Söluauglýsing: 1218498

Langamýri 31

800 Selfoss

Verð

81.900.000

Stærð

162.6

Fermetraverð

503.690 kr. / m²

Tegund

Rað/Par

Fasteignamat

79.000.000

Fasteignasala

Heimaland Fasteignasala

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 20 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignasalan Heimaland og Guðný Guðmunds lögg. fasteignasali 8216610 kynna 162.6 fm gott parhús á eignalóð, 4-5 herbergja, innst í  lokaðri götu. Um 10-15 mínútna ganga er í hinn rómaða miðbæ Selfoss. Húsið er með sólpalli að framan umlyktum skjólgirðingu og heitum potti. Húsið er byggt úr timbri árið 2003, klætt með stení og járn á þaki.   Steypt bílaplan þar sem er gert ráð fyrir snjóbræðslu á lokuðu kerfi. Gott leiksvæði sjánlegt frá húsinu. Örstutt í leikskóla. Vel viðhaldin eign sem vert er að skoða. 

Nánari upplýsingar veitir Guðný Guðmundsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 8216610, tölvupóstur [email protected].


Íbúð:  Forstofa er stór með flísum á gólf
Eldhús er bjart, nýlega endurnýjað með borðkrók og smekklega uppsettri innréttingu, stórum eldhúsvaski við glugga. 
Stofa / borðstofa er björt, stór með gluggum á tvo vegu. Göngu hurð út á sólpallinn. Opið er við miðrými með lágum vegg milli           stofu og svefnherbergisgangs.
Herbergi eru þrjú til fjögur góð, tvö með fataskápum. Nýlegur skápur í aðal svefnherbergi og gluggum á tvo vegu. fjórða herbergið   er afstúkað aftast í bílskúrnum með
 glugga og útgangi í bakgarðinn, salerni inn af því herbergi. 
 Baðherbergi rúmgott nýlega endurnýjað með sérlega stórum walk in  sturtuklefa, upphengdu salerni og vaski í góðri        innréttingu. 
Þvottaherbergi er milli íbúðar og bílskúrs með innréttingu þar sem þvttavél er í vinnuhæð.
Hurðar, gólfefni, innréttingar; Dökkar inni- og útihurðar, innihurðar sléttar nema forstofu hurð er með frönskum gluggum, dökkir        viðargluggakarmar, flísar á forstofu, alrými, eldhúsi, baði, þvottaherbergi og bílskúr, dökkt parket á
herbergjum. Hvít, slétt,  nýleg eldhúsinnréttinnrétting. Skápur í aðal svefnherbergi viðarljós og hvítur í barnaherbergi.
Bílskúr er með hillum, vaski og sjálfvirkum hurðaopnara á innkeyrsluhurð. Inngangshurð. 
Hús er ´sérlega vel viðhaldið að utan sem innan, byggt úr timbri og steniklætt að utan.
Lóð með steyptu bílaplani, stórum sólpalli í suðvestur átt með skjólgirðingu ásamt litlum palli bakatil. Lítið geymsluhús í bakgarði. Góðar Þvottasnúrur bakatil. 

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv. verðskrá. 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskildu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Heimaland hvetur því viðskiptavini sína og væntanlega kaupendur af fasteignum að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir tilboðsgerð eða eftir atvikum fyrir kaupsamningsgerð. Ef þurfa þykir ættu væntanlegir kaupendur að leita til þar til bærra sérfræðinga um aðstoð við slíka skoðun. 

 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband