Söluauglýsing: 1191569

Kirkjuteigur 29

105 Reykjavík

Verð

127.500.000

Stærð

193.1

Fermetraverð

660.280 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

98.050.000

Fasteignasala

Miklaborg

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 25 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Miklaborg kynnir: Kirkjuteigur 29, efri hæð og ris, samtals 193,1 m2. Þar af er bílskúr 40.5 m2. 4 svefnherbergi, 2 stofur og 2 baðherbergi í þríbýlishúsi.. Ris var endurbyggt að miklu lleyiti 2008 og settir á það kvistir. Sérinngangur, Frábær staðsetning við grunnskóla og Laugardal.

Bókið skoðun hjá Friðrik lögmanni og lögg. fasts. í s. 616 1313

Kirkjuteigur 29:

Aðalhæð: sérinngangur og stigahús, hol, 2 svefnherbergi, eldhús, baðherbergi með þvottaaðstöðu, stofa og borðstofa. Gengið út á suðursvalir úr hjónaherbergi. Rishæð : Hol, 2 svefnherbergi, baðherbergi og geymsla. Geymsluskápar undir súð. Vestursvalir. Bílskúr: Góð innkeyrsluhurð og göngudyr við hliðina. Gluggar eru á vesturhlið.

NÁNARI LÝSING:

Sérinngangur. Flísalagður stigi og stigapallur með góðum skápum.

Aðalhæð er skráð 101.2 m2 skv HMS. Gengið inn í flísalagt hol þar sem er viðarklæddur stigi upp í ris, sem og aðgengi að öðrum herbergjum hæðarinnar. Eldhús er með sjarmerandi upprunalegri innréttingu sem hefur verið sprautulökkuð. Tæki hafa verið endurnýjuð. Rúmgott hjónaherbergi með góðum skápum. Stofa og borðstofa eru stórar og samliggjandi. Flísalagt baðherbergi hefur verið endurnýjað með sturtuklefa og tengi fyrir þvottavél og þurkara.

Rishæð er skráð 50,5 m2 skv. HMS. Komið er upp á parketlagðan stigapall. Af honum er gengið inn í 2 góð svefnherbergi með skápum. Svalir eru út frá öðru herberginu í vestur. Endurnýjað baðherbergi er með með baðkari, sturtuklefa og innréttingu, Góð geymsla er á stigapalli auk þess sem geymslukápar eru undir súð. Rishæð er talsvert undir súð og er grunnflötur því stærri en uppgefnir fermetrar segja til um

Skv upplýsingablaði seljanda var risið endurbyggt að talsverðu leytii 2008, settir á það kvistir og skipt um járn að stórum hluta. Stoðveggur milli lóðanna Kirkjuteigur 29 og 31 var endurbyggður 2010 og skipt var um járn á þaki bílskúrs árið 2016. Dren kringum húsið og við bílskúr var endurnýjað 2017 - 2018. Skipt var um jarðveg undir gangstétt, innkeyrslu við bílskúr og meðfram bílskúr þar sem útbúið var útisvæði. Innkeyrsla að bílskúr og gangstétt að húsi voru hellulagðar með hita í jörðu í lokuðu kerfi með varmnaskipti. 2023 var steinun á bíslagi endurnýjuð og einnig löguð á grunni húss eins og þurfti eftir framkvæmdir 2017 - 2018

Nánari upplýsingar veitir Friðrik Þ. Stefánsson lögmaður og löggiltur fasteignasali, í síma 616 1313 eða [email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband