Söluauglýsing: 1208933

Laugarnesvegur 57

105 Reykjavík

Verð

136.000.000

Stærð

205.6

Fermetraverð

661.479 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

135.000.000

Fasteignasala

Húsaskjól

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 41 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

HÚSASKJÓL KYNNIR:

Laugarnesvegur 57, 105 Reykjavík er seldur og er í fjármögnunarferli. Mjög mikil eftirspurn er eftir einbýlishúsum með amk 4 svefnherbergjum í 105 Reykjavík og nærliggjandi póstnúmerum. Fjölmörg tilboð bárust og spenntir kaupendur sem bíða eftir sambærilegri eign. Margir eiga eftir minni eign í hverfinu sem gæti hentað í skipti. Við erum 22 kaupendur á skrá að sambærilegum eignum.

Á hvað eru íbúðir í 105 Reykjavík að seljast? Smelltu hér til að sjá alla kaupsamninga á íbúðum í 105 Reykjavík

Ef þú átt eftir að selja þá er mikilvægt er að vera með staðfest verðmat á þinni eign til að geta sent inn raunhæf tilboð og verið samkeppnishæfur við aðra kaupendur. Smelltu hér til að bóka sölumat á þinni eign. 

Fáðu ábendingu á nýjar eignir úr kaupóskakerfinu

Meðmæli fyrri viðskiptavina
Fylgdu mér á Instagram
Fylgdu mér á TikTok

Einbýlishús á 2 hæðum auk kjallara við Laugarnesveg 57, 105 Reykjavík. Aukaíbúð í kjallara með sérinngangi og frístandandi bílskúr á lóð. Húsið er timburhús með steyptum kjallara, byggt árið 1944 með síðari tíma viðbótum. Eignin er öll á einu fastanúmeri og skráð 205,6 fm, þar af er aukaíbúðin 41,9 fm og bílskúrinn 26 fm. Lóðin er stór og gróin með matjurtagarði og nýlegri hellulögn. Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl. Bílskúrinn er með heitu og köldu vatni og bílskúrshurðaopnara.


SMELLTU HÉR TIL AÐ BÓKA TÍMA Í SÖLUSÝNINGU OG  SÆKJA UPPLÝSINGABÆKLING FYRIR LAUGARNESVEG 57. Ef þú átt eftir að selja þá er mikilvægt er að vera með staðfest verðmat á þinni eign til að geta sent inn raunhæf tilboð og verið samkeppnishæfur við aðra kaupendur. Smelltu hér til að bóka frítt sölumat á þinni eign. 

Smelltu hér til að skoða myndband af Laugarnesvegi 57
Smelltu hér til að skoða teikningar af Laugarnesvegi 57


Lýsing eignar:

Miðhæð: Gengið er inn á miðhæð hússins og komið inn í forstofu með með flísum og fatahengi. 2 rúmgóðar stofur með fallegum horngluggum og parketi. Eldhús er með L-laga innréttingu, efri og neðri skápum (gott skápapláss), borðkrókur, flísar á gólfi sem og milli innréttinga, gestasalerni er á hæðinni með flísum á gólfi og upp hálfan vegg. Mjög mikið af gluggum á hæðinni sem gera hana bjarta og skemmtilega.
Efrihæð: Gengið upp fallegan viðarstiga í risið. 4 svefnherbergi öll með parketi á gólfi og 3 með skápum, frá hjónaherbergi er gengið út á suðursvalir. Baðherbergi er með flísum á gólfi og upp hálfan vegg, baðkar, gluggi og hvít innrétting. Frá holi er gengið út á yfirbyggðar svalir sem snúa yfir garðinn. Þvottahús á hæðinni með dúk á gólfi og glugga.
Aukaíbúð: er með sérinngangi en einnig er innangengt í hana frá miðhæðinni. Gengið er inn í forstofu með flísum á gólfi, 2 geymslur (önnur köld, hin hefur verið nýtt sem vinnuherbergi), 2 svefnherbergi annað með korki og hitt með plastparketi. Eldhús er með innréttingu á tveimur veggjum, efri og neðri skápar, korkur á gólfi. Stofan er með plastparketi. Baðherbergi er með flísum á gólfi, sturtuklefa, salerni og glugga. Rúmgott þvottahús er á hæðinni með máluðu gólfi og þremur gluggum. Íbúðin er skráð 41,9 fm en hins vegar er gólfflötur tæpir 70 fm. Gamli stíllinn hefur fengið að njóta sín og eru t.d. allir tékkskápar, eldhúsinnrétting á miðhæð og hluti eldhúsinnréttingar í kjallara upprunalegt. 3ja fasa rafmagn er í húsinu.
Bílskúr er frístandandi með bílskúrshurðaopnara og heitu og köldu vatni.

Falleg lóð með matjurtagarði og nýlegri hellulögn þar sem gert er ráð fyrir heitum potti norðanmegin við húsið. Snjóbræðslukerfi. Jarðvegsskipti fóru fram á allri lóðinni fyrir nokkum árum, m.a. með nýrri drenlögn. Við það tækifæri voru vatnslagnir að húsinu endurnýjaðar og ljósleiðari lagður inn í hús. Fánastöng til suðurs setur fallegan svip á lóðina ásamt vegghleðslu við lóðamörk framan húss þar sem notuð er hin forna aðferð "grjót og strengur". Hleðslan heitir Heimboði og var notaður til innblástur hleðslunnar í Sky Lagoon.

Samantekt: Virkilega spennandi og falleg eign miðsvæðis í Reykjavík

Hvað segja eigendur um húsið: Stór innkeyrsla og bakgarður, nægt pláss fyrir gróður og eldstæði. Nýlega er búið að taka garðinn í gegn, matjurtagarðurinn býður upp á mikla möguleika sérstaklega í samtvinningi við yfirbyggðu svalirnar sem eru fullkomin aðstaða fyrir ræktun og forræktun.
4 frábær kaffihús í göngufæri (Trung, Laugalækur, Te og Kaffi og Hostel), 2 ísbúðir í göngufæri. Mikil þjónusta í göngufæri s.s. sundlaugin, bakarý og Borg29 mathöll. Gott internetsamband í húsinu. 
Borgartún 29 er með vinnustöðvar fyrir fólk sem vill ganga í vinnuna. Nýbúið að gera upp götuna. 
Frábært fjölskylduhús sem er vel staðsett og fullkomin blanda af borgarlífi og grænu svæði í hjarta Reykjavíkur. Gott aðgengi að tveimur stofnbrautum svo það er fljótlegt að koma sér út úr hverfinu en samt ertu bara 15 mínútur að labba í miðbæ Reykjavíkur. Mikil þjónusta í göngufæri.

Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir löggiltur fasteignasali í email: [email protected] eða í síma frá 09:00-17:00 á virkum dögum: 863-0402
Ef þú átt eftir að selja þá er mikilvægt er að vera með staðfest verðmat á þinni eign til að geta sent inn raunhæf tilboð og verið samkeppnishæfur við aðra kaupendur.
Smelltu hér til að bóka frítt sölumat á þinni eign. 

Kynntu þér nýlegar sölur í þínu hverfi
Fáðu ábendingu á nýjar eignir úr kaupóskakerfinu

Meðmæli fyrri viðskiptavina

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer,  sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​ 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald.  Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband