Söluauglýsing: 1190343

Víðihlíð 1 íbúð 201

604 Akureyri

Verð

78.600.000

Stærð

109.3

Fermetraverð

719.122 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

3.020.000
hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 26 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Víðihlíð 1 íbúð 201 Hörgársveit - Nýbygging
 
Glæsileg 4ra herbergja íbúð á efri hæð í norðurenda í nýju sex íbúða fjölbýlishúsi í Hörgársveit – stærð 109,3 m²
Áætlaður afhendingartími eignar er í janúar 2024.

 
Eignin skiptist í forstofu, eldhús og stofu í opnu rými, hjónaherbergi, tvö barnaherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymsluloft.
Sameiginleg 8,7 m² vagna- og hjólageymsla.
 
  • Vandaðar innréttingar frá GKS
  • Ísskápur með frysti og uppþvottavél fylgir með við sölu.
  • Húsið er í flokki B fyrir hljóðvist sem er umfram lágmarkskröfur byggingarreglugerðar um kröfur fyrir hljóðeinangrun innbyrðis á milli íbúðareininga
  • Þrefalt gler í öllum gluggum
  • Aukin lofthæð
  • Viðhaldsfrí utanhússklæðning
  • Steyptar 11,5 m² svalir
Innréttingar
Eldhús, innréttingar og skápar eru af vandaðri gerð frá GKS. Eldhúsinnrétting er úr hnotu og hvít með
mjúklokunarbúnaði. Bekkplata er úr plasti í hvítu marmaralíki. Veggplata er á milli bekkplötu og efri
skápa, hún er eins á litinn og bekkplata.
Eldhúsi er skilað með fullbúnum heimilistækjum: span-helluborði (AEG), ofni (AEG), ísskáp með frysti
(AEG), viftu með kolasíu frá Elica (lofti er blásið út úr íbúðum frá eldavél) og uppþvottavél (AEG).
Fataskápar í svefnherbergjum og forstofu eru hvítir.
Þvottahús er með hvítri innréttingu.
 
Gólfefni - Í forstofu, baðherbergi og þvottarými eru gólf flísalögð með ljósgráum flísum. Önnur gólf
innan íbúða eru lögð með eikar harðparketi.
Innihurðar eru hvítar og hurðarhúnar úr burstuðu stáli.
Innveggir eru flestir staðsteyptir, þeir veggir sem eru ekki steyptir eru gerðir úr blikk-grind og klæddir með plötum í flokki 1. Innveggir uppfylla lágmarkskröfur fyrir lofthljóðeinangrun innbyrðis á milli herbergja innan íbúðareiningar samkvæmt ÍST 45:2016
Gluggar eru ál/trégluggar hvítir að innan, dökk gráir að utan. Öryggisgler er í hurðum og þrefalt verksmiðjugler í gluggum.
Útveggir eru 180mm járnbentir og staðsteyptir. Veggir eru einangraði að utan með steinull og einangrun er í flokki A1 samkvæmt EN13162. Klætt er utan á útveggi með tvöföldu álkerfi og með öndunardúk (TRASPIR 115 eða sambærilegt). Ysta byrði útveggja (klæðning) er 8 mm Swisspearl Pantina sementplata. Veggir á milli íbúða eru 300mm járnbentir og staðsteyptir með brunaþol REI-90. Þeir uppfylla hljóðvistarflokk B samkvæmt staðlinum ÍST 45 sem er umfram lágmarkskröfur
byggingarreglugerðar um kröfur fyrir hljóðeinangrun innbyrðis á milli íbúðareininga.
Þakið er timburþak/sperruþak (A-þak),  klætt og varið með BMI Icopal tjörudúk
Útsogs/ferskloftkerfi. Vélrænt útsog er úr baðherbergi og geymslu. Útsog íbúðar er tryggt með þakblásarar með öflugum blæstri.
Hitalagnir eru í gólfi íbúðar (gólfhitakerfi) og er stýrt með stafrænum-hitanemum í hverju rými. Handklæðaofn er á baðherbergi.
Raflögn er fullfrágengin. Í lofti í stofu, eldhúsi, hjónaherbergi og baði eru innfelld led-ljós, sem fylgja með íbúðinni. Hefðbundinn ljós eru í öðrum svefnherbergjum sem og inni geymslu og inntaksrými (utan íbúðar). Önnur ljós fylgja ekki íbúð.
Tengingar fyrir hleðslustöð rafbíls er við bílastæði. Útilýsing er við inngang í búðar og svalir.
Svalir eru steyptar og með plast/tré gólfi. Galvaniseruð handrið koma á kantinn á svölunum.
Lóð verður jöfnuð og tyrft. Ef kostur gefst verður sáð í lóð en ef framkvæmdir eru að hausti er það ekki mögulegt. Stéttar á jarðhæð eru hellulagðar. Eignin er afhent án trjágróðurs á lóð. Staðsteyptar sorptunnugeymslur eru staðsettar nærri götu.
Malbikuð bílastæði eru fyrir framan húsið. Snjóbræðsla með frostlegi (lokað kerfi) er í gangstéttum og bílastæði fyrir hreyfihamlaða.
 
Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar þess verður krafist (0,3% af brunabótamati viðkomandi eignar).

Byggingarverktaki: Hamrar Byggingarfélag ehfwww.hamrarbygg.is 

Eignin er í einkasölu

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband