Söluauglýsing: 1195240

Heiðvangur 36

220 Hafnarfjörður

Verð

107.900.000

Stærð

149.6

Fermetraverð

721.257 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

91.800.000

Fasteignasala

Domusnova

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 47 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

*** EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA *** Mikill áhugi var fyrir eigninni og seldist hún á einu opnu húsi. Er með kaupendur á skrá sem leita að sambærilegri eign á svæðinu. Frítt söluverðmat, bókun í síma 856-5858

DOMUSNOVA fasteignasala og Margrét Rós lgf. kynna í sölu bjart og fjölskylduvænt einbýli á einni hæð ásamt bílskúr á eftirsóttum og friðsælum stað í norðurbæ Hafnarfjarðar. Birt stærð skv. fasteignaskrá HMS er 149,5 m² og þar af er bílskúr 28 m². Um er að ræða rúmgott 3ja til 4ra herbergja einbýlishús innarlega í botnlanga að Heiðvangi 36 í Hafnarfirði. Stór og fallegur garður umlykur húsið með timburverönd við suðurhlið hússins. Bílskúr sem stendur sér hefur ýmsa nýtingarmöguleika. Húsið hefur verið endurnýjað töluvert á síðustu árum bæði að utan og inn, m.a. var skipt um klæðingu á húsi og allir gluggar ásamt gleri endurnýjaðir. Eldhúsinnrétting og tæki endurnýjuð, baðherbergi fært og endurgert auk þess sem skipt var um gólfefni á stofu, eldhúsi og baðherbergi. Vel staðsett eign, í grónu hverfi og örstutt er í leikskóla, grunnskóla, verslanir og aðra þjónustu. Nánari upplýsingar veitir Margrét Rós lgf. í s. 856-5858 eða [email protected] og Aðalstein í s. 773-3532 eða [email protected]

Fyrirhugað fasteignamat 2024 er 103.600.000.- kr

Lýsing eignar:
Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, borðstofu og stofu, þrjú svefnherbergi skv teikningu en búið að sameina tvö svefnherbergi í dag, skrifstofu /geymslu, baðherbergi og þvottahús. Bílskúr stendur sér og er möguleiki að útbúa auka herbergi eða stúdíóíbúð. Ath grunnteikning af eigninni samræmist ekki núverandi skipulagi þar sem búið er að opna á milli tveggja svefnherbergja og breyta gestasalerni í lítið skrifstofuherbergi sem auðvelt er að breyta í fyrra horf.

Framkvæmdir og endurbætur á húsi síðastliðin ár:
  • - Gólfefni endurnýjað á stofu, eldhúsi og herbergjum (2019)
  • - Þak á húsi yfirfarið og skoðað af matsmanni og talið í lagi við skoðun (2019)
  • - Eldhús endurnýjað með nýrri eldhúsinnréttingu ásamt tækjum með borðplötu úr Quartz stein (2020)
  • - Frárennslislagnir myndaðar og þóttu í lagi (2020)
  • - Skipt um klæðningu á húsi (2020-2021)
  • - Baðherbergi endurnýjað með flísalögn á veggjum og gólfi. Walk-in sturta, upphengt salerni, ný innrétting ásamt vaski og blöndunartækjum (2021)
  • - Raflagnir lagfærðar í tengslum við endurnýjun á baðherbergi og eldhús (2021)
  • - Neysluvatnslagnir endurnýjaðar (2021)
  • - Allir gluggar ásamt gler endurnýjað (2021-2022)
  • - Þak á bílskúr endurnýjað, skipt var um þakjárn og pappa (2022)
  • - Gólf málað í þvottahúsi (2023)
  • - Stétt fyrir framan inngang um forstofu og þvottahús endurbætt (2023)


Nánari lýsing eignar:
Forstofa: komið er inn í flísalagða forstofu með fatahengi
Hol/gangur: inn af forstofu er hol og gangur sem tengir saman aðrar vistverur íbúðar. Harðparket á gólfi sem flæðir inn í stofu, eldhús og svefnherbergi.
Eldhús: bjart og opið inn af holi og rennur saman við borðstofu og stofu. Hvít innrétting með borðplötu úr Quartz stein, góðu skápaplássi og tengi fyrir uppþvottavél.
Borðstofa: björt og rúmgóð innaf eldhúsi með gluggum á tvo vegu og tengir saman eldhús og stofu.
Stofa: einstaklega björt og opin stofa með samfelldum gluggum eftir allri suðurhlið eignar með útgengi út á timburverönd og stóran garð sem umlykur húsið.
Herbergi I&II: búið að sameina í eitt stórt svefnherbergi með góðum gluggum, einföldum fataskáp og harðparket á gólfi.
Hjónaherbergi: rúmgott með góðum innbyggðum fataskáp og harðparket á gólfi.
Herbergi III: nýtt sem lítið skrifstofuherbergi í dag með flísum á veggjum að hluta. Var áður lítið baðherbergi og möguleiki á að breyta aftur í fyrra horf eða nýta sem fataherbergi eða geymslu. 
Baðherbergi: rúmgott góðum opnanlegum glugga, flísum á veggjum og gólfi, hvítri innréttingu með vaski og veggskáp með spegli, walk-in sturtu og upphengdu salerni.
Þvottahús: rúmgott, innan íbúðar með góðum gluggum, tengi fyrir þvottavél og þurrkara ásamt upphengdri borðaplötu með skolvaski. Sérinngangur er í gegnum þvottahús.
Bílskúr: stendur sér og er 28 m2 að stærð. Stór gluggi til vesturs með tveimur opnanlegum fögum og flísar á gólfi. Sérinngangur er á hlið því ýmsir möguleikar á nýtingu og auðvelt að útbúa sem stúdíóíbúð.

Mörg dæmi eru um að sambærileg hús í hverfinu hafi verið stækkuð, svo sem með því að tengja hús og bílskúr. Einnig fordæmi fyrir stækkun með sólstofu út frá stofu út í garð.

Staðsetning og nærumhverfi
Staðsetning er afar góð, innst í botnlanga í grónu og fjölskylduvænu hverfi í norðurbæ Hafnarfjarðar. Stutt er í stofnbrautir ásamt helstu verslanir og þjónustu. Grunnskóli og leikskóli í stuttri göngu fjarðægð auk þess sem góðir göngu- og hjólastígar liggja í allar áttir um hverfið og stutt í ósnorta náttúruna í kring. Sjarmerandi og fjölskylduvænt einbýli á eftirsóttum og rólegum stað í norðurbæ Hafnarfjarðar.


Nánari upplýsingar veita:
Margrét Rós Einarsdóttir löggiltur fasteignasali í félagi fasteignasala / s. 856-5858 / [email protected]
Aðalsteinn Bjarnason löggiltur fasteignasali í félagi fasteignasala / s. 773-3532 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband