26.01.2024 1208896

Söluskrá FastansTjarnartún 3

600 Akureyri

hero

24 myndir

66.900.000

637.143 kr. / m²

26.01.2024 - 21 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 16.02.2024

2

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

105

Fermetrar

Fasteignasala

Byggð

[email protected]
464-9955
Sólskáli
Heitur pottur
Verönd
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

    

Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala

Tjarnartún 3

Mjög vel skipulögð þriggja herbergja raðhúsaíbúð á einni hæð með þvottahúsi, geymslu og afar vönduðum sólskála á vinsælum stað í Naustahverfi. Eignin er samtals 105 fm. að stærð þar af er sólskálinn 10 fm. Steypt bílaplan er fyrir framan eignina og góð steypt verönd með geymsluskúr sem snýr til suðurs. 


Eignin skiptist í forstofu, geymslu, þvottahús, tvö svefnherbergi, baðherbergi stofu og eldhúsi í sameiginlegu rými auk sólskála. 

Forstofa er með flísar á gólfi og þar er fataskápur. 
Geymsla inn af þvottahúsi er einnig með flísar, góðum hillum og opnanlegu fagi. 
Stofa er með parket á gólfi og þaðan er gengið í sólskála. 
Eldhús er með parket á gólfi, góðri innréttingu með stæði fyrir uppþvottavél og bakaraofn í vinnuhæð. Flísar eru á milli efri og neðri skápa. 
Sólstofa er vönduð með gólfhita, flísar á gólfi og þaðan er útgengt út á steypta verönd.
Þvottahús er með flísar á gólfi, stæði fyrir þvottavél og þurrkara og þaðan er aðgengilegt á geymsluloft yfir allri íbúðinni um fellistiga. 
Svefnherbergi eru tvö, bæði með parket á gólfi og fataskápum. 
Baðherbergi er rúmgott með flísar á gólfi, góðri innréttingu í kringum vask og skáp bakvið hurð, baðkari með sturtutækjum og upphengdu salerni.   

Annað: 
-Sólstofa er með öryggis- eða brunagleri á vestur hlið hans
-Hitiþráður í rennum
-Lagt er fyrir frárennsli á verönd svo hægt væri að koma fyrir heitum potti
-Mjög vinsæl staðsetning í Naustahverfi, stutt í leik- og grunnskóla



Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 


Frekari upplýsingar:
[email protected]
[email protected]
[email protected]
[email protected]

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 


 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010102

Raðhús á 1. hæð
105

Fasteignamat 2025

65.950.000 kr.

Fasteignamat 2024

64.250.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband