08.12.2023 1192852

Söluskrá FastansGrenimelur 35

107 Reykjavík

hero

21 myndir

89.900.000

922.998 kr. / m²

08.12.2023 - 49 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 26.01.2024

3

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

97.4

Fermetrar

Fasteignasala

LIND Fasteignasala

[email protected]
849-0672
Bílskúr
Svalir
Verönd
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Nýtt skrá! Grenimelur 35 Reykjavík

Lind fasteignasala kynnir afar glæsilega og vel staðsetta fjögurra herbergja íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi við Grenimel í Reykjavík. Húsið er í góðu ástandi og vel staðsett á horni Grenimels og Hofsvallargötu með Melabúðina og Vesturbæjarlaug í næsta nágrenni. Íbúðin er alls 97,4 fermetrar að stærð með svölum sem snúa til suðurs/suðvesturs.

Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð á smekklegan máta á árinu. Má þar nefna útveggir voru einangraðir upp á nýtt. Loft var tekið niður á hluta og settur hljóðdúkur og innfelld lýsing. Þá er búið að skipta um öll gólfefni, innihurðir, eldhúsinnréttingu og eldhústæki. Baðherbergi var algjörlega endurnýjað og komið fyrir walk-in sturtu með vönduðum innbyggðum Grohe sturtutækjum. Þá er rafmagn íbúðar alveg endurnýjað (dregið í, ný tafla og rofar/tenglar).

Íbúðin er virkilega vönduð og falleg með skemmtilegri gluggasetningu og loftlistum. Sameiginlegur inngangur með einungis einni íbúð. Komið er inn í rúmgott hol með fataherbergi/geymslu, opið alrými sem nýtist sem stofa og eldhús, þrjú svefnherbergi (svalir frá hjónaherbergi) og baðherbergi. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara inn af íbúð en einnig er rúmgott og snyrtilegt þvottaherbergi í kjallara. Rúmgóð geymsla fylgir íbúð í kjallara.

Húsið var endurgert árið 2016. Þá var húsið múrviðgert, þakkantur endursteyptur, nýjar þakrennur og húsið endursteinað. Auk þess voru gluggar hússins endurnýjaðir sem voru komnir á tíma. Lóðin er 412,9 fermetrar að stærð, sameiginleg og frágengin. Hellulögð stétt fyrir framan hús að útitröppum. Sameiginleg afgirt viðarverönd á baklóð til suðurs og tyrfður bakgarður. Grindverk og fallegur gróður út að götu. 

Nánari lýsing: 

Hol: Með harðparketi á gólfi. Gengið er í öll rými íbúðar frá holi. Fataherbergi/geymsla inn af holi.
Fataherbergi/geymsla: Er staðsett inn af holi, með harðparketi á gólfi.
Stofa: Er rúmgóð, björt og með harðparketi á gólfi. Fallegir gluggar til suðvesturs og vesturs. Hljóðdúkur í lofti og innfelld lýsing í loftum.
Eldhús: Með harðparketi á gólfi og fallegri eldhúsinnréttingu. Opið við stofu. Innbyggður kæliskápur með frysti og innbyggð uppþvottavél. Grohe vaskur og blöndunartæki. Bakaraofn, vifta og spansuðu helluborð. Falleg LED lýsing undir efri skápum.
Baðherbergi: Er virkilega fallegt, með gólfhita og opnanlegum glugga til vesturs. Fallegar flísar á gólfi og veggjum, flísalögð sturta með glerþili og vönduðum innbyggðum Grohe sturtutækjum. Innrétting við vask og handklæðaofn. Innbyggt upphengt salerni og handklæðaofn. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara, hljóðdúkur í lofti og innfelld lýsing.
Hjónaherbergi: Er rúmgott með harðparketi á gólfi, hljóðdúm í lofti og innfelldri lýsingu í loftum. Útgengi á svalir.
Svalir: Snúa til suðurs inn í bakgarð. 
Svefnherbergi II: Með harðparketi á gólfi og glugga til vesturs.
Svefnherbergi III: Með harðparketi á gólfi og glugga til norðurs.

Sérgeymsla I: Er staðsett í kjallara. Upphituð, með hillum og glugga til austurs. 
Sérgeymsla II: Að auki er sérgeymsla. Staðsett undir bílskúr sem fylgir íbúð 2. hæðar. Hver eignarhluti á sitt geymslurými. 

Sameign: 
Inngangur: Er sameiginlegur fyrir tvær íbúðir á 1. hæð. Flísar á gangi. Sér skápur fyrir íbúð inn á sameiginlegum gangi. 
Þvottaherbergi: Stórt og er sameiginlegt í kjallara. Epoxy gólfefni, þvottasnúrur, stórt vinnuborð, vaskur og gluggi til norðurs. Sérgeymsla I er inn af þvottahúsi.

Um er að ræða virkilega glæsilega íbúð á frábærum og eftirsóttum stað við Grenimel. Þaðan sem stutt er í allar helstu verslanir, þjónustu, íþróttasvæði, fallegar hjóla- og gönguleiðir við sjávarsíðuna og alla þá menningu sem miðborg Reykjavíkur hefur upp á að bjóða. 

Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali og lögfræðingur í síma 849-0672 eða á netfanginu [email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010001

Íbúð á jarðhæð
151

Fasteignamat 2025

94.300.000 kr.

Fasteignamat 2024

92.650.000 kr.

010101

Íbúð á 1. hæð
109

Fasteignamat 2025

75.550.000 kr.

Fasteignamat 2024

74.500.000 kr.

010102

Íbúð á 1. hæð
97

Fasteignamat 2025

72.000.000 kr.

Fasteignamat 2024

70.950.000 kr.

010201

Íbúð á 2. hæð
219

Fasteignamat 2025

128.350.000 kr.

Fasteignamat 2024

125.750.000 kr.

010301

Ósamþykkt íbúð á 3. hæð
59

Fasteignamat 2025

46.100.000 kr.

Fasteignamat 2024

45.500.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband