Söluauglýsing: 1217468

Háaleiti 27

230 Reykjanesbær

Verð

91.000.000

Stærð

186.7

Fermetraverð

487.413 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

76.100.000

Fasteignasala

PRODOMO fasteignasala

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 8 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu gott einbýlishús á pöllum að Háaleiti 27 í Keflavík.

Nánari lýsing:
Forstofa
með flísum á gólfi.
Gestasalerni með flísum á gólfi, þar er upphengt salerni og handlaug.
Hol með flísum á gólfi, þaðan er útgengt á verönd.
Stofa og borðstofa með parketi á gólfi.
Eldhús með flísum á gólfi. Stílhrein hvít innrétting með góðu vinnuplássi. Innbyggð uppþvottavél, gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp. Tveir ofnar og span helluborð. Inn af eldhúsi er lítið búr.
Herbergisgangur með flísum á gólfi.
Herbergin fjögur á hæðinni eru með parketi á gólfum, fataskápar eru í þeim öllum.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum. Þar er ljós innrétting, upphengt salerni, handklæðaofn og sturtuklefi.
Stigi sem liggur niður er teppalagður.
Þvottahús með máluðu gólfi. Góð innrétting þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð auk þess að pláss er í innréttingu fyrir aðra þvottavél eða þurrkara. Útgengt á baklóð.  Inn af þvottahúsi er lítið herbergi með glugga. Það hefur verið nýtt sem herbergi en er í dag nýtt sem geymsla.
Búið er að útbúa tvö herbergi þar sem áður var skúr. Auðvelt er að breyta því aftur. Á öðru herbergjanna er parket á gólfi en á hinu er málað gólf. Fataskápar eru í þeim báðum.
Geymsla með máluðu gólfi.

Á baklóð hússins er góð verönd með skjólveggjum og heitum potti. Innkeyrsla er steypt. Gluggar á suðvesturhlið hússins voru endurnýjaðir fyrir nokkrum árum sem og járn á þaki.  Frábær staðsetning í Holtaskólahverfi þar sem stutt er í skóla og íþróttamannvirki.

Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. PRODOMO fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga ( 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut ) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband