Söluauglýsing: 1202714

Hólmvað 62

110 Reykjavík

Verð

Tilboð

Stærð

165.7

Fermetraverð

-

Tegund

Rað/Par

Fasteignamat

124.750.000

Fasteignasala

Eignamiðlun

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 5 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Eignamiðlun kynnir:

Sérlega fallegt og vandað endaraðhús á einni hæð, frábærlega staðsett í jaðri byggðar í Norðlingaholti. Samtals birt stærð eignarinnar er 165,7 fermetrar sem skiptist í 139,6 fermetra íbúðarrými og 26,1 fermetra bílskúr. Húsið er afar bjart og stílhreint að innan, mikil lofthæð er í stofum, stórir og bjartir gluggar, arin, opið eldhús, þrjú rúmgóð herbergi, glæsilegur garður með pöllum, potti og skjólveggjum. Glæsilegt útsýni úr stofum og garði, einstök veðursæld vegna legu hússins.

Allar upplýsingar veitir Ólafur H. Guðgeirsson, MBA, lgfs., í síma 663-2508 eða [email protected] sem einnig sýnir eignina. Til að undirbúa kauptilboð þá er skynsamlegt að fá söluverðmat á þinni eign, þér að kostnaðarlausu. Hringið og ræðið málið í síma 663-2508.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT.


Góð aðkoma er að húsinu með stóru hellulögðu bílastæði og góðu rými fyrir 2-3 bíla. Gengið er upp eitt þrep við hlið bílskúrs að inngangi hússins, þar sem komið er inn í rúmgóða forstofu með stórum fataskáp og dyrum í bílskúr. Dökkgráar steinflísar eru á forstofugólfi. Forstofan opnast inn í bjart og skemmtilegt hol eða skála, þar sem er opið til stofu og dyr að öðrum rýmum hússins. Mikil lofthæð er í holinu, eins í og stofu og eldhúsi.

Stofa og eldhús er í mjög vistlegu opnu og björtu rými, mikil lofthæð, innfelld lýsing, bjartir gluggar í átt að garði og fallegur arin á vegg á móti stofugluggum. Gluggar í átt að garði eru á allri stofuhlið hússins, og er gengið úr stofu út á sólpalla í garðinum. Stofuhlið hússins snýr til suðurs, en húsið stendur alveg einstaklega vel við sól og m.t.t. ríkjandi vindátta á svæðinu. Garðurinn er mjög fallegur og skjólsæll með miklum gróðri sem tekur mið af náttúrulegu umhverfi lóðarinnar og hverfisins. Af sólpöllum er útsýni til Heiðmerkur, Bláfjalla, Rauðhóla og Hólmsár.

Eldhúsið er opið til stofu með gluggum að garði, með hvítri glansandi innréttingu frá Alno þar sem er steinn á borðum og milli skápa, stállituð tæki, hvít vifta yfir niðurfelldu helluborði. Dökkgráar steinflísar á gólfi.

Á stofum, holi og herbergjum er viðarparket úr breiðum borðum með „rustic“ áferð. Innihurðir og karmar er hvítt ásamt fataskápum. Innfeld lýsing og aukin lofthæð er í öllum íbúðarrýmum.

Úr holi er gengið í þrjú herbergi, baðherbergi og þvottahús. Herbergin eru öll rúmgóð og björt, hjónaherbergi með stórum fataskáp og svaladyrum út á sólpall, tvöfaldur fataskápur í öðru aukaherberginu.
Baðherbergi er fallegt og stílhreint eins og allt húsið, flísalagt með ljósum steinflísum á gólfi og veggjum, hvítri innréttingu, vegghengdu salerni, handklæðaofni og sturtuklefa úr sandblásnu gleri. Þvottahús er við hlið forstofu, með innréttingu og dökkgráum steinflísum á gólfi.

Bílskúr er vel búinn, með hurðaropnara, epoxy á gólfi, geymslu sem stúkuð er af í innri enda og geymslulofti ofan á geymslunni. Bílaplan framan við húsið er hellulagt með hitalögn. Hleðslustöð við bílskúr.

Garðurinn er einstakur, hannaður af Stanislas Bohic til að taka mið af náttúrulegu umhverfi svæðisins en einnig til að veita gott skjól og liggja vel við sól. Pallar og skjólveggir eru við suðaustur hlið hússins þar sem stofur og eldhús eru, og við enda hússins þar sem einnig er lítill geymsluskúr. Mikill gróður er utan pallanna, á milli göngustíga sem liggja útaf lóðinni. Engar lóðir liggja að þessarri heldur afmarkast hún af göngustígum og opnum svæðum.

Einstakt hús, stílhreint og fallegt, stórkostleg staðsetning.

Kostnaður kaupanda af kaupum:
1.
Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Eignamiðlun fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Kaupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna, en mælt er með því að kaupendur fasteigna fái óháðan fagaðila til að framkvæma formlega ástandsskoðun á eignum sem gert er tilboð í.

Eignamiðlun fasteignasala | Grensásvegi 11 | 108 Reykjavík | Sími 588 9090 | www.eignamidlun.is

***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband