Söluauglýsing: 1228712

Jöfursbás 7c sjávarútsýni

112 Reykjavík

Verð

59.900.000

Stærð

58.8

Fermetraverð

1.018.707 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli
hero

Staðsetning

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Jöfursbás 7 Reykjavík 2ja herbergja íbúð stórglæsilega með sjávarútsýni í lyftuhúsi þar sem allt aðgengi er eins og best verður á kosið .

Eignin skipar forstofu með góðum fataskápum. Eldhús sem er hannað með glæsilegri innréttingu upp í loft sérsmíðaðar VOKE-III. Quartz steinn frá Technistone er á eldhúsborðum og vönduð tæki í eldhúsi AEG, span helluborð og ofn í réttri hæð . Bað, sem er flísalagt með 60x60 cm ljósgráum flísum frá Epsoln. Baðið er með vönduðum hreinlætistæki frá Duravit og einnig Quartz steinn frá Technistone á innréttingu. Góð snyrtiaðstaða á baði, sturta og snyrtiskápur undir handlaug með speglaskápum fyrir ofan. Á baði er einnig aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara. Stofan er mjög björt með gólfsíðum gluggum þar nýtur við mikið sjávarútsýni og þaðan er útgengt út á svalir. Stofan er opið alrými inn í eldhús. Mjög rúmgott svefnherbergi með glugga til sjávar, þar eru góðir fataskápar sem ná upp í loft. Geymsla, hjóla-og vagnageymsla í kjallara. Djúpgámar á lóð. Hitalagnir í helstu gönguleiðum. Innviðir í hverfinu sterkir þ.m.t. skólar, leikskólar, verslanir og hvers konar önnur þjónusta í næsta nágrenni. Leiðakerfi strætó tengist Gufunesi. 

Húsið: Jöfursbás 7c Gufunesi Grafarvogi Reykjavík er byggt árið 2023. Húsið er steypt og klætt með álklæðningu sem er viðhaldslétt og endingargóð klæðning. Gluggarnir eru vandaðir ál-tré gluggar. Húsin eru hönnuð af ARKÞING Arkitektum. Hús á lóðinni Jöfursbás 8 eru þrjár byggingar með sameiginlegum bílakjallara. þá eru djúpgámar á lóðinni. Byggingarnar eru steinsteyptar og mismundandi margar hæðir eftir matshlutum. Innan lóðar eru skilgreindir 3 matshlutar auk bílakjallara og djúpgáma sem eru sitthvor matshlutinn alls 5 matshlutar. Í mathluta 3 sem Jöfursbás 7c tilheyrir eru 20 íbúðir. Lóðin er í óskiptri en hlutfallslegri sameign fimm matshluta á lóðinni. Heildarfjöldi bílastæða á lóðinni eru 52 stæði í sameiginlegum bílakjallara þar af 4 fyrir hreyfihamlaða.

Íbúðin: er á 2.hæð samtals 58,8 fm þar af er geymsla 6,6 fm merkt nr 3. Stórglæsileg með sjávarútsýni, gólfsíðum gluggum, aukinni lofthæð og glæsilegum innréttingum.

Hverfið: Við Eiðsvík í Gufunesi er að rísa spennandi íbúðabyggð. Landslagið er einstakt, vogskornir klettar, strendur með svörtum og gylltum sandi, fuglalíf og útsýni yfir Geldinganes, Viðey, Esju og miðborgina. Engar götur skilja byggðina frá náttúrunni og einungis hjóla- og göngustígar liggja að sjó. Vatnastrætó, ylströnd, göngubrú út í Viðey og góðir göngu- og hjólastígar er meðal þess sem mun einkenna þetta skemmtilega hverfi. Það er einstakt að eiga kost á slíkri náttúruperlu í miðri höfuðborginni. SAMEIGINLEGUR GARÐUR:  Einstaklega fallegur og skjólgóður. Gróður og hellulagðir/steyptir gangstígar sem að hluta til eru með snjóbræðslu ásamt lýsingu. 

UM ER AÐ RÆÐA EINSTAKA EIGN ÞAR SEM SJÁVARÚTSÝNIÐ SETUR MIKIÐ VÆGI Á EIGNINA. EINNIG ER SÉRSTAKT VIÐ ÞESSA EIGN HVAÐ INNRÉTTINGAR ERU FALLEGAR OG VANDAÐAR. Saðsettning, STUTT Í ALLA ÞJÓNUSTU, VERSLUN, AFÞREYINGU. fyrir fjölskyldufólk með börn þá er Snælandsskóli, leikskóli og íþróttahús í næsta nágrenni


Allar nánari upplýsingar veitir Jórunn lögg. fasteignasali í síma 845-8958 eða [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% fyrstu kaup / 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar eru mismunandi eftir lánastofnunum frá kr 30 - 81 þúsund. 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.

 

Ljósmyndir

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband