Söluauglýsing: 1188414

Skúlaskeið 3

220 Hafnarfjörður

Verð

125.900.000

Stærð

181.1

Fermetraverð

695.196 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

86.950.000

Fasteignasala

Domusnova

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 10 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

DOMUSNOVA fasteignasala og Margrét Rós lgf. kynna í sölu afar sjarmerandi fjölskylduhús við Skúlaskeið 3, staðsett á einstökum stað fyrir ofan listigarðinn Hellisgerði í gamla bæ Hafnarfjarðar. Um er að ræða einbýlishús sem er um 193 m² að stærð en skráðir fermetrar eru alls 181,1 m²  skv. fasteignaskrá HMS (c.a 12 m² á efri hæð eru undir súð). Húsið er á þremur hæðum og er aðal inngangur á miðhæð hússins. Miðhæð skiptist í rúmgott hol, fataherbergi með góðu skápaplássi, hálfopið eldhús með fallegri innréttingu, borðstofu með útgengi á verönd og bjarta og rúmgóða stofu ásamt kamínu. Efri hæð skiptist í rúmgott sjónvarpshol með glugga í tvær áttir, tvö barnaherbergi, baðherbergi og hjónaherbergi. Neðri hæð skiptist svo í tvö rúmgóð herbergi, baðherbergi, þvottaherbergi. Geymsluloft er yfir efri hæð að hluta. Lóðin er einstaklega falleg og er garðurinn sem er í mikilli rækt sannkallaður ævintýragarður. Húsið er byggt alveg við hraunið og myndast því mjög gott skjól bakvið húsið, en þar er verönd afgirt með timburskjólvegg. Glæsileg og vel viðhaldin eign á eftirsóttum stað í hjarta Hafnarfjarðar þar sem öll helsta þjónusta og verslanir eru í göngufæri, ásamt frábærum matssölustöðum, kaffihús og verslunum allt í kring. Leikskóli og grunnskóli ásamt fjölbreyttu íþróttastarf er í gögnufæri auk þess sem stutt er í góð útivistarsvæði og fallegar gönguleiðir til að njóta útiverunnar.

Nánari upplýsingar veita Margrét í síma 856-5858 eða [email protected], og Aðalsteinn í síma 773-3532 eða [email protected]

Nánari lýsing eignar:
Miðhæð:
Anddyri / Hol: Rúmgott anddyri og hol tengir saman aðrar vistverur eignar á miðhæð ásamt stigagang uppá efri hæð sem og stiga niður á jarðhæð. Parket á gólfi.
Fataherbergi: Inn af holi á hægr hönd er gott fataherbergi með skápum og góðum glugga. Parket á gólfi.
Eldhús: Innan gengt bæði frá holi og borðstofu, með hvítlakkaðri innrétting, límtré borðplötum og nýlegum ofni ásamt helluborði. Parket á gólfi.
Stofa/borðstofa: Björt og rúmgóð stofa og borðstofa með gluggum til suðvesturs og fallegri kamínu. Hægt er að loka af stofu með frönskum rennihurðum við inngang frá holi og milli eldhúss og borðstofu. Parket á gólfi.

Efri hæð:
Sjónvarpshol: Rúmgott sjónvarpshol sem tengir saman herbergin á efri hæð og upprunalegar viðarfjalir á gólfi.
Herbergi 1: Gott herbergi með góðum skápum og upprunalegar viðarfjalir á gólfi.
Herbergi 2&3: Búið að sameina tvö herbergi í eitt stórt með því að opna í gegn að hluta (auðvelt að breyta til baka). Harðparket á gólfi.
Baðherbergi: Rúmgott baðherbergi með baðkari og snyrtilegri viðarinnréttingu.

Jarðhæð:
Baðherbergi: Flísalagt með sturtu, hvítri innréttingu og salerni. Flísar á gólfi.
Herbergi 4:  Stórt herbergi með harðparket á gólfi.
Herbergi 5: Gott herbergi með harðparket á gólfi.
Þvottahús: Ágætt þvottahús með nýlegri innréttingu og flísum á gólfi.

Garðurinn 
Útgengt er út í garð bæði frá miðhæð úr lítilli viðbyggingu innaf borðstofu og jarðhæð út frá gangi við þvottahúsi. Fallegur stigi liggur frá miðhæð niður á hellulagða verönd sem er afgirt með skjólvegg úr harðvið. Húsið er byggt alveg við hraunið og myndast því mjög gott skjól á verönd bakvið húsið. Góður geymsluskúr með bárujárnsþaki er við norðurhlið hússins. Lóðin er einstaklega falleg og garðurinn sem er í mikilli rækt rennur saman við lystigarðinn Hellisgerði og er sérstaklega fallegur og blómlegur á sumrin eða sannkallaður ævintýragarður.

Forsaga
Húsið Skúlaskeið 3 (Hábær) var reist árið 1898 í Vogum Vatnsleysuströnd á jörðinni Hábær. Þetta er svokallað Katolog-hús og var í hópi nokkurra slíkra húsa sem flutt voru inn frá Noregi um aldamótin. Má þar nefna Ráðherrabústaðinn og Höfða. Árið 1921 var húsið flutt til Hafnarfjarðar og reist þar við Skúlaskeið neðan við 'fiskreit Davíðsson og Hopps'. Í húsinu voru 2-3 íbúðir og verkstæði til ársins 1984. Árið 1985 var húsið tekið í gegn af Alta Hjartarsyni smið og voru þær breytingar til fyrirmynar. Skipt var um rafmagn og allar vatns-og skólplagnir. Þá var einnig skipt um glugga og byggð viðbygging austan megin við húsið þaðan sem gengið er út í garðinn. Þessar breytingar voru allar í umsjá Magnúsar Skúlasonar arkitekts, fyrrum formanns Húsafriðunarnefndar. Húsið er friðlýst samkvæmt 29. gr laga um menningarminjar nr. 80/2012 og leyfi Minjastofnunar fyrir öllum breytingum.

Núverandi ástand
Húsinu hefur verið vel við haldið af núverandi eiganda. Gluggar á suðurhlið eru áveðurs gluggar og þarf að huga vel að þeim. Huga þarf að einhverjum opnanlegum á næstu misserum, sérstaklega í tveimur gluggum á jarðhæð. Parket á miðhæð eru með eðlilegt slit en hefur aldrei verið pússað upp.

Framkvæmdir og endurbætur af hálfu seljanda á undanförnum árum
2013 Skipt um heitavatnsgrind
2014 Skipt um þakrennur
2014 Skipt út öllum innstungum nema 2 eftir í eldhúsi
2015 Sett Kamína, auk þess þykkt rör alla leið út ásamt regnskyggni
2016 Húsið pússað upp og grunnað með skipagrunn og málaðar 3 umferðir með FLugger hágæða málningu, húsið hefur verið málað jafnt og þétt eftir þörfum svo ekki þarf að mála báruna næstu ár
2017 Nýjar tröppur úr harðvið frá borðstofu niður í verönd og garð
2017 Settur garðskúr með bárujárnsþaki, hellulögð verönd afgirt með skjólvegg úr harðvið
2019 Skipt um báru á norðurhlið og nokkrum stöðum í viðbót
2020 Settur lúgustigi upp á Háaloft og 2023 sett hita/raka einangrun fyrir loftstiga
2020 skipt um helluborð og ofn frá IKEA
2021 Skipt um gólfefni og flísar á jarðhæð
2021 Skipt um ofnloka á öllum ofnum
2021 Sett innrétting í þvottahús frá IKEA og flísalagt
2022 Skipt um kaldavatnsinntak
2022 Skipt um þakjárn og þakpappa, timbri skipt út þar sem tilefni gaf til, ca 20%. Laufsíur settar á rennur við niðurföll
2023 Loftinntak kjarnborað á útvegg til að lofta frá baðherbergi

Nánari upplýsingar veita:
Margrét Rós Einarsdóttir - Löggiltur fasteignasali, í Félagi fasteignasala / s.856-5858 / [email protected]
Aðalsteinn Bjarnason -
Löggiltur fasteignasali, í Félagi fasteignasala / s.773-3532[email protected]

ERTU MEÐ EIGN SEM ÞÚ ÞARFT AÐ SELJA? BÓKA FRÍTT FASTEIGNAVERÐMAT
VILTU VITA HVAÐ VIÐSKIPTAVINIR OKKAR HAFA SEGJA? LESA UMSAGNIR VIÐSKIPTAVINA
KÍKTU Í HEIMSÓKN Á SÍÐUNA MÍNA: MARGRÉT RÓS HJÁ DOMUSNOVA


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband