12.12.2023 1193870

Söluskrá FastansHólavað 17

110 Reykjavík

hero

32 myndir

112.500.000

766.871 kr. / m²

12.12.2023 - 31 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 12.01.2024

4

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

146.7

Fermetrar

Fasteignasala

LIND Fasteignasala

[email protected]
849-0672
Bílskúr
Gólfhiti
Svalir
Verönd
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Nýtt á skrá! Hólavað 17 Reykjavík

Lind fasteignasala kynnir virkilega fallegt 5 herbergja raðhús á tveimur hæðum á fjölskylduvænum stað við Hólavað 17 í Reykjavík. Húsið er alls 146,7 fermetrar að stærð og þar af 27,2 fermetra bílskúr sem er búið að breyta að hluta í fjórða svefnherbergið. Gólfhiti er í öllu húsinu og aukin lofthæð. Stór afgirt verönd til suðurs.

Húsið skiptist í fjögur svefnherbergi, opið alrými sem skiptist í eldhús, borðstofu og stofu, gestasnyrtingu, baðherbergi, sjónvarpsrými (sem er nýtt sem fata- og vinnuherbergi í dag), þvottaherbergi og bílskúr (sem er í dag fjórða svefnherbergið og geymsla). Stór afgirt verönd sem var byggð árið 2015 með góðum geymsluskúr. Rúmgott risloft er yfir hluta efri hæðar og svalir til suðurs.

Húsið hefur verið endurnýjað nokkuð á síðustu 5-6 árum. M.a. var skipt um gólfefni og eldhús árið 2017. Þakið var endurnýjað árið 2020 og baðherbergi efri hæðar endurnýjað árið 2021.

Staðsetning eignarinnar er afar góð á eftirsóknaverðum stað í Norðlingaholti í Reykjavík þaðan sem stutt er í skóla og leikskóla. Fallegar hjóla- og gönguleiðir í næsta nágrenni (M.a. Rauðavatn, Heiðmörk, Hólmsá og Elliðavatn).

Nánari lýsing:
Neðri hæð:

Forstofa: Er rúmgóð með parketflísum á gólfi og fatahengi/opnum skápum.
Gestasnyrting: Með parketflísum á gólfi, innbyggðu salerni, vaski og glugga til norðurs.
Stofa: Með parketflísum á gólfi og gluggum til suðurs. Stofa er opin við eldhús og borðstofu. Útgengi á stóra verönd frá alrými.
Verönd: Er stór, eða um 70 fermetrar, afgirtur og snýr til suðurs. Góður geymsluskúr er staðsettur á verönd.
Eldhús/borðstofa: Með fallegri eldhúsinnréttingu og parketflísum á gólfi. Whirlpool stál bakaraofni og örbylgjuofni og spansuðu helluborði. Innbyggður kæliskápur með frysti og innbyggð uppþvottavél. Gluggar til suðurs.
Svefnherbergi I: Með harðparketi á gólfi.
Bílskúr: Er nýttur sem geymsla í dag þar sem hluti af honum er nýttur sem fjórða svefnherbergið. Málað gólf og bílskúrshurð/inngangshurð.

Efri hæð: Steyptur stigi með fallegu teppi á gólfi á milli hæða. 
Hol: Með flísum á gólfi. Nýtt í dag sem fata- og vinnuherbergi. Væri hægt að nýta sem sjónvarpsrými.
Hjónaherbergi: Er rúmgott með flísum á gólfi og gluggum til suðurs. Útgengi á svalir.
Svalir: Snúa til suðurs inn í bakgarð hússins.
Geymsluloft: Er yfir hluta efri hæðar. Fellistigi frá hjónaherbergi.
Baðherbergi: Með flísum á gólfi og hluta veggja.Flísalögð sturta með gleriþili. Baðkar með sturtutækjum. Falleg innrétting við vask og tvöfaldur vaskur. Upphengt salerni og opnanlegur gluggi til norðurs.
Þvottaherbergi: Er staðsett inn af baðherbergi. Flísar á gólfi og innrétting/upphækkun undir þvottavél og þurrkara. Opnanlegur gluggi til norðurs.
Svefnherbergi III: Með flísum á gólfi og glugga til suðurs.
Svefnherbergi IV: Með flísum á gólfi og glugga til norðurs.

Samantekt á fræmkvæmdum sem eigendur hafa ráðist í á undanförnum árum. 
Árið 2015 - Verönd og grindverk byggt.
Árið 2017 - Gólfefni neðri hæðar og eldhús endurnýjað.
Árið 2020 - Samþykkt var ósk eigenda í raðhúsalengjunni að fá að stækka stofu undir svalirnar sem er 5*2 metrar (10fm). Heimild til staðar.
Árið 2021 - Skipt um þakjárn, borðaklæðningu og ull. Sett ál í staðin fyrir járn. 
Árið 2021 - Baðherbergi efri hæðar endurnýjað.
Árið 2022 - Bíslag byggt yfir anddyri hússins.

Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali í síma 849-0672 eða á netfanginu [email protected].

 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

030101

Raðhús á 1. hæð
146

Fasteignamat 2025

115.000.000 kr.

Fasteignamat 2024

112.500.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband