Söluauglýsing: 1210694

Skógartröð 5

605 Akureyri

Verð

122.900.000

Stærð

207.4

Fermetraverð

592.575 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

79.200.000
hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 9 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Skógartröð 5 –  Glæsilegt 5-6 herbergja einbýlishús á einni hæð og með tvöföldum bílskúr í Hrafnagilshverfi, 10 km sunnan Akureyrar - stærð 207,4 m², þar af er bílskúr 54,7 m²
 
Hér er á ferð einstaklega fallegt og vel skipulagt einbýlishús á fallegri lóð í einstöku umhverfi. Húsið er allt búið vönduðum tækjum og innréttingum í hólf og gólf. Rýmið er allt hið bjartasta vegna góðrar gluggasetningar og skipulag er afar gott. 

Eignin skiptist í forstofu, gang, sjónvarpshol, eldhús, stofu, tvö baðherbergi, þrjú svefnherbergi, þvottahús og tvöfaldan bílskúr sem búið er að skipta upp í hol, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Geymsluloft er yfir hluta íbúðarrýmis. 

Forstofa
er með flísum á gólfi og þreföldum hvíttuðum spónlögðum eikar fataskáp. Innfelld lýsing er í lofti. 
Eldhús, vönduð hvíttuð spónlögð innrétting með mjög góðu skápa- og bekkjarplássi. Stór eldunareyja með gas helluborði. 
Stofa og eldhús eru í opnu rými þar sem flísar og planka parket er á gólfi og loft tekin upp og með innfelldri lýsingu. Tvöföld hurð er út til suðurs á timbur verönd með bæði heitum og köldum pott. 
Breiður gangur liggur sem ás í gegnum húsið og við endann er sjónvarpshol með sérsmíðaðri innréttingu.  
Svefnherbergin eru þrjú í dag en voru áður fjögur, einfalt er að breyta því í fyrra form. Barnaherbergin eru skráð 11,0 m² að stærð, bæði með dökku parketi á gólfi og tvöföldum fataskápum. Hjónaherbergið er mjög rúmgott eða um 21 m² að stærð. Þar er dökkt parket á gólfi og stórir fataskápar. 
Baðherbergin eru tvö, aðalbaðherbergið er með flísum á gólfi og hluta veggja, hvíttaðri spónlagðri eikar innréttingu, upphengdu wc og walk-in sturtu. Innfelld lýsing er í lofti og opnanlegur gluggi. Annað lítið baðherbergi er til hliðar úr forstofunni, þar eru flísar á gólfi og hluta veggja, hvíttuð spónlögð innrétting, upphengt wc og flísalögð sturta. Innfelld lýsing er í lofti og opnanlegur gluggi. 
Þvottahús er með flísum á gólfi, veglegri innréttingu með stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð og miklu skápaplássi. Úr þvottahúsi er gengið inn í bílskúr. 
Bílskúrinn er skráður 54,7 m² að stærð. Þar eru gráar flísar á gólfum, loft tekin upp og gönguhurðar á báðum hliðum.  Búið er að reisa létta veggi og skipta bílskúrnum upp í hol, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Við breytingar í bílskúrnum var gætt að því að mögulegt væri að snúa rýminu aftur í fyrra horf og eru allir veggir léttir og hægt að virkja aftur bílskúrshurðar. Stórt geymsluloft er yfir hluta íbúðarhúss og er fellistigi upp á það í bílskúrnum. 

Annað
- Innréttingar og innihurðar eru hvíttuð eik.
- Gólfhiti er í öllu húsinu. 
- Lóðin er fallega hönnuð og mikið í hana lagt en hún hefur meðal annars hlotið umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar.
- Lóðin er mjög stór, en hún liggur beint upp að skógarlundi og hlíð þar fyrir ofan. Nýlegur geymsluskúr er á baklóðinni. 
- Hitalagnir eru í hluta af bílaplani.  
- Fyrir framan hús rennur lítil á en stutt er í skóla, leikskóla, íþróttamannvirki og sundlaug.  
- Eignin er í einkasölu
 
Hér er á ferð einstaklega fallegt hús í sannkallaðri náttúruperlu. 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband