Söluauglýsing: 1201459

Mánatún 5

105 Reykjavík

Verð

125.000.000

Stærð

141.9

Fermetraverð

880.902 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

106.300.000

Fasteignasala

LIND Fasteignasala

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 50 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Eignin er seld og því fellur niður fyrirhugað opið hús.

Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynnir glæsilega og vel staðsetta útsýnisíbúð á 6. hæð með tvennum svölum og tveimur baðherbergjum í afar vönduðu og nýlegu fjölbýlishúsi við Mánatún í Reykjavík. Íbúðin er alls 141,9 fm. með aukinni lofthæð (276 cm) ásamt því að vera með tvö sérmerkt bílastæði í bílakjallara.

Stórt alrými íbúðarinnar skiptist í stofu, borðstofu og eldhús. Stórir gólfsíðir gluggar eru í borðstofu og stofu með útgengi á svalir til suðvesturs. Stór hjónasvíta með miklu skápaplássi og glæsilegu útsýni yfir austurborgina, út á sundin og til fjalla. Baðherbergi I og þvottaherbergi inn af hjónasvítu. Útgengi á svalir til austurs úr hjónasvítu. Baðherbergi II er staðsett á gangi við alrými og stórt auka svefnherbergi þar inn af. Útgengi á svalir til austurs úr auka svefnherbergi með afar fallegu útsýni út á sundin og til fjalla.

Íbúðin er virkilega falleg með vönduðum innréttingum og eldhústækjum. Gólfhiti er í allri íbúðinni og vandað viðarparket á gólfum. Þvottaherbergi er innan íbúðar og rúmgóð 9,3 fermetra geymsla er staðsett í kjallara. Mynddyrasími er í íbúð ásamt loftræstikerfi. Tvær lyftur eru í húsinu. Sameign er öll hin snyrtilegasta með lyklalausu aðgengi á sameignarhurðum. Sameiginlegar svalir frá stigagangi til norðurs. Húsvörður er starfandi í húsinu.

Mánatún 5 er virkilega vel staðsett í hjarta höfuðborgarinnar. Gangstétt með snjóbræðslu og næg bílastæði við húsið. Stutt er í alla þjónustu við Borgartún og Nóatún, afþreyingu og iðandi atvinnulífið.  Laugardalurinn með allri sinni útivist og fallegum gönguleiðum í næsta nágrenni.

Nánari lýsing:

Forstofa: Er rúmgóð, með viðarparketi og góðu skápaplássi.
Eldhús: Með viðarparketi á gólfi og fallegri eikar eldhúsinnréttingu með eyju. Miele bakaraofn, Miele keramik helluborð og stál Elica eyjuháfur. Bosch uppþvottavél og Electrolux kæliskápu með frysti (hægt er að koma fyrir breiðari kæliskáp með einfaldri breytingu á eldhúsinnréttingu). Flísar á milli skápa, lýsing undir efri skápum og útloftun.
Stofa: Er rúmgóð með viðarparketi á gólfi og stórum gólfsíðum gluggum til suðurs. Útgengi á svalir og útsýni m.a. að Háteigskirkju.
Svalir I: Eru rúmgóðar með flísum á svalagólfi og útsýni til suðvesturs.
Borðstofa: Er rúmgóð með viðarparketi á gólfi og stórum gólfsíðum gluggum til vesturs.
Hjónasvíta: Er stór með viðarparketi á gólfi og miklu skápaplássi. Stórir gluggar til austurs með afar fallegu útsýni yfir austurborgina, út á sundin og til fjalla. Útgengi á svalir II frá hjónasvítu. Baðherbergi I og þvottaherbergi er inn af hjónasvítu.
Svalir II: Snúa til austurs með flísum á svalagólfi. Afar fallegt útsýni m.a. út á sundin, að Viðey, Laugarnestanga, Esjunni, Móskarðshnjúkum, Úlfarsfelli og víðar.
Baðherbergi I: Með flísum á gólfi og veggjum. Stór flísalögð sturta með glerþili. Falleg innrétting með skápaplássi við vask, handklæðaofn, upphengt salerni og útloftun.
Þvottaherbergi: Er rúmgott með flísum á gólfi. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara, vinnuborð og vaskur. Útloftun.
Svefnherbergi II: Er stórt með viðarparketi á gólfi og skápum. Stórir gluggar til austurs með fallegu útsýni. Útgengi á svalir II.
Baðherbergi II: Með flísum á gólfi og veggjum. Flísalögð sturta með gleriþili og falleg innrétting við vask. Upphengt salerni, handklæðaofn og útloftun.

Bílageymsla: Tvö sérmerkt bílastæði (nr. 43 og 44) til hliðar við hvort annað fylgja íbúðinni í kjallara. Mjög snyrtilegur bílakjallari þar sem búið er að tengja töflur að stæðum svo hægt sé að tengja rafhleðslustöð við hvert og eitt stæði. 
Geymsla: Er 9,3 fermetrar að stærð. Staðsett á -2. hæð.
Hjóla- og vagnageymsla: Er sameiginleg og er staðsett á -1. hæð.

Nánari upplýsingar veitir:
Heimir F. Hallgrímsson lögg. fasteignasali og lögfræðingur í síma 849-0672 eða tölvupóstinum [email protected]

 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband