Söluauglýsing: 1210332

Norðurhella 13

221 Hafnarfjörður

Verð

46.900.000

Stærð

45.6

Fermetraverð

1.028.509 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

40.900.000

Fasteignasala

Fasteignasalan TORG

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 1 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

MATTHILDUR SUNNA LGFS OG TORG FASTEIGNASALA KYNNA Í EINKASÖLU:  Falleg, 45,6 fm, tveggja herbergja íbúð á neðri hæð, í nýlegu, tveggja hæða fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist í alrými með stofu og eldhúsi, hálf lokað svefnherbergi, baðherbergi og geymslu innan íbúðar. Útgengt er á sérafnotareit til norðausturs, 8,6 fm, frá alrými.

Allar nánari upplýsingar veitir Matthildur Sunna Þorláksdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma 690-4966 eða [email protected].

Nánari lýsing: Komið er inn á anddyrisgang, þar er geymsla á vinstri hönd og rúmgott baðherbergi á hægri hönd með ljósri viðarinnréttingu, sturtu með glervegg, upphengdu salerni og flísalagt að hluta. Alrými er með stofu og eldhúsi. Eldhús er með ljósri innréttingu með dökkri borðplötu, innbyggðum ísskáp og frystir og innbyggðri upþvottavél.
Svefnherbergi er lokað af að hluta og er með góðu skápaplássi. Gengið er út á 8,6 fm sérafnotareit út frá stofu.
Öll tæki eru AEG frá Ormsson ehf, blöndunartæki í eldhúsi og baðherbergi eru frá Grohe og innréttingar eru smíðaðar í Litháen og settar upp af Voke3.
Gólfefni íbúðar er vínylparket, fyrir utan baðherbergi, sem er flísalagt að hluta með ljósum flísum. Myndavéladyrasími er í anddyri.
Hjóla- og vagnaskýli á lóð.

Allar nánari upplýsingar veitir Matthildur Sunna Þorláksdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma 690-4966 eða [email protected].


Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,-. Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 
 
TORG fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.





 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband