Söluauglýsing: 1204217

Hólavegur 26

550 Sauðárkrókur

Verð

90.000.000

Stærð

231.9

Fermetraverð

388.098 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

63.550.000

Fasteignasala

Landmark

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 36 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

LANDMARK fasteignamiðlun og Júlíus Jóhannson, lögg. fasteignasali (s: 823-2600 / [email protected]) kynna:

 Mikið endurnýjað og sjarmerandi 199,9 fm einbýlishús á tveimur hæðum ásamt 32,0 fm bílskúr við Hólaveg 26 á Sauðárkróki. Birt heildarstærð hússins er samtals 231,9 skv. skráningu Þjóðskrá Íslands.

Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu og því talsvert breytt frá upprunalegri mynd, þ.á.m. hafa verið byggðar tvær viðbyggingar, við forstofu annars vegar og spa aðstöðu hins vegar. Sjá lista yfir endurbætur neðar í lýsingu. Hugað er vel að ýmsum frágangi, t.a.m. er víða niðurtekin loft með innbyggðri lýsingu og viðarklæðningar á veggjum sem setja fallegan svip á rými og bæta hljóðvist. Innréttingar og innihurðir eru af vandaðri gerð. Gólfhiti er í húsinu. Skjólsæll og fallegur garður er vestan megin við húsið, þar er lóðin afgirt með stórri verönd, heitum potti og stórum grasfleti auk þess sem hár trjágróður fær að njóta sín. Verönd er einnig framan við húsið og er möl í innkeyrslu. 

Sækja söluyfirlit strax


Gott skipulag er á húsinu.
Neðri hæð: Stór forstofa, eldhús, stofa, borðstofa, fjölskyldurými (sjónvarpshol), baðherbergi og spa-rými með slökunarrými, búningsaðstöðu og gufubaði. Úr spa-rýminu er útgengi á verönd og heitan pott.
Efri hæð:  Fjögur svefnherbergi, þar af hjónasvíta með stóru fataherbergi og salernisaðstöðu, stórt baðherbergi með baðkari og sturtu ásamt þvottaaðstöðu, svalir í austur. 


Nánari lýsing neðri hæðar
Forstofa er rúmgóð með spegla fataskápum, harðparket á gólfi. 
Stofa og borðstofa er björt og rúmgóð, útgengi á baklóð, harðparket á gólfi. 
Eldhús er með hvítri fallegri innréttingu með góðu skúffu- og skáparými, innbyggðri uppþvottavél, bakarofni og örbylgjuofni í vinnuhæð og eyju með spanhelluborði. Tengi er fyrir tvöfaldan ísskáp. Innst í eldhús eru svartir djúpir skápar með góðu geymslurými og vínskápur sem fylgir. Útgangur á baklóð. Harðparket á gólfi. 
Sjónvarpshol er rúmott, harðparket á gólfi.
Baðherbergi I er með flísum á gólfi og á vegg í kringum sturtu og vatnskassa, með upphengdu salerni, baðinnréttingu, handkæðaofn á vegg. 
Spa-rými er inn af baðherbergi með flísum á gólfi, búningsaðstöðu og saunu með glugga. útgengi á verönd og heitan pott. 

Lýsing efri hæðar
Úr forstofu er gengið upp tepplagðan stiga.
Gangur er með harðparketi á gólfi. Útgengi á svalir í austur. 
Hjónasvíta er rúmgóð með stóru fataherbergi með góðum fataskápum, harðparket á gólfi. Lítil snyrting er inn af herberginu með upphengdu salerni og handlaug, harðparket á gólfi. 
Svefnherbergi II er rúmgott með spegla fataskáp, harðparket á gólfi. 
Svefnherbergi III er með sérsmíðuðu rúmi (um 190 cm), harðparketi á gólfi. 
Baðherbergi er mjög rúmgott með flísum á gólfi, við sturtu og baðkar með upphengdu salerni, stórri sturtu, baðkari og baðinnréttingu. Tengi fyrir þvottavél sem falin er í innréttingu. 
Svefnherbergi IIII er mjög rúmgott með spegla fataskáp, harðparket á gólfi. 
Bílskúr stendur innst í innkeyrslu og nýtist núverandi eigendum sem geymsla og afþreyingarrými. Verðönd er fyrir framan gönguhurð sem vísar út í garð. 

Viðhald og endurnýjun:
Viðbygging forstofa                                                      2013
Pallur                                                                            2014-2020
Ný eldhúsinnrétting                                                      2015
Endurnýjun á baðherbergi á efri hæð og lagnir           2018
Neðri hæð endurnýjuð                                                 2018
Gólfhiti í neðri hæð                                                      2018
Gluggar á neðri hæð                                                   2019
Klæðning á Suð-vesturhlið                                          2019
Viðbygging SPA                                                          2019
Salerni neðri hæð endurnýjað og tæki og lagnir         2019
Heitur pottur                                                                2020
Gluggar efri hæð                                                         2020
Þak endurnýjað                                                           2020
Nýtt gólfefni – harðparket                                            2021
Stigi milli hæða endurnýjaður ásamt gólfefni               2021
Hjónaherbergi ásamt salerni endurnýjað                     2022
Innihurðir endurnýjaðar                                                2022
Allar neysluvatnslagnir nýjar                                        2015-2022
frárennsli yfirfarið                                                         2012
Nýjar rafmagnstöflur á efri og neðri hæð                      2018/2020
Rafmagn endurnýjað að hluta á framkvæmdartímabili

Allar nánari upplýsingar veita:
Júlíus Jóhannsson, lögg. fasteignasali [email protected] sími 823-2600, í félagi FF
Monika Hjálmtýsdóttir, viðskiptafr., lögg. fasteignasali [email protected] sími 823-2800, í félagi FF
Láttu okkur selja fyrir þig. Hafðu samband og við veitum þér sölu- og kaupráðgjöf án skuldbindingar

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 74.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Auglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
2 skráningar
90.000.000 kr.388.098 kr./m²28.05.2023 - 01.02.2024

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 2 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband