Söluauglýsing: 1221412

Smyrilshlíð 5

102 Reykjavík

Verð

63.500.000

Stærð

60.6

Fermetraverð

1.047.855 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

61.550.000

Fasteignasala

Husfasteign Fasteignasala

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 14 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali ásamt HÚS fasteignasölu kynna í einkasölu. Nýlega, bjarta og snyrtilega innréttaða íbúð á 2. hæð í lyftublokk á Hlíðarendareitnum. Einkastæði í bílageymslu þar sem gert er ráð fyrir hleðslustöð.  Íbúðin er skráð 60,6 fm með geymslu.  Húsið er byggt árið 2019-2020,  klætt með álklæðningu með innbrenndum lit. Snyrtileg sameign og góðar 6,8 fm svalir sem snúa mót suðri. Frábær staðstetning í göngufæri við háskóla- og vísindasvæðið í Vatnsmýrinni, Nauthólsvík, Öskjuhlíð og miðbæ Reykjavíkur.  Vel umgengin íbúð sem er svo gott sem ný! 

Nánari lýsing:
Við inngang er stór fataskápur. Hjónaherbergi er rúmgott með stórum fataskáp. Miðrými/hol þar sem hægt er að hafa skrifborð/vinnuaðstöðu. Flísalagt baðherbergi, innrétting með speglaskáp, „walk in“ sturta með glervegg. Inni á baðherbergi er gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara. Snyrtileg eldhúsinnrétting frá ítalska framleiðandanum Milton. Ljúflokur á öllum skúffum og skápum. Ísskápur, frystir og uppþvottavél eru innbyggð í eldhúsinnréttingu og fylgja með. Stofa og borðstofa í opnu og björtu rými þar sem útgengt er út á 6,8 fm svalir. Á svalagólfi eru viðarplattar. Á gólfum er fallegt vínilparket en á baðherbergi flísar.  Skemmtilegur innri-garður með grasi, hellulögn og leiktækjum.
Loftræstikerfi sér um að ferskloft er dregið inn um loftrásir í útveggjum og opnanlega glugga.

Falleg íbúð, sem ný, á góðum stað!

Nánari upplýsingar veita Hafsteinn Þorvaldsson viðskiptafræðingur/löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, [email protected] 

Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir       
                                                                                                                
 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati.   (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð
 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband