Söluauglýsing: 1195435

Sunnuflöt 37

210 Garðabær

Verð

225.000.000

Stærð

278.5

Fermetraverð

807.899 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

156.100.000

Fasteignasala

Landmark
hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 11 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

LANDMARK FASTEIGNAMIÐLUN & SVEINN EYLAND LGF. S. 6900.820 KYNNA:
Um er að ræða vel skipulagt og fjölskylduvænt 278.5 fm einbýlishús sem stendur ofan götu á  vinsælum stað á Sunnuflöt í Garðabæ.
Eignin fékk töluvert mikla endurnýjun árið 2017 og er í mjög góðu ástandi.
Miklir möguleikar eru til staðar ef að fólk vildi stækka við húseign en stærð lóðar býður upp á umtalsverða stækkunarmöguleika.


Eignin skiptist á eftirfarandi hátt;
Íbúðarrými aðalhæðar er 191.5 fm, íbúðarherbergi á jarðhæð 45 fm með sérinngangi og tvöfaldur bílskúr á jarðhæð 42 fm.
Húsið er í Fúnkisstíl og byggt í U með gólfsíðum gluggum á aðalhæð úr gegnheilum við úr Oregon pine sem snúa inn í skemmtilegan, skjólgóðan garð í miðju húseignar þar sem er steyptur heitur pottur.

Upplýsingar um eign og bókun á skoðunartíma:
Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900-820 eða [email protected]

FÁÐU SÖLUYFIRLIT YFIR EIGN STRAX HÉR.

Eignin skiptist í:
Aðalhæð: forstofa, hol/alrými, eldhús, stofa, borðstofa, arinstofa, herbergjagangur, aðalbaðherbergi, gestabaðherbergi, þvottaherbergi, þrjú svefnherbergi, þ.á.m. hjónaherbergi með fataherbergi.
Neðri hæð: stigi er á milli hæða og á neðri hæð er 45 fm herbergi sem er með sérinngangi, snyrting, köld geymsla, tvöfaldur bílskúr og lítil útigeymsla.
Skemmtilegur aflokaður garður/verönd í miðri húseign en þar er steyptur heitur pottur.

Nánari lýsing á eign:
Forstofa með innbyggðum fataskápum, innaf forstofu er fallegt gestabaðherbergi.
Hol/alrými þaðan sem að gengið er í önnur rými eignarinnar, innbyggður fataskápur.
Stofa, borðstofa og eldhús er eitt opið bjart og skemmtilegt rými, bjartir gluggar til suðurs. Innaf stofurými er sjónvarps/arinstofa sem er aðskilin með léttum vegg, fallegur hlaðinn arinn með Drápuhlíðargrjóti. 
Eldhús er með veglegri innréttingu úr spónlagðri eik sem er með góðu geymsluplássi, vönduð Gaggenau eldhústæki, vegleg eldhúseyja aðskilur eldhús og stofurými með helluborði og innbyggðum gufugleypi, marmarasteinn í borðplötum, innbyggð uppþvottavél í eldhúsi.
Stofa/borðstofa er eitt opið og bjart rými með miklum gluggum til suðurs og innaf stofurými er sjónvarps/arinstofa með fallegum arni.
Herbergjagangur er L-laga og af honum eru þrjú góð svefnherbergi (voru fjögur áður) fataherbergi innaf hjónaherbergi, rúmgott baðherbergi og þvottaherbergi.
Af herbergjagangi er teppalagður stigi niður á neðri hæð.
Baðherbergi er vandað með flísum á gólfi og veggjum, frístandandi baðkar, Walk-in sturtuklefi og vönduð innrétting með marmara í borðplötu og skúffum undir innréttingu.
Tvö rúmgóð barnaherbergi sem að voru þrjú áður og eru fataskápar í herbergjum. Hjónaherbergi er rúmgott og er fataherbergi innaf hjónaherbergi.
Þvottaherbergi er með góðum skápainnréttingum og innbyggðar innréttingar undir þvottavél og þurrkara.
Útgengt er á tvo vegu af herbergisgangi í aflokaðan og skjólgóðan hellulagðan garð með heitum potti.
Innangengt er af aðalhæð um steyptan, teppalagðan stiga niður á neðri hæð þar sem að komið er á gang með gestabaðherbergi, geymslu og tæknirými og er inngengt í bílskúr af gangi, innaf gangi er rúmgott herbergi með fataherbergi (allar lagnir til staðar til þess að setja upp eldhús), sérinngangur er einnig í þetta rými.
Bílskúr er tvöfaldur með rafdrifnum bílskúrshurðum. Hiti er í bílaplani, stétt og tröppum sem og í hluta aðkeyrslu upp að húsi.

Gólfefni: Parket, steinflísar og harðparket á gólfum eignar.
Fjölskylduvæn og vel skipulögð eign á mjög góðum og grónum stað í Garðabænum þar sem stutt er í skóla, ýmsa verslun og þjónustu, fallegar náttúruperlur eins og Vífilstaðavatn, Heiðmörk og golfvelli.

-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s: 6900.820 eða [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 74.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband