Söluauglýsing: 1207517

Laxatunga 35

270 Mosfellsbær

Verð

141.000.000

Stærð

212.2

Fermetraverð

664.467 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

130.350.000

Fasteignasala

Fasteignasala Mosfellsbæjar

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 57 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

** Hafðu samband og bókaðu tíma fyrir skoðun - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - [email protected] eða 698-8555 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - [email protected] eða 690-8040 - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - [email protected] eða 862-9416 **
 
Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Fallegt og vel skipulagt fimm herbergja 212,2 m2 einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr við Laxatungu 35. Húsið skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, eldhús, tvö baðherbergi, fjögur svefnherbergi, þvottahús og bílskúr. Húsið er timbureiningarhús, klætt að utan. Loftræstikerfi er í húsinu. Gott skipulag. Fallegar innréttingar og gólfefni.
Bílaplan er hellulagt. Rafhleðslustöð fyrir rafbíl. Timburverönd með heitum potti í suðurátt. Gönguleið er frá bílaplani að timburverönd.  Lóð er að öðru leiti malarlögð. Mjög fallegt útsýni er frá húsinu. Eignin er staðsett í fjölskylduvænu hverfi í Mosfellsbænum. Stutt er í leikskóla, almenningssamgöngur, vinsælar gönguleiðir og útivistarsvæði.
Birt stærð eignar eru 212,2 m2, þar af er einbýli 175,8 m2 og bílskúr 36,4 m2.

Eignin getur verið laus til afhendingar fljótlega.
Nánari lýsing:
Forstofa með stórum fataskápum og parketflísum á gólfi.
Eldhús, stofa, borðstofa og hol eru í rúmgóðu rými með harðparketi á gólfi. Í eldhúsi er falleg L-laga innréttingu og eyja með miklu skápaplássi. Í innréttingu er innbyggður ísskápur, innbyggð uppþvottavél, bökunarofn, örbylgjuofn og spanhelluborð með gufugleypi. Úr stofu er gengið út á timburveröndina. Mikil lofthæð og innbyggð lýsing er í rýminu sem gerir það bjart og skemmtilegt.
Þvottahús er rúmgott með stórri innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, vaskur og mikið skápapláss. Parketflísar á gólfi. Úr þvottahúsi er útgengi út á lóð. Úr þvottahúsi er innangengt inn í bílskúrinn. 
Baðherbergi nr. 1 er flísalagt með innréttingu, vegghengdu salerni og sturtu. Úr baðherbergi er útgengi út á timburveröndina.
Baðherbergi nr. 2 er inn af hjónaherbergi, með vegghengdu salerni og sturtu. Ekki er búið að setja upp borðplötu og vask. Borðplata og vaskur fylgja með. Sturtugler vantar.
Herbergi nr. 1 (hjónaherbergi) er rúmgott með fataskápum og sér baðherbergi
Herbergi nr. 2 er með fataskápum og harðparketi á gólfi.
Herbergi nr. 3 er með fataskápum og harðparketi á gólfi.
Herbergi nr. 4 er með fataskápum og harðparketi á gólfi.
Bílskúr er rúmgóður með flísum á gólfi. Vinnuborð og geymsluloft er í bílskúr. Úr bílskúr er innangengt í þvottahús.

Verð kr. 141.000.000,-



Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar - er skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband