Söluauglýsing: 1224691

KAMBAHRAUN 10

810 Hveragerði

Verð

84.900.000

Stærð

160.5

Fermetraverð

528.972 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

72.950.000

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 13 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

BYR fasteignasala kynnir í einkasölu KAMBAHRAUN 10 , 810 Hveragerði. Fimm herbergja einbýlishús með stórum garði, timburverönd til suðurs og auka íbúð í bílskúr. Á vinsælum stað í grónu hverfi rétt við Hamarinn.
Stutt í alla almenna þjónustu, útivist og gönguleiðir í og við Hveragerði. Ýtið hér fyrir staðsetningu. 

Skipulag íbúðarhús: Anddyri, eldhús og borðstofa, stofa, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, gangur og þvottahús. Skipulag bílskúr: Anddyri, alrými, svefnherbergi og baðherbergi, inntaksrými og geymsla. 

Nánari lýsing:
Íbúðarhús:

Anddyri með flísum á gólfi, tvöfaldur fataskápur. Rafmagnstafla er í anddyri. 
Gangur liggur frá anddyri að öðrum rýmum eignarinnar, flísar á gólfi, einfaldur fataskápur er á gangi.
Eldhús og borðstofa er saman í opnu rými, flísar á gólfi, AEG spanhelluborð, Siemens ofn, háfur. Gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingu. 
Stofa með harðparketi á gólfi. 
Svefnherbergin eru fjögur (eitt þeirra var áður hluti stofu).
Hjónaherbergi er með tvöföldum fataskáp, harðparket á gólfi, útgengt er úr hjónaherbergi út á timburverönd til austurs. 
Barnaherbergin eru þrjú, fataskápar eru í tveimur herbergjanna, parket á gólfum. 
Baðherbergi með flísum á gólfi, flisalagt er á veggjum við baðkar, baðkar með sturtutækjum, vegghengt salerni og vaskinnrétting, handklæðaofn.  
Þvottahús, innrétting með hækkun fyrir tvær vélar, stálvaskur í borði, tvöfaldur fataskápur með rennihurð, flísar á gólfi. Innangengt er í þvottahús frá eldhúsi. Frá þvottahúsi er hurð út í garð. Í þvottahúsi er lúga upp á loft. 
Rafmagnstafla var nýlega endurnýjuð ásamt því að skipt var alla rofa og tengla í húsinu og íbúð í bílskúr, Berker rofar og tenglar. 

Bílskúr: Innréttuð íbúð er í hluta bílskúrs. Anddyri, alrými með eldhúsi og stofu, harðparket á gólfi. Eldhúsinnrétting, helluborð, ofn og stálvaskur í innréttingu. 
Svefnherbergi er innaf alrými, laus skápur, harðparket á gólfi. Baðherbergi með sturtuklefa, salerni, handlaug og speglaskápur, epoxy á gólfi og í sturtuhorni. Þvottaaðstaða er á baðherbergi. 
Bílskúr var endurnýjaður að fullu árið 2018 og innréttaður. 
Inntaksrými, steypt gólf, vatnsinntak. Köld geymla er aftan við bílskúr, hellulagt gólf. 

Húsið er timburhús á einni hæð, húsið var klætt að utan, einangrað og rakasperra endurnýjuð árið 2021. Bárujárn er á þaki, skipt var um bárujárn og pappa á þaki sumarið 2023.
Nýlegar hurðar og gluggar 2020 (nema hurð í anddyri) frá Skanva, lokafrágangur er eftir við nokkra glugga að innanverðu, seljandi mun klára frágang fyrir afhendingu.
Garður er stór og gróin. Hellulagt bílaplan er fyrir framan íbúðarhús og bílskúr. Timburverönd er aftan við húsið til suðurs, geymsluskúr er í garði u.þ.b. 5-6 m².
Lóðin er 1.134,9 m² leigulóð frá Hveragerðisbæ.

Skráning eignarinnar hjá HMS: Stærð: Einbýli 112,5  m², Bílskúr 48,0 m² samtals 160,5 m². Byggingarár: Einbýli 1969, Bílskúr 1975. Byggingarefni: Timbur. 


ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - [email protected] 
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – [email protected]
Hrönn Bjargar Harðardóttir, löggiltur fasteignasali / stílisti - [email protected]


Opið alla virka daga milli kl. 09:00-16:00.

Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.        
Byr fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
 
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi -  0.8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga  / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

www.byrfasteign.is |  Austurmörk 7, 810 Hveragerði - Miðvangur 2-4, 700 Egilsstaðir | Byr fasteignasala

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband