikstofa, skrifstofa, unglingaherbergi eða hvað sem hentar hverjum og einum.

Bílskúr: Innbyggður með rafmagni, heitu og köldu vatni. Inngönguhurð aftast sem gengur út í garð. Gluggi á bílskúr vísar út í bakgarðinn. Bílaplanið er hellulagt og með snjóbræðslukerfi.

Garður: Fallegur, afgirtur og gróinn garður með trjágróðri umlykur húsið á þrjá vegu. Garðurinn er tyrfður og hellulagður að hluta. Hitaveitu heitur pottur sem var tengdur út í garð árið 2020.

Fallegt og vel skipulagt endaraðhús á afar eftirsóttu og fjölskylduvænu hverfi í Vesturbæ Reykjavíkur með alla helstu þjónustu og verslun í göngufjarlægð ásamt skólum á öllum stigum, íþróttasvæði Reykjavíkurstórveldisins KR, sundlaug Vesturbæjar, Kaffi Vest, Miðbærinn, Grandinn o.m.fl. 

Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur [email protected].

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Íbúð á 1. hæð
167

Fasteignamat 2025

123.800.000 kr.

Fasteignamat 2024

117.750.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband