28.02.2024 1226984

Söluskrá FastansMiðvangur 97

220 Hafnarfjörður

hero

38 myndir

124.900.000

567.985 kr. / m²

28.02.2024 - 9 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 08.03.2024

4

Svefnherbergi

0

Baðherbergi

219.9

Fermetrar

Fasteignasala

Domusnova

[email protected]
527-1717
Bílskúr
Gólfhiti
Sólpallur
Heitur pottur
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

***DOMUSNOVA KYNNIR * GLÆSILEGT ENDARAÐHÚS VIÐ MIÐVANG Í HAFNARFIRÐI***

Endaraðhús á tveimur hæðum samtals 219,9fm. birt stærð.   Einstaklega vel staðsett innst í botnlanga næst fallegum hraunjaðri.
Húsið hefur verið mikið endurnýjað og státar af stórum afgirtum palli til suðurs með heitum potti og hleðslustein við lóðarmörk.
Allt húsið er parketlagt með vönduðu gegnheilu parketi nema votrými og eldhús sem eru með vönduðum flísum.


NÁNARI LÝSING:
Anddyri 
er rúmgott, flísalagt ljósum flísum með góðum fataskáp.  Vönduð glerhurð skilur að skála innaf anddyri.
Gestasnyrting innaf anddyri með upphengdu salerni, flísalagt fallegum flísum.  Opnanlegur gluggi á snyrtingu.
Skáli innaf anddyri sem tengir eldhús, stofu og stigapall
Eldhús mjög rúmgott með glæsilegri sprautulakkaðri stórri innréttingu og ljósum granít borðplötum.  Mjög vönduð tæki í eldhúsi, m.a. tveir innfelldir bakarofnar, Simens span helluborð með fimm hellum.   Innfelldar lýsingar í lofti og innréttingu. Tveir gluggar á eldhúsi til norðurs sem gera eldhúsið einstaklega bjart og fallegt.  Ljósar vandaðar 60x60 flísar á gólfi.  Hiti í gólfi eldhúss.
Stofa snýr til suðurs, rúmgóð með stórum gluggum og útgengi á stóran sólpall með nýlegum skjólveggjum.  Heitur pottur á palli.
Stigi milli hæða er léttur með parketlögðum þrepum og vönduðu parketi.  Í lofti yfir stigaopi er óbein lýsing og innfelld ásamt óbeinni lýsingu undir stiga á dimmer sem gefur fallegt yfirbragð.   Stór gluggi efri hæðar hleypur góðri birtu inn í rýmið.
Á efri hæð hússins eru fjögur rúmgoð svefnherbergi, þvottahús, baðherbergi og mjög gott sjónvarpsherbergi með svölum til suðurs.
Svefnherbergi #1 er til suðurs, mjög rúmgott með fataskáp og notað sem hjónaherbergi.  
Svefnherbergi #2 er rúmgott barnaherbergi og snýr til suðurs með fataskáp.
Svefnherbergi #3 er rúmgott barnaherbergi og snýr til norðurs
Svefnherbergi #4 er mjög rúmgott með vönduðum ljósum flísum á gólfi og hitalögn í gólfi.  Meiri lofthæð í þessu herbergi með innfelldri lýsingu.
Sjónvarpsherbergi er mjög rúmgott með útgengi á suður svalir.  Flísalagt með 60x60cm fallegum flísum á gólfi með hitalögn.
Baðherbergi er með fallegri innréttingu, nuddbaðkar, innbyggður flísalagður sturtuklefi, hiti í flísalögðu gólfi og gluggi til norðurs.
Þvottaherbergi er rúmgott með vandaðri innréttingu, flísalagt gólf og gluggi til norðurs.
Bílskúr er skráður 38,0fm. og er með gryfju.  Útgengt úr bílskúr til suðurs út í garð.   Geymsla innaf bílskúr.
Gleymsluskúr við enda hússins á lóð fyrir garðverkfæri og fleira.
Glæsilegur útipallur til suðurs með skjólveggjum og heitum potti ásamt aðgengi að sturtu.
Hiti í bílaplani og stétt.
Einstaklega vandað og vel staðsett endaraðhús innst í lokuðum botnlanga í norðurbæ Hafnarfjarðar í göngufæri við barnaskóla, dagheimili, matvöruverslun og fleiri þjónustu.

Nánari upplýsingar veita:
Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]
Agnar Agnarsson löggiltur fasteignasali / s.8201002 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

110101

Raðhús á 1. hæð
219

Fasteignamat 2025

123.350.000 kr.

Fasteignamat 2024

117.750.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband