01.03.2024 1228061

Söluskrá FastansEyjahraun 33

815 Þorlákshöfn

hero

29 myndir

74.900.000

440.071 kr. / m²

01.03.2024 - 28 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 29.03.2024

3

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

170.2

Fermetrar

Fasteignasala

Fasteignasalan Garður

[email protected]
693-2916
Bílskúr
Sólpallur
Heitur pottur
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignasalan Garður 

FALLEGT OG VEL SKIPULAGT 4RA HERBERGJA, SAMTALS 170,2 fm EINBÝLISHÚS MEÐ BÍLSKÚR, VIÐ EYJAHRAUN 33, 815 ÞORLÁKSHÖFN. 
Um er að ræða hús byggt úr timbri árið 1973, en bílskúrinn úr timbri árið 1978.  Fallegur garður.  Stór nýlegur sólpallur sem snýr í suðvestur og með góðum skjólvegg.  Húsið er í botnlangagögu í rólegu og barnvænu hverfi.  Stórt leiksvæði er við hliðina á götunni þar eru leiktæki fyrir börn og fótboltavöllur. Stutt er í skóla. 

Allar nánari upplýisngar veitir Halldór í síma 693-2916 eða h[email protected]

Skv. fasteignaskrá er húsið 117,4 fm og bílskúrinn 52,8 fm.
 
Nánari lýsing eignarinnar:
Komið er inn í stóra forstofu sem tengir íbúðarhúsnæðið og bílskúrinn saman. Þaðan er gengið inn í íbúðarhúsið, innagengt er í bílskúrinn og í bakgarð á stóran sólpall. Gangur með skáp og er þvottahús og geymsla inn af. Rúmgott þvottahús með góðum glugga. Inn af þvottahúsi er lítil geymsla. Stór og björt stofa og borðstofa með útgengt á stóran sólpall sem snýr til suðvestur. Pallurinn er mjög skjólgóður og er með skjólgirðingu nánast allan hringinn og búið er að koma fyrir heitum potti en eftir er að leggja lagnir að honum. Einnig er búið að setja útiskúr á pallinn fyrir aftan bílskúrinn og var það gert 2022.  Eldhús er inn af borðstofu og er mjög rúmgott. Eldhúsið er með fallegri hvítri innréttingu, tengi fyrir uppþvottavél og góðum borðkrók. Svefnherbergisgangur með góðum fataskápum. Þrjú rúmgóð svefnherbergi, fataskápur er í einu þeirra. Baðherbergi er nýlega uppgert og er með baðkari með sturtuaðstöðu og fallegri innréttingu. 
Bílskúr: Bílskúrinn er 52,8 fm og er einstaklega stór og með góðri innkeyrslu hurð. Bæði rafmagn og heit og kalt vatn er í skúrnum. 
Garðurinn: Garðurinn lýtur vel út og er bæði með góðum grasflötum og trjágróðri. Stór timburpallur sem var byggður 2016 og stækkaður 2022. 

Upplýsingar frá seljanda:
Skipt um þakjárn á bílskúr 2016.
Þak á íbúðarhúsi málað 2022.
Þakrennur lagaðar 2022.
Sólpallur byggður 2016 og stækkaður 2022.
Útiskúr á palli settur 2022.
Húsið, gluggar og hurðar voru málaðar 2022.
Baðherbergi endurnýjað 2019.


HÉR ER UM AÐ RÆÐA VIRKILEGA FALLEGT OG VEL STAÐSETT FJÖLSKYLDUHÚS - STUTT ER Í GRUNN- OG LEIKSKÓLA, SUNDLAUG OG ÍÞRÓTTAHÚS, VERSLANIR, ALLA HELSTU ÞJÓNUSTU OG NÁTTÚRUNA - EIGN SEM VERT ER AÐ SKOÐA. 


 


Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

www.fastgardur.is |  Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Næg gögn eru ekki tiltæk til að gera verðmat á þessari eign.

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Íbúð á 1. hæð
170

Fasteignamat 2025

62.050.000 kr.

Fasteignamat 2024

61.900.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband