Söluauglýsing: 1194303

Reykjabraut 16

815 Þorlákshöfn

Verð

53.900.000

Stærð

155.3

Fermetraverð

347.070 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

52.000.000

Fasteignasala

Sunna

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 64 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Sunna Fasteignasala kynnir nýja eign í einkasölu;
Reykjabraut 16, Þorlákshöfn er 155,3 fm. einbýlishús en þar af er bílskúrinn 22,8 fm. vel staðsett eign í rólegu og fjölskylduænu umhverfi með góðum garði, verönd og góðri aðkomu. Húsið getur verið laust við kaupsamning.

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun gefur Marta Jónsdóttir Lögg. fasteignasali í s. 777-2882 eða [email protected]
Eignin skiptist í; Efri hæð: Forstofa, hol, stofu/borðstofa, eldhús, svefnherbergisgangur, 3 svefnherbergi og baðherbergi. Neðri hæð: Þvottahús, svefnherbergi, vinnuherbergi/geymsla og bílskúr. 
Nánari lýsing eignar: 
Efri hæð: Forstofa: Komið er inn í flísalagða forstofu með nýlegri útihurð.
Opið hol/alrými tengir saman stofurými, eldhús og svefnherbergisgang. Þar er góður fataskápur..
Stofan er opin og björt með gluggum á tvo vegu, gott rými fyrir bæði borðstofu og setustofu.
Eldhús með góðri innréttingu, tengi fyrir uppþvottavél, eldhústhæki frá AEG og góður borðkrókur við glugga.  Náttúruflísar á gólfi. 
Svefnherbergisgangur: Úr holi er gengið upp þrjú þrep með gólflýsingu inn í svefnherbergisgang.
Hjónaherbergi: Með nýlegum fataskáp, útgengt er út á norðaustur svalir með nýlegu handriði og parket á gólfi.  Nýlega skipt um glugga og svalahurð.
Svefnherbergi 2: Rúmgott svefnherbergi með nýlegum Ikea fataskáp og harðparket á gólfi.
Svefnherbergi 3: Rúmgott svefnherbergi með harðparketi á gólfi.
Baðherbergi: Snyrtilegt, flísalagt með baðkari, upphengdri sturtu, nýlegri innréttingu og upphengdu salerni, þar er gluggi með opnanlegu fagi.
Úr holinu er gengið niður steyptan stiga á neðri hæðina.
Þvottahús: Rúmgott með innréttingu og flístum á gólfi, þaðan er gönguhurð út í garðinn aftan við húsið.
Bílskúr: Með nýlegri aksturshurð, þar eru einnig góðir gluggar og innangengt úr þvottahúsi. Þar hefur áður verið innréttað herbergi innst í bílskúrnum.
Vinnuherbergi / geymsla: Gott vinnuherbergi með glugga er inn af þvottahúsinu, það býður upp á ýmsa möguleika í nýtingu.
Garður: Gróinn skjólgóður garður með og tveimur stórum sólpöllum. Bílaplan tekur 3-4 bíla, malarlegt en stétt fyrir framan húsið er steypt. 
Allar frekari upplýsingar veitir Marta Jónsdóttir s. 777-2882 eða [email protected]

 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Ljósmyndir

Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband