Söluauglýsing: 1189819

Engimýri 15

210 Garðabær

Verð

182.500.000

Stærð

258.9

Fermetraverð

704.905 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

142.600.000

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 84 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Engimýri 15, 210 Garðabæ er glæsilegt 258,9 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Húsið sem stendur á 647 fm lóð á frábærum stað miðsvæðis í skjólgóðu Mýrahverfinu í Garðabæ. Eignin skiptist í 218,2 fm íbúð og 40,7 fm bílskúr sem breytt hefur verið að hluta í vel skipulagða 25 fermetra útleigueiningu/aukaíbúð. Mjög snyrtileg lóð með góðum veröndum með hitalögnum, heitum potti og frostfrírri útisturtu. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á síðustu árum.

Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 258,9 fm I Fasteignamat 2024 er kr. 153.550.000

Anddyri / Hol: Komið er inn í gott anddyri sem liggur að rúmgóðum gangi og holi hvaðan gengið er inn í önnur rými neðri hæðar. Stór fataskápur úr reyktri eik. Ljósar flísar á gólfi.
Þvottahús: Rúmgott þvottahús var sett upp úr hluta bílskúrs og er þar gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara.
Gestasnyrting: Inn af gangi er góð gestasnyrting sem endurnýjuð var 2023. Flísalögð í hólf og gólf, upphengt salerni og góð sturta með vönduðum innbyggðum blöndunartækjum.
Eldhús: Frá holi til vinstri er stórt og fallegt eldhús sem var stækkað og endurnýjað 2017. Ljósar flísar á eldhúsgólfi og fallegar hvítar innréttingar, Yukon kvarts á borðblötum og stór eldunareyja með gashelluborði. Gaskútar geymdir úti í góðu niðurgröfnu geymsluhólfi sem lítið fer fyrir. Framan við eldunareyju er borðkrókur með gólfsíðum gluggum og útgengi á hellulagða verönd norðan við húsið. Hitalögn undir hellum á verönd sem sett var upp 2018.
Herbergi / Geymsla: Frá eldhúsi er gengið inn í herbergi/geymslu. Ljósar flísar á gólfum.
Stofa og borðstofa: Frá holi til hægri eru bjartar stofur. Frá borðstofu eru gólfsíðir gluggar og rennihurð með útgengi á hellulagða verönd sunnan við húsið. Hitalögn undir hellum á verönd sem sett var upp 2018. Olíuborið eikarparket á gólfum í stofu og Yukon kvarts steinn á öllum sólbekkjum neðri hæðar.
Annað: Gólfhiti var settur á alla neðri hæðina samhliða því að skipt var um gólfefni 2017. Allt tréverk og innihurðar eru úr reyktri eik og var endurnýjað árið 2022.

Efri hæð: Gengið er um teppalagðan stiga frá holi upp á efri hæð. Teppi og handrið sett upp árið 2022. Innihurðar og annað tréverk efri hæðar endurnýjað sama ár. Ný gólfefni á alla hæðina árið 2017.

Herbergi I: Til hægri frá stiga er gengið inn í stórt hjónaherbergi. fimmfaldur innbyggður fataskápur með hvítum framhliðum. Parket á gólfi.
Herbergi II: Til vinstri frá stiga er gengið inn í stórt herbergi. Tvöfaldur innbyggður fataskápur úr reyktri eik. Parket á gólfi.
Herbergi III: Innar til vinstri frá stiga er gengið inn í stórt herbergi. Tvöfaldur fataskápur með hvítum framhliðum. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Fallegt baðherbergi, endurnýjað árið 2022 með góðum innréttingum, Yukon kvarts á borðplötu, tveimur vöskum, upphengdu salerni og stórri sturtu með innbyggðum vönduðum blöndunartækjum. Flísar á gólfi, veggjum við sturtu og aftan við salerni.
Stofa/Sjónvarpsstofa: Stór stofa með uppteknu lofti klæddu hvítum loftapanel. Innbyggður gas-arinn var settur upp 2023 og klæddur marmara. Útgengi á stórar suðursvalir sem eru ofan á bílskúrsþaki. Svalahurðir og gler endurnýjað 2020.
Hitun: Nýjir ofnar á allri efri hæðinni sem settir voru upp árið 2017.
Geymsluloft: Yfir svefnherbergjaálmu er gott geymsluloft sem gengið er upp á um lítin stiga sem falin er í skáp milli svefnherbergja.

Bílskúr / Aukaíbúð: Góður 40,7 fermetra bílskúr sem breytt hefur að hluta verið breytt í um 25 fermetra í útleigueiningu sem skapar eigendum tekjur. Rýmið samanstendur af flísalögðu anddyri, eldhúsi, stúdíórými með parketi á gólfum og góðu baðherbergi með ágætum innréttingum, sturtu og tengi fyrir þvottavél. Eldhús í útleigueiningu var uppgert árið 2018 og öll gólfefni endunýjuð. Hluta bílskúrs var síðan breytt í þvottahús og er innangengt í það frá aðalíbúð.

Lóð: Stór 647 fermetra gróin og einstaklega falleg og snyrtileg lóð er umhverfis húsið. Hellulagðar verandir með hitalögn, bæði sunnan- og norðanmegin húss. Norðan megin var smíðað gott skjól yfir grillaðstöðu árið 2018 ásamt því að sett var upp frostfrí útisturta frá Jee-O og heitur pottur. Niðurgrafið trampolín á grasflöt sem liggur austur með húsi að verönd sunnan megin. Þar er góður skjólveggur og lítillega niðurgrafin upphituð geymsla sem byggð var 2021 og er ekki inni í heildarfermetratölu hússins. Framan við hús er svo stórt bílastæði fyrir allt að fjóra bíla. Hitalögn sett í bílastæði 2018 og lagt fyrir tveimur hleðslustöðvum og ein sett upp. Drenað var með húsi allan hringinn árið 2018.

Annað: Rafmagn var endurnýjað að mestu árið 2017. Húsið var allt málað 2019 ásamt því að þakkantur var yfirfarinn, lagaður að hluta og málaður. 2021 var skipt um alla glugga á austurhlið hússins og settir gluggar úr áli og tré.

Einstakt tækifæri til að eignast mikið endurnýjað og vel skipulagt einbýlishús á frábærum og skjólgóðum stað miðsvæðis í Garðabæ. 
Stutt er í leik- og grunnskóla, útivist og alla helstu þjónustu og verslanir.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Procura fasteignasölu á netfang [email protected] eða í síma 497 7700

SkoðunarskyldaÍ lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum og hvetjum við væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Opinber gjöld við kaupKostnaður kaupanda vegna kaupa á þessari eign er stimpilgjald kaupsamnings, 0,4% af fasteignamati fyrir fyrstu kaupendur, 0,8% fyrir aðra einstaklinga og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjöld eru 2.700 kr. fyrir hvert skjal. 
Forsendur söluyfirlitsSöluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband