04.01.2024 1199905

Söluskrá FastansSigluvogur 14

104 Reykjavík

hero

45 myndir

129.900.000

622.723 kr. / m²

04.01.2024 - 1 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 05.01.2024

5

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

208.6

Fermetrar

Fasteignasala

RE/MAX

[email protected]
864-0061
Bílskúr
Verönd
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir sjarmerandi fjölskyldueign á tveimur hæðum með bílskúr á besta stað í Laugardalnum. Eignin er 7 herbergja á tveimur hæðum í tvíbýli, ásamt bílskúr, að Sigluvogi 14 í Reykjavík. Eignin er í rólegum botnlanga og næg bílastæði inni á lóð og við lóðamörk. Eignin er á tveimur hæðum og er sér inngangur inn í íbúð af tröppum. Lóðin er gróin og með nýlegri viðarverönd. Stutt er í skóla á öllum stigum sem og íþróttasvæði, sundlaug, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og útivistarsvæði. Einnig er göngufæri við fjölbreytta verslun og þjónustu. 

Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, fjögur svefnherbergi, fataherbergi, baðherbergi, gestasalerni, þvottahús, geymslu og bílskúr. Eignin er skráð hjá Þjóðskrá Íslands 208,6 m2. Íbúðarrými 162,3 m2 og bílskúr 46,3 m2.

**VINSAMLEGA BÓKIÐ TÍMA Í SKOÐUN MÁNUD. 8. JANÚAR MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR.


HÉR MÁ NÁLGAST 3D MYNDBAND AF EIGNINNI. KÍKTU Í HEIMSÓKN.
Söluyfirlit má nálgast hér

Nánari lýsing neðri hæðar:
Forstofa er beint inn af steyptum útidyratröppum. Fatahengi fyrir innan og gestasalerni. Fallegt viðarparket á gólfum og flæðir það um flest rými hæðarinnar.
Gestasalerni er inn af forstofu. Gert upp fyrir nokkrum árum. Parket á gólfi og veggflísar upp hluta veggja. Upphengt salerni, veggfestur hvítur skápur og innrétting undir handlaug. Kýrauga með opnanlegu fagi.
Stofa og borðstofa eru í opnu rými með holi upp á 2. hæð. Fallegir nýlegir franskir gluggar á tvo vegu. Nýtt parket á gólfi.
Eldhús er nýlega uppgert. Hvít innrétting og eyja með helluborði og háfi úr lofti. Hægt er að koma fyrir nokkrum háum stólum við eyju. Í innréttingu er innbyggð uppþvottavél sem fylgir. Tvöfaldur ísskápur getur fylgt. Nýr Miele ofn. Parket á gólfi.
Herbergi I er inn af stofu og var hurð í það úr stofu, en gengið er inn í það í dag af stigapalli niður í sameign. Svartur opinn fataskápur. Parket á gólfi.
Stigi milli hæða innan íbúðar er einstaklega sjarmerandi og bjartur. Gluggi á stigapalli er nýr. Parket er gegnheilt og niðurlímt.

Nánari lýsing efri hæðar:
Herbergi II
er mjög rúmgott. Opið inn í fataherbergi inn af svefnherbergi. Parket á gólfi.
Fataherbergi er með opnum fataskápum á parketlögðu gólfi. Svalahurð er út af herbergi. Skv. teikningum var einnig hægt að ganga inn í herbergið af herbergisgangi. 
Herbergi III er með hvítum opnum fataskáp. Parket á gólfi.
Herbergi IV er með svörtum opnum fataskáp. Parket á gólfi.
Baðherbergi er nýlega upp gert. Baðkar, walk-in sturtuklefi og svört innrétting með hvítri borðplötu og handlaug. Efri skápar eru með speglahurðum og lýsingu. Inni í innréttingu er pláss fyrir þvottavél og þurrkara. Gólfflísar ná einnig upp baðkar og inn í veggi við sturtu. Gluggi og opnanlegt fag.
Salerni er sér við hlið baðherbergis. Upphengt salerni og skápur undir handlaug. Gólfflísar eru eins og inni á öðrum baðherbergjum. 

Nánari lýsing kjallara:
Geymsla er sér í sameign í kjallara.
Þvottahús er í sameign í kjallara ásamt kyndiklefa og rafmagnsinntaki.

Bílskúr er innarlega í lóðinni. Framan við bílskúr er malarplan.
Garður er í sameign með íbúð í kjallara. Gróinn opinn garður með viðarverönd.

Smekkleg og vönduð eign sem vert er að skoða.

Endurbætur: Nýir gluggar eru í eigninni þ.e. á 2. og 3. hæð, að undanskildum tveimur hringlaga gluggum (kýrauga). Parket á neðri hæð er nýtt og búið er að leggja fyrir gólfhita. 
Baðherbergi, salernisrými og gestasalerni endurnýjuð fyrir nokkrum árum og lóðréttur stammi endurnýjaður samhliða. Einnig neysluvatnslagnir úr kjallara og upp. Rafmagn er endurnýjað í eldhúsi og baðherbergi. Rafmagnstafla í sameign hefur verið endurnýjuð. Viðarverönd framan við hús var byggð árið 2020.

Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / [email protected] 

-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Við erum að vinna að uppfærslu á Verðmati Fastans. Það kemur aftur von bráðar.

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
126.000.000 kr.208.60 604.027 kr./m²202074224.02.2024

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

VerðsagaVerðsaga

Byggt á þinglýstum kaupsamningum

Byggir á kaupsamningum sem deila heimilsfangi og stærð

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

AuglýsingasagaAuglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
3 skráningar
129.900.000 kr.622.723 kr./m²04.01.2024 - 05.01.2024

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 3 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010001

Íbúð á jarðhæð
58

Fasteignamat 2025

46.600.000 kr.

Fasteignamat 2024

44.050.000 kr.

010101

Íbúð á 1. hæð
208

Fasteignamat 2025

113.600.000 kr.

Fasteignamat 2024

106.700.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

  1. Áður gerður bílskúrSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum bílskúr úr holsteini, sem var byggður 1960 á lóð nr. 14 við Sigluvog. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. september 2011 fylgir erindinu. Stærð: 46,2 ferm., 126,6 rúmm.

    8000 + 10128

  2. Áður gerður bílskúrFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum bílskúr úr holsteini, sem var byggður 1960 á lóð nr. 14 við Sigluvog. Stærð: 46,2 ferm., 126,6 rúmm.

    8000 + 10128

  3. BílskúrFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun

  4. BílskúrFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun


Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

PóstlistiÁbendingarHafa samband