Söluauglýsing: 1197632

Klukkuberg 40

221 Hafnarfjörður

Verð

125.000.000

Stærð

286.2

Fermetraverð

436.758 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

133.500.000

Fasteignasala

Landmark
hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 64 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

LANDMARK FASTEIGNAMIÐLUN 512.4900 KYNNIR:
Um er að ræða stórglæsilegt hönnunarhús í suðurhlíðum Hafnarfjarðar Setbergslandinu með óviðjafnarlegu útsýni til austurs, suðurs og vesturs.
Húsið er teiknað af Vífli Magnússyni og hefur fengið verulega athygli fólks í gegnum tíðina. Einn eigandi er að húsinu frá upphafi.
Gott hús fyrir stórfjölskylduna og/eða með möguleika á leigutekjum.
Eignin 286.2 fm samkvæmt FMR og skiptist í þrjár hæðir auk bílskúrs og er sérinngangur á hverja hæð.
EIGENDUR SKOÐA SKIPTI Á ÓDÝRARI ÍBÚÐ.


Áhugasamir aðilar er beðnir um að bóka skoðunartíma HÉR hjá:
Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900.820 eða [email protected]

Eignin skiptist í:
Forstofu, hol, þrjár stofur, borðstofu, herbergjagangur, fjögur svefnherbergi, fjögur baðherbergi, þvottaherbergi, studioíbúð og bílskúr.
Tvennar suður-svalir og mjög stór afgirt suður-verönd á neðstu hæð.
Gott svæði milli bílskúrs og húss sem býður uppá mikla möguleika, verönd/pall/byggja yfir o.s.frv.

FASTEIGNAMAT ÁRSINS 2024 KR. 155.300.000

Nánari lýsing á eign:
Á aðalhæð er komið inní forstofu sem er með fataskápum.
Gestabaðherbergi er innaf forstofu.
Mjög rúmgóðar stofur renna saman í eitt rými, borstofa, stofa og setustofa með hlöðnum arni, geggjað útsýni er úr stofurýmum. Gott rými er á milli húseignar og bílskúrs þar sem að mætti útbúa skemmtilegt svæði, útgengi er á það um aðalinngang.
Eldhús er opið að hluta inn í stofu og er hlaðinn veggur á milli stofu og eldhúss og þar er eldunareyja, snyrtilega eikar-innrétting með efri og neðri skápum, granít-steinn í borðplötum, Span-helluborð, gert er ráð fyrir uppþvottavél og tvöföldum ísskáp í innréttingu, aukin lofthæð er á allri efri hæð.
Stigi úr stofurými er niður á miðhæðina þar sem að er komið í hol/pall og af honum er gengið í önnur rými þeirrar hæðar, sérinngangur er einnig á þessa hæð.
Hjónaherbergi er rúmgott með fataherbergi innaf og innaf því er flísalagt baðherbergi með sturtuklefa og salerni, útgengt á suður-svalir úr hjónaherbergi.
Þrjú önnur góð svefnherbergi á hæðinni og er útengt úr einu þeirra á suður-svalir.
Rúmgott þvottaherbergi með ágætis innréttingu.
Aðalbaðherbergi á hæðinni er tilbúið til innréttinga, búið að leggja allar lagnir fyrir salerni/baðkar/sturtu/vask/handklæðaofn, gluggi er á baðherberginu.
Af holi/palli er stigi áfram niður á jarðhæð, sem býður uppá mikla möguleika en þar er einnig sérinngangur þar er tilbúin í dag studíoíbúð sem að nýtt er sem geymsla/vinnustofa, flísalagt baðherbergi með sturtuklefa og salerni, í alrými er eldri eldhúsinnrétting með ágætis skápum útgengt er úr studioíbúð á tvo vegu út í stofurými/sólstofu og er hitaveitupottur þar, útgengt á afgirta ca. 100 fm suður-verönd úr skála/stofu.
Bílskúr er framan við húseign og er hann með tveim bílskúrshurðum og hægt að keyra í gegnum hann drive thru bílskúr, heitt, kalt vatn og rafmagn í bílskúr, ágætis geymslurými innaf bílskúr og eins er útigeymsla við hlið bílskúrs.
Á milli bílskúrs og húseignar er ónýtt rými sem að býður uppá mikla möguleika t.d girða af og setja niður afgirtan pall þar.
Gólfefni eignar: Flísar og parket á gólfum húseignar.

-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sveinn Eyland lögg.fasteignasali gsm: 6900.820 eða [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 74.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband