Söluauglýsing: 1233142

Háteigsvegur 38

105 Reykjavík

Verð

93.900.000

Stærð

113.4

Fermetraverð

828.042 kr. / m²

Tegund

Hæðir

Fasteignamat

89.000.000

Fasteignasala

RE/MAX

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 24 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

EIGNIN ER SELD m/fyrirvara. 
_________________________


RE/MAX & HERA BJÖRK Lgf. ([email protected]774-1477 ) kynna: 
Falleg 3ja herbergja sérhæð í reisulegu 4ra íbúða fjölbýli við Háteigsveg 38 í 105 Reykjavík. 

Eignin er samtals 113,7 m² og samanstendur af tveim góðum svefnherbergjum (möguleiki á 3ja með því að færa eldhús), eldhús, stofa, borðstofa, miðrými, baðherbergi, geymslu og sameiginlegu þvottahúsi á jarðhæð og fallega grónum sameiginlegum garði.

Nánari lýsing eignar
Forstofa: Sérinngangur inn í snyrtilega forstofu með flísum á gólfi. Fataskápur sem nýtist vel undir útiföt og skó. 
Hol/gangur: Gengið inn í opið og rúmgott miðrými sem leiðir inn í allar vistarverur og alrými. Fallegt gegnheilt parket er á allri íbúðinni. Úr holi er gengið niður í sameign. 
Eldhús:  Í eldhúsi er stílhrein viðar innrétting frá HABITAT með stórum hvítum keramik vask. Tengi fyrir uppþvottavél.
Stofa og borðstofa: Opið og bjart rými með útgengi út á svalir. Borðstofa og stofa eru bjartar með góðum suður gluggum. 
Hjónaherbergi: Rúmgott með parketi á gólfi og fataskápum.  Útgengi út á svalir.
Svefnherbergi I: Rúmgott með skápum og parketi á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. rúmgóð sturta með gler skilrúmi, salerni, vaskaskápur m/skúffum og handklæðaofn. 
Þvottahús: Er sameiginlegt á jarðhæð.
Geymsla:  Er í sameign á jarðhæð.
Garður: Stór og fallega gróin sameiginlegur garður.

Viðhald innan og utan á undanförnum árum: 
2007-2014 - 3falt hljóðeinagrandi gler sett í svefnherbergi. Baðherbergi endurnýjað ásamt eldhúsi og gólfefnum. 
2015 - voru handrið og svalir á öllu húsinu löguð. Frárennsli í þvottahúsi myndað og metið í lagi þá. Var lagfært 2009. 
2017 - Skipt um glugga og sett svalahurð út frá borðstofu.
2018 - Þakið var lagfært og málað 2018, gluggar málaðir þá líka. 
2019 - Skipt um ca. helming af rúðum og eitthvað tréverk á gluggum í íbúð.

Húsfélag er rekið í húsinu og eru húsgjöld eignar kr. 29.828 á mánuði. Rætt um að fara í frekari gluggaskipti í kjallara, 1. og 2. hæð (búið að skipta um allt í risi 2021) og laga útitröppur en endanlegar ákvarðanir eða tilboð liggja ekki fyrir.
Íbúðin er vel staðsett í þessu vinsæla hverfi í miðsvæðis í borginni og í mjög þægilegu göngufæri við skóla, verslanir, þjónustu, Sundhöll Reykjavíkur og útivistarsvæði á Klambratúni og við Öskjuhlíð. Mjög gott aðgengi út á helstu umferðaræðar og stutt í almenningssamgöngur með strætótengingar við öll hverfi höfuðborgarsvæðisins.

Í 3D getur þú skoðað eignina hvar sem þú ert í þrívíðu umhverfi, ferðast auðveldlega á milli herbergja og kynnt þér rýmið. 

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Hera Björk, löggiltur fasteignasali í síma 774-1477 eða á netfangið [email protected] 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu HÉR til að fá frítt verðmat.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk
__________________________
Ertu í fasteignahugleiðingum? Við kíkjum til þín í spjall !
Við höfum starfað við fasteignasölu samanlagt í meira en 15 ár.
Við leggjum okkur fram um að veita persónulega og góða þjónustu, viðhalda góðu upplýsingaflæði og vanda vinnubrögð fyrir seljendur og kaupendur. Hjá okkur færðu frítt sölumat og upplýsingar um ferlið án allra skuldbindinga.
Hafðu samband í dag í síma 774-1477  eða á netfangið [email protected] eða í síma 844-1421 og [email protected] 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband