28.11.2023 1188958

Söluskrá FastansGarðhús 14

112 Reykjavík

hero

51 myndir

91.900.000

497.025 kr. / m²

28.11.2023 - 10 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 08.12.2023

6

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

184.9

Fermetrar

Fasteignasala

Domusnova

[email protected]
856-5858
Bílskúr
Kjallari
Svalir
Geymsla
Hleðslustöð

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

DOMUSNOVA fasteignasala og Margrét Rós lgf. kynna í sölu 7 herbergja íbúð á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr í vel viðhöldnu fjölbýlishúsi innst í botnlanga við Garðhús 14 í Reykjavík. Björt og vel skipulögð íbúð á 3. og 4. hæð (efstu) með rúmgóðum svölum til suðurs og fallegu útsýni til norðurs. Íbúð skiptist í anddyri, forstofugang, hol, borðstofu, stofu með útgengi út á góðar suðursvalir, eldhús, þvottaherbergi/geymsla, baðherbergi, sex svefnherbergi, salerni og sjónvarpshol. Birt stærð eignar samkvæmt skv. fasteignaskrá HMS er 184,9 m² og þar af er bílskúr 20,6 m². Lóðin er öll hin snyrtilegasta. Um er að ræða afar rúmgóða eign fyrir stækkandi fjölskyldu á eftirsóttum stað í Grafarvogi. Eign sem vert er að skoða með eigin augum. Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Rós lgf. í s. 856-5858 eða [email protected]

Fasteignamat 2024 verður 90.100.000 kr

Staðsetning er afar góð og stutt í stofnbrautir ásamt því að öll helsta þjónusta er í nágrenni, og má nefna leikskóla, skóla, íþróttamiðstöð, sundlaug og matvörubúðir, líkamsrækt og margt fleira. Góðir göngu- og hjólastígar í allar áttir um hverfið og náttúruna í kring.

Komið er í anddyri/forstofugang og eru tvö svefnherbergi hægri hönd. Inn af gangi er hol og alrými sem sameinar aðrar vistverur íbúðar og hringstigi upp á næstu hæð. Opið er inn í borðstofu og setustofu á vinstri hönd með útgengi á rúmgóðar svalir til suðurs. Inn af holi á hægri hönd er rúmgott eldhús með snyrtilegri L-laga innréttingu og góðum borðkrók með glæsilegu útsýni yfir Esjuna og til norðurs.Út frá holi er einnig rúmgott hjónaherbergi með glugga til norðurs, þvottaherbergi/geymsla og baðherbergi. Gengið er upp stigann á efri hæð og eru þar önnur þrjú svefnherbergi, salerni og sjónvarpshol.

Nánari lýsing eignarhluta og skipting eignar:
Neðri hæð
Forstofa: Með rúmgóðum og stórum fataskáp og flísum á gólfi.
Herbergi I og II: Björt með glugga til norðurs, fataskáp og parketi á gólfi.
Hol: Bjart og opið rými fyrir miðju íbúðar og tengir saman aðrar vistverur. Léttur stigi er á milli efri og neðri hæðar innan íbúðar úr holi.
Eldhús: Rúmgott með snyrtilegri L-laga innréttingu. Flísar á gólfi og flísar á veggjum milli efri og neðri skápa í innréttingu.
Borðstofa/Setustofa: Er stór og björt með góðum gluggum og útgengi út á svalir til suðurs og parketi á gólfi.  
Svalir: Rúmgóðar svalir til suðurs.
Hjónaherbergi: Hjónaherbergið er nokkuð rúmgott með góðum glugga til norðurs, stórum fataskáp og parketi á gólfi. 
Þvottaherbergi: Inn af holi er 3,4 m2 þvottaherbergi með tengi fyrir þvottavél og þurrkara, skolvaski og hillum með ágætu geymsluplássi.
Baðherbergi: Með baðkari og sturtuklefa. Nýleg og snyrtileg hvít baðinnrétting með handlaug ásamt veggskáp með spegli og salerni. Flísar á gólfi.
Efri hæð:
Sjónvarpshol: Komið er upp stiga úr holi í rými sem nýtist vel sem sjónvarpshol, með korkflísar á gólfi
Herbergi III: Á efri hæð, með þakglugga og parket á gólfi.
Herbergi IV: Á efri hæð við hliðina á salerni er rúmgott herbergi með þakglugga, fataskáp og parket á gólfi ..
Herbergi V: Á efri hæð, með þakglugga og parket á gólfi.
Salerni: Með einfaldri innréttingu, borðplötu með handlaug og hillu ásamt veggskáp með spegli. Möguleiki á að hafa sturtu og allar lagnir til staðar.

Bílskúr: Er innbyggður og 20,6 m2 að stærð með rafdrifinni bílskúrshurð. Uppsett rafhleðslustöð í bílskúr fylgir eigninni.
Sameign: Snyrtilegur stigagangur sem hefur fengið gott viðhald á undanförnum árum og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla er á jarðhæð.

Framkvæmdir á vegum húsfélags undanfarin ár:
  • Þak endurnýjað ásamt þakpappa, þakskeggi (árið 2021)
  • Endurnýjun á öllum þakgluggum (Velux þrefalt gler) með vönduð tvöföld gluggatjöld (árið 2021)
  • Múrviðgerðir, málun, endurnýjun á öllum gluggum, gleri og svalahurð (2022- 2023) Þetta er yfirstandandi og langt komið.
  • Allir miðstöðvar ofnar verða endurnýjaðir í íbúð og bílskúr fyrir afhendingu.
Grafarvogur:
Grafarvogurinn er frábært svæði með tilliti til verslana og allrar almennrar þjónustu í nágrenninu og örstutt er í flotta íþróttaaðstöðu Fjölnis, Sundlaug Grafarvogs ásamt því að leikskólinn Brekkuborg er í um 200 m fjarlægð og Húsaskóli, sem er grunnskóli hverfisins, er í um 600 metra fjarlægð og svo er Borgarholtsskóli í hverfinu. Góðar almenningssamgöngur og bensínstöð N1 í næsta nágrenni. Svo er einnig góð læknisþjónusta og lyfjaverslun, matvöruverslanir, fiskbúð, ísbúð og margs konar þjónustu og fjölda veitingastaða í Spönginni og ýmis þjónusta í verslunarkjarnanum í Hverafold. Stutt í Egilshöllina með alla þá afþreyingu sem þar er að finna, eins og bíó og keilu, skautasvell og líkamsrækt, hárgreiðslustofu og veitingastað og alla þá íþróttaaðstöðu sem þar er boðið upp á. Þar fyrir utan er örstutt í golfvöllinn að Korpúlfsstöðum. Góðir göngu- og hjólastigar liggja um og frá hverfinu til allra átta.

Nánari upplýsingar veita:
Margrét Rós Einarsdóttir - Löggiltur fasteignasali / s. 856-5858 / [email protected]
Aðalsteinn Bjarnason - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.773-3532[email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Ath. að Verðmat Fastans er enn í þróun og byggir í dag á mjög grunnum upplýsingum.

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
90.500.000 kr.184.90 489.454 kr./m²204067410.03.2024

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

VerðsagaVerðsaga

Byggt á þinglýstum kaupsamningum

Byggir á kaupsamningum sem deila heimilsfangi og stærð

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

AuglýsingasagaAuglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
1 skráningar
89.900.000 kr.486.209 kr./m²12.01.2024 - 23.02.2024
4 skráningar
91.900.000 kr.497.025 kr./m²28.11.2023 - 08.12.2023
6 skráningar
94.900.000 kr.513.250 kr./m²05.10.2023 - 13.10.2023

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 11 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

030101

Íbúð á 1. hæð
75

Fasteignamat 2025

51.750.000 kr.

Fasteignamat 2024

50.900.000 kr.

030102

Íbúð á 1. hæð
66

Fasteignamat 2025

47.250.000 kr.

Fasteignamat 2024

46.350.000 kr.

030201

Íbúð á 2. hæð
99

Fasteignamat 2025

61.700.000 kr.

Fasteignamat 2024

60.450.000 kr.

030202

Íbúð á 2. hæð
94

Fasteignamat 2025

58.350.000 kr.

Fasteignamat 2024

57.200.000 kr.

030203

Íbúð á 2. hæð
117

Fasteignamat 2025

70.050.000 kr.

Fasteignamat 2024

68.450.000 kr.

030301

Íbúð á 3. hæð
168

Fasteignamat 2025

85.000.000 kr.

Fasteignamat 2024

83.050.000 kr.

030302

Íbúð á 3. hæð
149

Fasteignamat 2025

80.000.000 kr.

Fasteignamat 2024

78.050.000 kr.

030303

Íbúð á 3. hæð
184

Fasteignamat 2025

92.650.000 kr.

Fasteignamat 2024

90.100.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband