Söluauglýsing: 1192263

Kórsalir 5

201 Kópavogur

Verð

149.900.000

Stærð

245.9

Fermetraverð

609.597 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

124.400.000

Fasteignasala

Sunna

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 42 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

SUNNA FASTEIGNASALA kynnir stórglæsilega  245,9 fm útsýnisíbúð á efstu hæð (6. og 7. hæð) í lyftuhúsi við Kórsali 5 í Kópavogi ásamt stæði í lokaðri bílageymslu með einkahleðslustöð fyrir rafmagnsbíla. Bókið skoðun.
Frábært útsýni, fernar svalir tryggja frábært útsýni nánast hringinn umhverfis eignina, stórir gluggar og mikil lofthæð yfir hluta íbúðarinnar. Vönduð eign með innréttingum frá Axis, vönduðu viðarparketi á gólfum og góðu skipulagi.
Íbúðin skiptist í hol, stórar stofur með setustofu, borðstofu og arinstofu, eldhús, þrjú rúmgóð herbergi, tvö baðherbergi, þvottahús og geymslur. 
Nánari lýsing:
Aðalhæð íbúðar (6. hæð): Aðeins tvær íbúðir eru á hæð á efstu hæðinni og því mjög rólegt umhverfi.
Komið er inn í opið hol með góðum skápum. Stofan er í opnu og glæsilegu alrými með góðri borðstofu og setustofu með mikilli lofthæð og frábæru útsýni. Svalir til suðvesturs út frá stofunni.
Eldhús er rúmgott með innréttingu frá Axis, corian borðplötur, eldhústæki úr burstuðu stáli, pláss fyrir tvöfaldan ísskáp. Góður borðkrókur er í eldhúsi.
Herbergi eru 3, öll mjög rúmgóð; Hjónaherbergi með fataherbergi og baðherbergi inn af. Fataherbergi er með innréttingu en einnig er sérsmíðuð innrétting með miklu skúffuplássi í hjónaherberginu sjálfu, baðherbergi inn af hjónaherbergi: Flísalagt baðherbergi með góðri innréttingu, hornbaðkari og sturtuklefa, handlæðaofn og upphengt salerni. Svalir út frá baðherbergi.
Herbergi II: Rúmgott herbergi með svölum á suðausturhlið hússins, góð geymsla undir súðinni er aðgengileg úr herberginu.
Herbergi III: Rúmgott herbergi, tekið af hlut stofunnar skv. teikningu, auðvelt væri að breyta aftur til upprunalegs horfs.
Baðherbergi: Frá holi er komið í flísalagt baðherbergi með sturtuklefa, upphengdu salerni og innréttingu  með handlaug.
Þvottahúsið er flísalagt með innréttingu með skolvaski, góð aðstaða fyrir fyrir þvottavél og þurrkara. Gluggi er með opnanlegu fagi á þvottahúsi.
Lýsing efri hæðar (7. hæð): Glæsilegur sérsmíðaður stigi milli hæðanna er úr burstuðu stáli og parketlagður setur glæsilegan svip á alrýmið. Á efri hæðinni er stór opin stofa með arni yfir hluta stofu neðri hæðar en stál/gler handrið milli hæða tryggir birtuflæði og léttleika. Gengið er út á suð-vestur svalir með frábæru útsýni yfir Kópavog, til suðurs og út á sjó. Meðfram súðinni er stór geymsla einnig sérgeymsla með fullri lofthæð.
Eigninni fylgir gott stæði í lokaðri og snyrtilegri bílageymslu ásamt stæði í lokaðri bílageymslu með einkahleðslustöð fyrir rafmagnsbíla. Sér geymsla sem eigninni fylgir er í sameign á jarðhæð, hún er 8 fm. Auk þess er í sameign vagna- hjólageymsla.
Þetta er einstaklega vel skipulögð eign hvort sem er fyrir fjölskyldur eða þau sem vilja hafa rúmt um sig. Frábært útsýni, stutt í skóla, leikskóla og íþróttamannvirki og verslanir og þjónustu.
Góð útivistarsvæði og fallegar gönguleiðir og golfvöllur í næsta nágrenni. 
Allar upplýsingar um eignina veitir Marta Jónsdóttir lögfr. og lögg. fasteignasali í s. 777-2882 eða [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband