22.03.2024 1237944

Söluskrá FastansBaldursgata 15

101 Reykjavík

hero

32 myndir

66.700.000

748.597 kr. / m²

22.03.2024 - 28 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 19.04.2024

3

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

89.1

Fermetrar

Fasteignasala

Pálsson fasteignasala ehf.

[email protected]
660-1976
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Palsson Fasteignasala kynnir:

** EIGNIN ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI **

Afar sjarmerandi, björt og vel skipulögð 4 herbergja íbúð á 3. hæð ásamt risi í góðu þríbýlishúsi á eftirsóttum stað í Þingholtunum í Reykjavík. 

** 3 svefnherbergi
** Þvottahús innan íbúðar
** Fallegt útsýni yfir borgina
** Frábær staðsetning miðsvæðis í Reykjavík


Nánari upplýsingar veita:
Páll Pálsson lgf. 
Hrafnkell Pálmarsson MBA/aðstm. fast. í síma 660-1976 eða [email protected]

www.eignavakt.is
www.verdmat.is 
Góð ráð fyrir kaupendur / seljendur

Birt stærð samkv. Þjóðskrá Íslands er 89,1 m2, þar af geymsla 7,4m2. 

Eignin skiptist í anddyri, stofu, borðstofu, eldhús, 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi og geymslu. 2 hæðir eru innan eignarinnar, hæð og ris. Hluti rishæðar er undir súð og eru því nýtanlegir fermetrar fleiri en birt stærð gefur til kynna.

Nánari lýsing
Neðri hæð:
Andyri er með fataslá. Parket á gólfum
Eldhús er með nýlegri innréttingu með viðarborðplötu. Spaneldavél, bakaraofn og vifta. Parket á gólfum
Stofa og borðstofa eru samliggjandi með útgengi á svalir. Gluggarnir gefa góða birtu inn í rýmið. Gólf eru flotuð og lökkuð.
Svefnherbergi I er rúmgott með fataslá. Parket á gólfum
Svefnherbergi II er í dag notað sem sjónvarpsherbergi. Parket á gólfum.
Baðherbergi hefur verið endurnýjað með vegghengdu klósetti, baðkari með sturtuhaus og handlaug.  Flísar á veggjum og gólfi.
Rishæð:
Svefnherbergi III er rúmgott. Gólf er málað.
Þvottaherbergi er bjart og rúmgott með opnanlegum glugga. Gólf er málað.
Vinnuherbergi/geymsla er í sama rými og þvottaherbergi og nýtist í dag sem vinnustofa. Gólf er málað.

Í bakgarði er köld geymsla sem tilheyrir íbúðinni.

Framkvæmdir síðustu ára:
** Þak endurnýjað 2018
** Baðherbergi endurnýjað 2021
** Ný eldhúsinnrétting 2023
** Skipt um rafmagnstöflu og dregið nýtt rafmagn í eldavél 2024
** Ný hurð á kaldri geymslu 2024

Baldurgata 15, íbúð merkt 0301, er sérlega skemmtilega eign á vinsælum og eftirsóttum stað í Þingholtunum. Stutt er í alla helstu þjónustu og mannlíf miðbæjarins.

** EIGN SEM ER ÞESS VIRÐI AÐ SKOÐA **


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
23.500.000 kr.89.10 263.749 kr./m²200717323.10.2009

70.000.000 kr.89.10 785.634 kr./m²200717308.05.2024

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

VerðsagaVerðsaga

Byggt á þinglýstum kaupsamningum

Byggir á kaupsamningum sem deila heimilsfangi og stærð

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

AuglýsingasagaAuglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
1 skráningar
66.700.000 kr.748.597 kr./m²22.03.2024 - 19.04.2024

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 1 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Íbúð á 1. hæð
61

Fasteignamat 2025

52.300.000 kr.

Fasteignamat 2024

53.150.000 kr.

010201

Íbúð á 2. hæð
81

Fasteignamat 2025

62.850.000 kr.

Fasteignamat 2024

63.800.000 kr.

010301

Íbúð á 3. hæð
89

Fasteignamat 2025

67.700.000 kr.

Fasteignamat 2024

68.650.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

  1. Br. innan hússFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að fjarlægja léttan vegg á milli stofu og eldhúss á 3. hæð, byggja stiga frá 3. hæð og upp í ris og gera þar svefnherbergi, í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 15 við Baldursgötu. Samþykki meðeigenda dags 28. ágúst 2007 fylgir erindinu.

  2. (fsp)stigaop milli hæðaJákvætt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Spurt er hvort gera megi gat í loft yfir 3 hæð. Koma fyrir stiga að herbergjum (geymslu, þvottaherbergi, þurrkherbergi) í risi sem tilheyra íbúð og fjarlægja vegg á milli eldhúss og stofu 3. hæðar í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 15 við Baldursgötu.

    Að uppfylltum skilyrðum, enda verði sótt um byggingarleyfi og því fylgi samþykki meðeigenda


Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

PóstlistiÁbendingarHafa samband