Söluauglýsing: 1226200

Skrúðás 10

210 Garðabær

Verð

159.900.000

Stærð

238.3

Fermetraverð

671.003 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

145.100.000

Fasteignasala

Fasteignasalan TORG

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 3 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Svavar Friðriksson, löggiltur fasteignasali, og Fasteignasalan TORG kynna: ***FALLEGT ÚTSÝNI***
Vel við haldið og fallegt einbýlishús á tveimur hæðum með 3-4 svefnherbergjum. Húsið er skráð 238,3 m2 þar af er innbyggður bílskúr 36,5m2. Bakgarðurinn er skjólsæll og náttúrulegur með verönd og heitum potti. Gengið út á svalir til suðurs úr sjónvarpsholi með fallegu útsýni. Einbýlishúsið er með steyptri neðri hæð og efri hæðin er úr timbri. Eigendur hafa látið stækka stofurýmið og fjarlægt kaminu. Alrýmið er bjart og rúmgott. Stór og rúmgóð innkeyrsla með hitalögnum. Um er að ræða fallega eign með stórfenglegu útsýni í botngötu á þessum eftirsótta stað í Garðabæ. Allar nánari upplýsingar veitir Svavar Friðriksson löggiltur fasteignasali í síma 623-1717 eða [email protected].  

Nánari lýsing eignar.
Neðri hæð:

Forstofan er flísalögð og með skápum. Hiti í gólfi.
Hol. Flísar á gólfi. Gólfhiti.
Svefnherbergin á neðri hæðinni eru tvö með parketi og fataskápum. Annað svefnherbergið er upprunalega teiknað sem tvö svefnherbergi sem auðveldlega er hægt að breyta.
Baðherbergið er með sturtuklefa, upphengdu salerni, hvítri innréttingu og handklæðaofni. Ljósar flísar á gólfi. 
Geymsla þar sem gengið er inn í bílskúrinn.  
Bílskúr með rafdrifinni bílskúrshurð. Epoxy á gólfi, gluggum, góðri lofthæð og hurð. Stýring fyrir heita pottinn og fyrir lagnirnar fyrir innkeyrsluna. Einnig er búið að setja upp bílahleðslu. 
Viðarstigi upp á efri hæð. 

Efri hæð:
Alrými sem er bjart og rúmgott.  
Sjónvarpshol með parketi á gólfi, gengið út á pallinn sunnan megin.
Svefnherbergið er rúmgott með parketi á gólfi og skápum. 
Eldhús með viðarinnréttingu, tengi fyrir uppþvottavél, eldavél á lítilli eyju, gluggum fyrir ofan vask. Gengið út á svalir er snúa norðvestur með fallegu útsýni.
Baðherbergið var endurnýjað fyrir 10 árum síðan. Flísar á veggjum og á gólfi. Baðkar með sturtugleri. Upphengt salerni. Falleg innrétting og gott skápapláss. Handklæðaofn. Gluggi er inni á baðherberginu. 
Þvottahús er innaf eldhúsi með mjög góðri vinnuaðstöðu. 

Um er að ræða afar fallegt og vel hirt einbýlishús með bílskúr í botngötu í Garðabæ. Miklir möguleikar á að fjölga svefnherbergjunum á neðri hæðinni. Falleg aðkoma og stórbrotið útsýni. Allar nánari upplýsingar veitir Svavar Friðriksson löggiltur fasteignasali í síma 623-1717 eða [email protected].  

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Kaupandi eignarinnar greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt sem er 0,3% af endanlegu brunabótamati eignarinnar.

Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra


 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband