29.02.2024 1227591

Söluskrá FastansStakkholt 2

105 Reykjavík

hero

30 myndir

66.450.000

893.145 kr. / m²

29.02.2024 - 29 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 29.03.2024

1

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

74.4

Fermetrar

Fasteignasala

Pálsson fasteignasala ehf.

[email protected]
849-1921
Lyfta
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Palsson Fasteignasala kynnir:

Vel skipulögð 2-3 herbergja íbúð á 4. hæð í góðu lyftuhúsi við Stakkholt 2a, með sér-bílastæði í lokuðum bílakjallara.
Frábær staðsetning miðsvæðis í Reykjavík.

* Fallegt útsýni
* Bílastæði í lokuðum bílakjallara
* Húsið er klætt að utan með álklæðningu
* Góð fyrstu kaup


Nánari upplýsingar veita:
Helen Sigurðardóttir lgf. í síma 849-1921 eða [email protected]
www.eignavakt.is
www.verdmat.is 
Góð ráð fyrir kaupendur / seljendur

Birt stærð samkv. Fasteignaskrá Íslands er 74,40 m2

Eignin skiptist í anddyri, vinnuherbergi, eldhús, stofa, svalir, svefnherbergi, baðherbergi, geymslu og bílastæði.
Andyri er opið með parket á gólfi og fataskap.
Vinnuherbergi/hol er með parket á gólfi
Eldhús myndar opið rými með stofu. Þar er innrétting, helluborð, háfur, uppþvottavél og vaskur. Parket á gólfi.
Stofa er með parket á gólfi og útgengt út á svalir til norðurs.
Svefnherbergi er með rúmgóðum fataskápum og parket á gólfi.
Baðherbergi er með sturtu, salerni, vaskaskáp með rúmgóðum skúffum og skáp með spegli. Þar er einnig innrétting fyrir þvottavél og þurrkara með tengjum. Flísar á gólfi og á vegg hjá sturtu.
Sérgeymsla er í sameign skráð 9,4 m2 samkv. FÍ
Sér bílastæði er í lokuðum bílakjallara.

Í sameign er sameiginleg hjóla og vagnageymsla.

Stutt er í alla helstu þjónustu, leikskóla, grunnskóla og menntaskóla en í hverfinu eru einnig frábærar útivistarperlur, leiksvæði og lista og menningasöfn en þar má nefna Klambratún,  Kjarvalsstaði, Öskjuhlíð, Nauthólsvík og Perluna.  

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Ath. að Verðmat Fastans er enn í þróun og byggir í dag á mjög grunnum upplýsingum.

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

Ekki tókst að sækja eignir.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

  1. Umsókn / FyrirspurnSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    490115-0130 Stakkholt 2-4, Sótt er um leyfi til þess að setja svalalokanir á svalir allra íbúða nema 02-0101 og 04-0101 í fjölbýlishúsum, mhl.02, 03, 04 og 05, á lóð nr. 2-4 við Stakkholt. Erindi fylgir fundargerð húsfundar dags. 23. mars 2022 og yfirlit breytinga á A3 afriti af aðalteikningum samþykktum 10. mars 2015.

    Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.5 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

  2. Umsókn / FyrirspurnFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    490115-0130 Stakkholt 2-4, Sótt er um leyfi til þess að setja svalalokanir á svalir allra íbúða nema 02-0101 og 04-0101 í fjölbýlishúsum, mhl.02, 03, 04 og 05, á lóð nr. 2-4 við Stakkholt. Erindi fylgir yfirlit breytinga á A3 afriti af aðalteikningum samþykktum 10. mars 2015.

    Vísað til athugasemda.

  3. Umsókn / FyrirspurnSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Lagt er til að spennistöð Veitna á lóð nr. 2-4 við Stakkholts, fái nr. 3A.

    Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. 23


Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

PóstlistiÁbendingarHafa samband