11.02.2024 1219272

Söluskrá FastansArnarhraun 15

220 Hafnarfjörður

hero

17 myndir

112.900.000

691.789 kr. / m²

11.02.2024 - 5 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 16.02.2024

5

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

163.2

Fermetrar

Fasteignasala

Fasteignasalan TORG

[email protected]
690-4966
Aukaíbúð
Kjallari
Sólpallur
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

**ÚTLEIGUEINING Á JARÐHÆÐ**
**SELJENDUR SKOÐA SKIPTI Á EINBÝLISHÚSI SEM MÁ ÞARFNAST VIÐGERÐA**


MATTHILDUR SUNNA LGFS OG TORG FASTEIGNASALA KYNNA Í EINKASÖLU: Falleg, 163,2 fm, fjögurra herbergja íbúð með sér inngang, á miðhæð í tvíbýli við Arnarhraun 15, Hafnarfirði. Íbúðin skiptist í anddyrisgang, stofu, borðstofu sem var áður svefnherbergi og auðvelt er að breyta aftur, eldhús, tvö svefnherbergi og baðherbergi ásamt þriggja herbergja íbúð á jarðhæð (sama fastanúmer, stigi milli hæða hefur verið fjarlægður) einnig með sér inngang, sem skiptist í anddyri, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Svalir til suðurs út frá stofu. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð. Geymsla (6,3 fm) í sameign. Falleg fjölskylduíbúð í Hafnarfirði þar sem stutt er í alla helstu þjónustu.

Allar nánari upplýsingar veitir Matthildur Sunna Þorláksdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma 690-4966 eða [email protected].

 
Nánari lýsing efri hæð: Komið er inn i anddyri með góðu skápaplássi sem er lokað af með rennihurðum. Einnig er búið að útbúa þvottaaðstöðu þar. Stigi var þar áður milli hæða. Á gólfinu eru 60/60 flísar. 
 Eldhús: Glæsilega hönnuð eldhúsinnréttingu með þrýstiopnara á hurðum, kopar vaski og krana og sérsmíðuðum borðplötum.
 Miðrými: Inn af anddyrinu er gengið inni parketlagt hol sem tengir öll rými eignarinnar.
 Stofa: Er í opnu rými sem búið er að hanna glæsilega með steypuáferð á veggjum ásamt skemmtilegum veggplötum sem mynda hlýleika og stemningu.
 Borðstofa (var herbergi): Auðvelt er að útbúa aftur rúmgott svefnherbergi.
 Svefnherbergi I: Gengið inn frá anddyri, rúmgott svefnherbergi. 
 Svefnherbergi II: Frá holi er gengið inn í hjónaherbergi með stórum fataskáp með rennihurðum.
 Baðherbergi er flísalagt með hvítum flísum í hólf og gólf og baðkari. Það var tekið í gegn fyrir nokkrum árum af fyrri eigendum.
 Gengið er út frá stofu á snyrtilegar svalir sem snúa til suðurs. 
 Síldarbeinsharðparket er á allri miðhæðinni fyrir utan baðherbergi og anddyri.
Nánari lýsing auka íbúð: Gengið er inn í anddyri um sér inngang.
 Eldhús: Fallegt með eyju og aðstöðu fyrir þvottavél.
 Stofa: Stofan/ borðstofan er samliggjandi með eldhúsi í opnu rými.
 Baðherbergi: Baðherbergið er skemmtilega hannað með sturtu og sérsmiðaðri rennihurð.
 Svefnherbergi 1: Rúmgóður fataskápur er i barnaherberginu sem notað er sem vinnuherbergi i dag.
 Svefnherbergi 2: Hjónaherbergið er rúmgott með fataskáp og fallegri sérsmíðaðri rennihurð.
 Vinylparket er á allri íbúðinni.

 Lóðin er snyrtileg og vel hirt, með sólpalli og tunnuskýli og garðurinn er sameiginlegur með húsinu.
 
 Að sögn eiganda hafa eftirfarandi endurbætur verið gerðar á íbúðinni síðustu ár:
 Eignin var áður á tveim hæðum en árið 2023 létu eigendur aðskilja hæðirnar og útbjuggu 54 fm séribuð á neðri hæð, þar sem stigi á milli hæða var fjarlægður.
 Nýjar rafmagnstöflur á báðum hæðum og nýtt rafmagn í mestum hluta eignarinnar.
 Neðri íbúðin er með nýjum vatnslögnum, ofnakerfi og skólp innanhús.
 Báðar íbúðirnar eru ný málaðar og með skemmtilegri hönnuð með steypu áferð á veggjum.
 Miðhæðin er nýuppgerð og með fljótandi síldarbeins parketi nema á baðherbergi og andyri. Á jarðhæð er vinylparket með viðaráferð.
 Skipt hefur verið um þónokkur gler og lista sl. árin. 
 2020 til 2023 voru gerðar sprunguviðgerðir á ytra byrði og húsið málað 2023.

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,-. Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 
 
TORG fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.





 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
40.800.000 kr.163.20 250.000 kr./m²207336212.08.2015

70.000.000 kr.163.20 428.922 kr./m²207336224.11.2020

83.000.000 kr.163.20 508.578 kr./m²207336221.06.2022

110.000.000 kr.163.20 674.020 kr./m²207336211.07.2024

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Íbúð á 1. hæð
163

Fasteignamat 2025

90.200.000 kr.

Fasteignamat 2024

89.850.000 kr.

010201

Íbúð á 2. hæð
167

Fasteignamat 2025

96.400.000 kr.

Fasteignamat 2024

96.000.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband