Söluauglýsing: 1190145

Hamarsgata 4

170 Seltjarnarnes

Verð

Tilboð

Stærð

322.1

Fermetraverð

-

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

206.750.000

Fasteignasala

RE/MAX

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 6 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Guðlaugur J. Guðlaugsson og Gunnar Sverrir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu: 

Vel staðsett og 322,1 fm. einbýlishús á tveimur hæðum/pöllum á rólegum og eftirsóttum stað með óhindrað sjávar- og fjallaútsýni á glæsilegri 1193,0 fm. eignarlóð/sjávarlóð í lokaðri götu við Hamarsgötu 4, 170 Seltjarnarnes. 

Skv. fasteignayfirlit frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er íbúðarrýmið skráð 259,0 fm, innfelldur bílskúr er skráður 28,0,5 fm. og geymsla er skáð 35,1 fm. Samtals uppgefin stærð er 322,1 fm. Þar að auki er óskráð rými c.a 40 fm.


Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661-6056 eða með tölvupósti á netfangið [email protected] 

Nánari lýsing: Góð og snyrtileg aðkoma er að húsi með hellulögðu bílastæði þar fyrir framan. Húsið er virkilega vel um gengið í alla staði. Allar innréttingar er upprunalegar. Anddyri með dökkum flísum á gólfi og fataskápum. Innangengt er þaðan inn á gestasalerni með salerni og handlaug, opnanlegum glugga, dúk á gólfi og veggfóðri á veggjum þess. Frá anddyri er komið inn í stofukrók samliggjandi með gangi og borðstofu með parketi á gólfi og óhindrað sjávar- og fjallaútsýni. Útgengi er þaðan út á stórar hellulagðar svalir með aðgengi út á lóð og þaðan alla leið niður að sjó. Frá borðstofu eru nokkur stigaþrep niður í parketlagða stofu hússins, þar má sjá frá stórum og fallegum gluggum stofunnar, glæsilegt óhindrað sjávar- og fjallaútsýni. Flottur arinn í stofunni gefur svo aukin hlýleika inn í rýmið, flísalagt gólf þar undir. Frá borðstofu er gengið inn í eldhús sem er lokað af að hluta með timbur skilvegg, eldhúsborð er áfast innréttingu sem er U-laga, upprunaleg með upprunalegum ísskápi, helluborði og viftu. Bökunarofn er í vinnuhæð og gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingu. Gott skápa- og vinnupláss. Korkur er á gólfi og á þvottahúsi sem er inn af eldhúsi. Þar eru upprunalegar innréttingar með skolvaski, tengi og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara. Gott skápa- og vinnupláss. Frá þvottahúsi er útgengi út á flísalagða innkeyrslu inn í bílskúrinn. Bílskúrinn er 28,0 fm. innbyggður. Svefnherbergisgangur á efri hæð er parketlagður, þar eru rúmgott hjónaherbergi með glugga á tvo vegu, fataskápum og parketi á gólfi. Þá eru þar líka tvö önnur minni, en rúmgóð herbergi með fataskáp og parketi á gólfi, annað þeirra hefur undanfarin ár verið nýtt sem skrifstofurými með óhindrað glæsilegt útsýni. Hitt herbergið hefur verið nýtt undanfarið sem sjónvarpsherbergi. Baðherbergi þar á móti er með dúk á gólfi og flísum á veggjum. Upprunaleg innrétting með handlaug, skápa- og skúffuplássi auk speglaskáps þar fyrir ofan. Baðkar og sér sturta, opnanlegur gluggi, bað skápur og salerni. Steyptur teppalagður stigi er frá efri hæð niður á neðri hæð, þar er komið inn í parketlagt sjónvarpshol. Inn af því á vinstri hönd er gengið inn í rými sem auðveldlega mætti nýta sem sér íbúðarrými. Þar er mjög rúmgóð parketlögð stofa með útgengi út á lóð hússins. Þar fyrir innan er svo rúmgott herbergi með fataskápum og dúk á gólfi. Auk þess er sér eldhús með innréttingu á móti hvor annarri. Helluborð, háfur, eldavél, ísskápur og gott skápa- og vinnupláss. Þar fyrir innan er baðherbergi með opnanlegum glugga, dúk á gólfi, salerni og baðinnréttingu með handlaug auk speglaskáps þar fyrir ofan. Undir stiga milli hæða er lítil geymsla. Inn af sjónvarpsholi á neðri hæð er stórt og rúmgott gluggalaust rými með aðgengi bæði inn í bátaskýli sem staðsett er undir innbyggðum bílskúr hússins. Auk þess er búið að gera gat inn í óskráð rými undir hluta af húsinu. Allt þetta rými sem snókerborð er staðsett í, auk þess rýmis sem er að finna í bátaskýli og í þessu óskráða rými, bíður upp á ýmsa möguleika á útfærslum. Hellulagt er fyrir framan hús, meðfram húsinu báðum megin og við bílskúrshurð hjá bátaskýlinu og við inngang inn í stofurými á neðri hæð. Þar við hlið er timburlögð verönd og timburlagður skjólveggur. Svalir, stigi og stigapallur við húsið að framanverðu er flísalagt.  

Nánari upplýsingar veita: Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli löggiltur fasteignasali í síma 661-6056 / [email protected] og Gunnar Sverrir löggiltur fasteignasali í síma 862-2001 / [email protected]

Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og við munum verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.  Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2.  Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3.  Lántökugjald lánastofnunar -  Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband