Söluauglýsing: 1188425

Vatnsstígur 3 - 201

101 Reykjavík

Verð

103.900.000

Stærð

127.2

Fermetraverð

816.824 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

74.300.000

Fasteignasala

RE/MAX

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 38 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Berglind Hólm lgfs og RE/MAX kynna: Mjög rúmgóð og falleg 3ja herbergja íbúð á 2.hæð í glæsilegu og reisulegu húsi við Vatnsstíg, mitt á milli Laugarvegs og Hverfisgötu. Í eigninni eru nýir glæsilegir gluggar gluggar í öllum gluggum. Öll rými í eigninni eru sérlega rúmgóð. Alrýmið sem rúmar stofu og eldhús er skráð um 65 fm og er með skemmtilegri lofthæð og sérlega fallegum og sjarmerandi frönskum gluggum. Auðvelt er að bæta við þriðja svefnherberginu í hluta af stofunni. Góðir gluggar eru í öllum rýmum íbúðarinnar og svalir eru frá hjónaherbergi út í vestur.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða [email protected]
 
Nánari lýsing eignar:

Gengið er inn í húsið á jarðhæð um sérlega virðulega bogadregna viðarhurð Frá sameiginlegu anddyri (með póstkössum) er gengið upp tvær hæðir að íbúðinni sem er á 2.hæð hússins. 
Íbúð:
Alrými: (forstofa, stofa og eldhús)

Komið er inn í um 65 fm alrými sem rúmar saman forstofu, stóra stofu og eldhús. Eikarparket er á gólfi á öllu rýminu og innfeld lýsing í loftum.
Forstofa er með fataskáp feldum inn í vegginn með hvítri hurð.
Eldhúsið er með hvítri innréttingu í vinkil + stóri eyju með gaseldavél. Svart granít er á borðum.
Stofan er fyrir framan eldhúsið. Stofurýmið er sérlega rúmgott með góðri lofthæð, fallegum frönskum gluggum og innfelldri lýsingu. Gert er ráð fyrir að auðvelt sé að bæta við þriðja svefnherberginu í hluta af stofurýminu og er hægt að sjá það þannig á teikningum.
Baðherbergi + þvottaherbergi: Baðherbergið er mjög stór um 9,5 fm með góðum glugga. Náttúrusteinflísar eru á gólfi og hluta af veggjum. Hvít innrétting er undir ofanáliggjandi vaski við stóran spegil. Salernið er upphengt. Sturtuklefi er hlaðin með glerhurð og flísalagður með svörtum mósaík flísum. Hvít innrétting er í kringum aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara og hvítir skápar eru á vegg fyrir ofan þvottaaðstöðuna. Handklæðaofn er á vegg.
2 x svefnherbergi: Svefnherbergin eru tvö, bæði rúmgóð með eikarparketi á gólfi og góðum hvítum fataskápum. Gengið er út á vestursvalir frá hjónaherberginu. Auka herbergið er stærra en teikningar sýna þar sem það var opnað yfir í geymslurými sem lág milli herbergjanna.
Geymsla: Í sameign er sérgeymsla sem fylgir íbúðinni. Geymslan er skráð 8,9 m2.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða [email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband