Söluauglýsing: 1223045

Logaland 20

108 Reykjavík

Verð

162.900.000

Stærð

211.9

Fermetraverð

768.759 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

135.300.000

Fasteignasala

Valhöll

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 17 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

ATH. AÐ OPIÐ HÚS FIMMTUDAGINN 29. FEBRÚAR FELLUR NIÐUR

Valhöll kynnir: Fallegt og vel skipulagt endaraðhús ásamt bílskúr á þessum eftirsótta stað við Logaland 20 í Fossvogi. Húsið er bjart og rúmgott og stendur neðan við götu. Fallegt útsýni af efri hæð yfir Fossvog og Kópavog. Stór suðurverönd er við húsið með heitum potti, skjólveggjum og litlu garðhúsi. Fjögur svefnherbergi. Þetta er góð eign á eftirsóttum stað í Reykjavík og þaðan er stutt  að sækja í leik - grunnskóla í verslun og ýmsa aðra þjónustu og almenningssamgöngur góðar.  Stutt er í Fossvogsdal  með göngu og hjólaleiðir sem tengja saman útivistarperlurnar Nauthólsvík og Elliðaárdal. Eignin er skráð 211,9 fm og þar af er bílskúr 24 fm.

Nánari upplýsingar veitir Óskar H. Bjarnasen, lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 691-1931 eða [email protected].

 
Nánari lýsing
Forstofa
: komið er inn í mjög rúmgóða forstofu með náttúrusteini á gólfi og mjög miklum og góðum fataskápum sem ná upp í loft.
Gestasalerni: Inn af forstofu er fallegt gestasalerni með upphengdu salerni, náttúrusteini gólfi og veggjum að hluta og lítil innrétting.
Eldhús: Eldhúsið er flísalagt bjart með ljósri Alno innréttingu og með stein á borði. Ofninn er í vinnuhæð og ísskápur með frysti innbyggður. Helluborð háfur og ofn eru nýlegt. Tveir stórir gluggar eru á eldhúsinu og rúmgóður borðkrókur.
Borðstofa: Fyrir framan eldhús er borðstofa með harðparketi á gólfi og þaðan er gengið upp í stofu eignarinnar.
Stofa: Stofan er björt og með fallegu útsýni yfir Fossvoginn. Harðparket er á gólfi. Fallegur arinn er í stofunni og stórir gluggar. Við sjónvarsrými er hljóðdempandi viðarklæðning frá Ebson.
Svefnherbergi: Herbergin eru fjögur, öll á neðri hæð hússins. Harðparket er á gólfum og rúmgóðir og miklir fataskápar í tveimur herbergjum. Frá hjónaherbergi er útgengt út í garð með verönd, heitum potti og garðhúsi.
Aðalbaðherbergi: Flísalagt er í hólf og gólf. Ljós innrétting frá Brúnás með stein á borði og miklu skápaplássi. Stór sturta er á baðherberginu og gert er ráð fyrir hornbaðkari.
Þvottahús/geymsla: Góð, hvít innrétting með ágætis skápaplássi og vaski er í þvottahúsi. Flísar eru á gólfi og inn af þvottahúsi er rúmgóð geymsla og framan við þvottahús er lítil forstofa með útgengi út að framanverðu.
Bílskúr: Bílskúrinn er sérstæður í lengju fyrir framan húsið og skráður 24fm. Hann er með rafmagnshurðaopnara og heitu og köldu vatni. Rafhleðslustöð fylgir. Bæði þak á bílskúr og bílskúrshurð voru endurnýjuð fyrir einhverjum árum síðan. Húsfélag er um bílskúrana en ekki er starfrækt húsfélag fyrir húsin.

Nánari upplýsingar veitir Óskar H. Bjarnasen, lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 691-1931 eða [email protected].

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband