Söluauglýsing: 1228116

Jöfursbás 7C

112 Reykjavík

Verð

99.900.000

Stærð

102.7

Fermetraverð

972.736 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

81.200.000

Fasteignasala

LIND Fasteignasala

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 13 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

LIND fasteignasala og Helga Pálsdóttir löggiltur fasteignasali kynnir nýja íbúð sem er laus við kaupsamning við Jöfursbás 7C, Reykjavík. Íbúð 0501 er glæsileg 2. herbergja glæsileg þakíbúð á 5. hæð (efstu) í lokuðu lyftuhúsi, með stæði í bílageymslu stórum þaksvölum með möguleika fyrir heitan pott og aðrar stórar svalir til suðurs.  Íbúðin er alls 102,7 m2 en þar af er geymsla 14,5 m2 (merkt 0017) í kjallara og bílastæði í lokaðri bílageymslu er merkt B034. Íbúðin er afar skemmtilega hönnuð með mikilli lofthæð og stórum gluggum. Svefnherbergi íbúðar er mjög rúmgott með miklu skápaplássi. Alrými íbúðar rúmar vel stofu, borðstofu og glæsilegt eldhús með stórri eldunareyju.

Tvennar þaksvalir íbúðar eru annars vegar 8,5 m2 út frá stofu og hins vegar um 48 m2 út frá eldhúsi. Glæsilegt útsýni til sjávar út frá stofu og borðstofu.  Gólfsíðir fallegir gluggar og gólfhiti í allri íbúðinni. Mjög mikil lofthæð er í íbúðinni allri í sama formi og þak hússins sem er steypt, á að endurspegla formið á öldugangi til marks um staðsetningu eignarinnar við sjávarströndina.


Innanhúss hönnuður hefur komið að hönnun allra íbúða en í þeim má finna innréttingar sem eru sérsmíðaðar hjá VOKE-III, blöndunartæki eru frá Grohe og hreinlætistæki frá Duravit.  Quartz steinn frá Technistone er á eldhúsum og böðum.  Parket og flísar er frá Ebson og eldhústæki frá AEG.

Nánari lýsing.
Forstofan rúmgóð með innbyggðum fataská.  Útgengt á stórar þaksvalir frá forstofu.
Eldhúsið er mjög rúmgott með sérsmíðaðri innréttingu frá VOKE.  Opið inn í borðstofu og stofu þar sem eru stórir gólfsíðir gluggar til suðurs og vesturs með stórkostlegu útsýni.  Innrétting er vönduð með granit borðplötu.
Stofa / borðstofa með gólfsíðum gluggum og útgengt á báðar þaksvalir íbúðarinnar með stórbrotnu útsýni til sjávar og fjalla.
Baðherbergið er flísalagt með 60x60 flísum frá Epson bæði gólf og veggir með vandaðri innréttingu með granitborðplötu.  Tenging fyrir þvottavél og þurrkara í innréttingu á baði.
Hjónaherbergið er rúmgott með góðum skápum.
Geymsla á sér geymslugangi í kjallara hússins

Hjóla-og vagnageymsla í kjallara
Djúpgámar á lóð fyrir flokkað rusl
Hitalagnir í helstu gönguleiðum lóðar


Allir innviðir í hverfinu sterkir þ.m.t. skólar, leikskólar, verslanir og hvers konar önnur þjónusta í næsta nágrenni. Leiðakerfi strætó tengist Gufunesi. Allar upplýsngar um eignina veitir Helga Pálsdóttir fasteignasali í síma 822 2123 eða [email protected] 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband