Söluauglýsing: 1210536

Grundarstígur 8

550 Sauðárkrókur

Verð

71.900.000

Stærð

166.6

Fermetraverð

431.573 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

58.850.000

Fasteignasala

Landmark

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 52 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

LANDMARK fasteignamiðlun og Júlíus Jóhannson, lögg. fasteignasali (s: 823-2600 / [email protected]) kynna: 

Gott og vel skipulagt fimm herbergja 166,6 fm einbýlishús á einni hæð við Grundarstíg 8 á Sauðárkróki.

Birt stærð Íbúðarhúss er 133,8 fm, byggt 1970 og bílskúrs er 28,5 fm, byggt 1985, skv. skráningu Þjóðskrá Íslands. 

Talsverðar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu, t.a.m. hefur þakjárn, þakkantur og -rennur ásamt undirlagi verið endurnýjað, frárennslislagnir endurnýjaðar út í brunn, gluggar á norðurgafli og austurhlið endurnýjaðir, gólfhiti lagður í húsið, baðherbergi endurnýjað ásamt tækjum og lögnum á gestasalerni og heitum potti komið fyrir á verönd. Garður jafnaður, trjágróður og grasþökur lagðar þar sem áður var möl og innkeyrsla jarðvegsskipt og undirbúin fyrir gerð snjóbræðslu og yfirborðsfrágangs. Sjá nánar lista yfir endurbætur neðar í lýsingu. 

Sækja söluyfirlit strax

Eignin skiptist í forstofu, gestasalerni, stofu og borðstofu, eldhús, herbergjagang, fjögur svefnherbergi, þvottahús og bílskúr. Lítil geymsla er við hlið eldhúss, þar er hleri að lágreistum kjallara undir hluta herbergjaálmu. 


Forstofa er með harðparketi og innbyggðum fataskáp.
Gestasalerni er innaf forstofu með upphengdu salerni og handlaug, harðparket á gólfi. 
Svefnherbergi I er inn af forstofu með harðparketi á gólfi. 
Stofa og borðstofa er í björtu og opnu rými, harðparket á gólfi. 
Eldhús er með eldri viðar innréttingu, bakaraofni í vinnuhæð, helluborði, tengi fyrir uppþvottavél og tengi fyrir tvöfaldan ísskáp. Borðrkókur í eldhús, harðparket á gólfi. 
Svefnherbergi II er með harðparketi á gólfi. 
Svefnherbergi III er með harðparketi á gólfi. 
Svefnherbergi IIII (hjónaherbergi) er með stórum innbyggðum fataskáp, harðparket á gólfi. 
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með upphengdu salerni, baðinnréttingu, speglaskáp með lýsingu fyrir ofan, sturtu með innbyggðum blöndunartækjum, glerskilrúmi og handklæðaofni á vegg. 
Af herbergjagangi er útgengi á rúmgóða og skjólgóða afgirta verönd með heitum potti. 
Bílskúr er með heitu og köldu vatni og áföstum hillum á vegg. 

Framkvæmdasaga, frá fyrri eigendum:
  • Skipt um járn og undirlag á þaki ásamt þakrennum og þakkanti. 
  • Gluggar á norðurgafli og austurhlið endurnýjaðir. 
  • Gólfhiti settur í öll rými. 
  • Baðherbergi endurgert með upphengdu salerni og innbyggðum sturtutækjum.
Framkvæmdir síðastliðin tvö ár, núverandi eigenda: 
  • Skipt um rárennsli að öllum tækjum og niðurföllum.
  • Nýir neysluvatnsstofnar frá tengigrind í bílskúr voru lagðir að eldhúsi, vaskahúsi og gestasalerni. 
  • Tengigrind í þvottahúsi var endurlögð og færð niður undir gólfefni. 
  • Frárennslis- og vatnslása brunnur var sett á frárennsliskerfi og gert ráð fyrir niðurföllukm í bílaplani.
  • Búið að jarðverggskipta í bílaplani niður að 1,5m og fyllt með frostfríum jarðvegi, bílaplan því tilbúið fyrir lagningu á snjóbræðslu og yfirborðsfrágangs. 
  • Ídráttarrör fyrir nýtt rafmagns inntak (50mm) og ídráttarrör fyrir rafmagn í bílskúr ( 40mm). 
  • Á gestasalerni voru allar lagnir endurnýjaðar og sett upphengt salerni. 
  • Heitum potti var komið fyrir ásamt grind og klæðningu. 
  • Grasflöt var sett á norðurgafl í staðin fyrir möl og gróðursettur runni út við gangstétt (Raðtoppur) og grasflöt á suðurhlið hefur verið jöfnuð. 
  • Fyrirhugað er að flísaleggja gólf í vaskahúsi með 60x60 cm flísum, samskonar og er á baðherbergi. 
  • Allar pípulagnir hússins eru því uppgerðar í plasti og alupexi.
Allar nánari upplýsingar veita:
Júlíus Jóhannsson, lögg. fasteignasali [email protected] sími 823-2600, í félagi FF
Monika Hjálmtýsdóttir, viðskiptafr., lögg. fasteignasali [email protected] sími 823-2800, í félagi FF
Láttu okkur selja fyrir þig. Hafðu samband og við veitum þér sölu- og kaupráðgjöf án skuldbindingar

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 74.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband