Söluauglýsing: 1219744

Breiðagerði 37 með AUKAÍBÚÐ

108 Reykjavík

Verð

Tilboð

Stærð

261.8

Fermetraverð

-

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

142.350.000

Fasteignasala

LIND Fasteignasala

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 3 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

LIND fasteignasala og Páll Konráð kynna í einkasölu: Glæsilegt og vel viðhaldið 316 m2 einbýlishús með bílskúr á frábærum stað í Reykjavík. Húsið er á tveimur hæðum, en á neðri hæð er 50m2 AUKAÍBÚÐ með sérinngangi og er húsið staðsett við Breiðagerði í Reykjavík.

Húsið er skráð samkvæmt FMR 261,8 fm, þar af er íbúðarhluti 186,8 fm og bílskúr 25 fm, Aukaíbúð 50 fm. Við bætist óskráð rými í kjallara (með gluggum) sem er u.þ.b. 34 fm og á 2 hæð úr stofu er u.þ.b. 20 fm sólskáli/stofa. Heildar nýtanlegir fermetrar eignarinnar eru því um það bil 316 fm.

Húsið er staðsett á 584 m2 lóð á þessum vinsæla stað við Breiðagerði. Húsið telur 5 svefnherbergi, fataherbergi, 2 baðherbergi, gestabaðherbergi og bílskúr, á lóðinni er garðhús sem hægt væri að nýta sem geymslu.

Nánari upplýsingar gefur Páll Konráð, Löggiltur fasteignasali,  S:820-9322, [email protected]

Nánari Lýsing:
Neðri hæð:
Forstofa: Fallegir fataskápar, flísar á gólfi.
Herbergi: Rúmgott með parketi á gólfi.
Gestabaðherbergi: Er með handlaug og salerni, flísar á gólfi og veggjum, gluggi er í baðherberginu.
Þvottahús: Er rúmgott með fallegri innréttingu með tengi fyrir þvottavél og þurrkara, útgengi úr þvottahúsi út í garð.
Hringstigi niður í kjallara: Kjallari er með gluggum og er um það bil 34 fm og er óskráð, geymsla er í kjallara.
Stigi upp á efri hæð: Er nýlega teppalagður með nýlegu stálhandriði frá Járnsmiðju Óðins.

Efri hæð: 
Eldhús: Stórt og gott eldhús með nýlegri innréttingu og góðu skápaplássi, sérsmíðaðri akrýlborðplötu frá Fanntófell, tvöföldum ísskáp, helluborði og ofn. kork/parket á gólfi.
Borðsofa/stofa: Er í opnu og fallegu rými með glæsilegum arni fyrir miðju, útgengi út á svalir, kork/parket á gólfi.
Sólskáli/stofa: Er um það bil 20 fm og er óskráð, útgengi út á svalir og flísar á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott með með nýjum sérsmíðuðum fataskápum frá Kvik, parket á gólfi.
Fataherbergi: Rúmgott með góðum fataskápum, kork/parket á gólfi.
Herbergi: Rúmgott með kork/parketi á gólfi.
Herbergi: Rúmgott með kork/parketi á gólfi.
Baðherbergi: Handlaug með góðu skápaplássi og speglaskáp, baðkar, upphengt salerni og sturta, flísar á gólfi og veggjum ásamt glugga.

AUKAÍBÚÐ: 50 m2 2ja herbergja aukaíbúð er á neðri hæð með sérinngangi og aðkomu að aftan.
Forstofa: Með góðum fataskápum, flísar á gólfi.
Eldhús: Með góðu skápaplássi, eldavél með hellum, ísskápur og uppþvottavél, flísar á gólfi.
Borðstofa/stofa: Er í opnu og fallegu rými, flísar á gólfi.
Baðherbergi: Með góðri innréttingu, handlaug, sturtu, salerni, þvottavél og þurrkara, flísar á gólfi ásamt glugga.
Herbergi: Rúmgott með góðum fataskápum, flísar á gólfi.

Bílskúr: Er með rafmagni og heitu og köldu vatni.

Húsið hefur hlotið gott viðhald í gegnum tíðina og vel hefur verið um það gengið.
Framkvæmdir síðustu ára samkvæmt seljanda:

2010 - Útbúið aukaíbúð á fyrstu hæð 50 m2, auðvelt að opna á milli íbúða.
2012 - Skjólgirðingar endurnýjaðar og endurnýjað opnanleg fög í sólstofu.
2015. - Innihurðar sprautulakkaðar, nýtt gólfefni í hjónaherbergi og loft heilsparslað og málað. Nýtt garðhús fyrir garðverkfæri á lóð, trépallur endurnýjaður að hluta. Epoxy á bílskúrsgólf.
2016 - Settur upp hringstigi í kjallara og opnað inn á gang neðri hæðar. Búin til geymsla í kjallara. 
2017 - Epoxy á tvennar svalir. 
2018 - Nýr fataskápur i anddyri 
2019 - Lóðin endurnýjuð að hluta, hellur, jarðvegsdúkur og möl. Baðinnrétting og loftaklæðning endurnýjuð ásamt baðlýsingu. Húsið, þakið, þakkantur málað og skipt um þakrennur. Skipt um gler yfir stiga.
2020 - Nýjar innréttingar í þvottahús og málað. 
2021 - Alrými endurnýjað, ný eldhúsinnrétting og eldhústæki, ný gólfefni. Akrýlborðplötur frá Fanntófell. Ný gólfefni á gang og barnaherbergi á efri hæð. Ný lýsing í alrými og aukastofu. Led og ledborðar í alrými og aukastofu. Philips Hue fjarstýring og appstyring í síma. Nýtt stálhandrið i aðalstiga frá Járnsmiðju Óðins. Byggt einangrað loftað þak á sólstofu sem er nú heit allt árið og nýtist því sem aukastofa. Nýr skjólveggur við götu, rafmagn yfirfarið og skipt um aðal rafmagnstöflu. Sett upp hleðslustöð. 
2023 - Sérsmíðaður fataskápur í hjónaherbergi með rennihurðum frá Rafha. 

Um er að ræða Einbýlishús á þessum eftirsótta stað í Reykjavík þar sem stutt er í alla helstu þjónustu. 

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:
Páll Konráð, löggiltur fasteignasali, sími 820-9322, [email protected]


Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Lind fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  
 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati, lögaðili greiðir 1,6%  
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali. 
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá. 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband