Söluauglýsing: 1183083

Fagrahlíð - Jörð í Fljótshlíð

861 Hvolsvöllur

Verð

200.000.000

Stærð

315442.2

Fermetraverð

634 kr. / m²

Tegund

Annað

Fasteignamat

26.413.000

Fasteignasala

Fasteignaland

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 9 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Hrönn Ingólfsdóttir lgfs. s.692-3344; Björgvin Þór Rúnarsson lgfs. s: 855-1544 og Fasteignaland kynna: Land, Gistiheimili, ferðaþjónusta. Jörð, ræktað land, íbúðarhús, fjárhús nýtt sem starfsmannaaðstaða og geymsla, hlaða, vélageymsla, reykhús. Jörðin er 4,24ha og afmarkast af hnitum Fögruhlíðar ofan þjóðvegar (Fljótshlíðarvegur) og miðlínu þjóðvegar. Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Hrönn Ingólfsdóttir lgfs í síma: 692-3344 og [email protected] og Björgvin Þór Rúnarsson lgfs. s: 855-1544 og [email protected].
 
Fagrahlíð, staðsett í Fljótshlíð, er fallegt 4,24ha land í Fljótshlíð með fallegu uppgerðu gistihúsi sem skipt er upp í 3 íbúðir: stúdíó íbúð, 3ja herbergja íbúð, og 4ra herbergja íbúð. Alls getur verið útseld svefnaðstaða fyrir 16 manns (auk starfsmannaaðstöðu), en er nýtt í dag fyrir 14 rúm. Frá 2010 er þar rekin ferðaþjónusta undir nafninu Fagrahlid Guesthouse, og er starfsemin í miklum blóma sem og sterka bókunarstöðu yfir sumartímann. Íbúðarhúsið er í góðu viðhandi og er að mestu leyti endurnýjað. Það er á tveimur hæðum, samtals 156,4fm, og aðrir húsakostir eru samtals um 285,8fm. Landið liggur einstaklega vel í fagurri hlíð, umlukið fallegum trjágróðri og ræktuðum túnum. Efst í landinu er tilkomumikið útsýnissvæði sem hentar einstaklega vel til uppbyggingar á nýju hóteli, gistihúsi, þjónustumiðstöð, eða stórum sumarbústað.  Útsýni frá Fögruhlíð er einstakt, frá Mýrdals-og Eyjafjallajökli til austurs, Vestmannaeyjar í hásuður ásamt Suðurlandsundirlendinu.  Stutt er í alla þjónustu á Hvolsvelli, um 7 km á malbikuðum þjóðvegi, með sundlaug, verslun, þjónustu, og afþreyingu fyrir ferðamenn.

IMIROX ehf. býður lögaðilum allt að 80% lán á þessa eign, auk þess sem IMIROX hefur áhuga á að lána til framkvæmda vegna uppbyggingar svæðisins. Frekari upplýsingar um fasteignalán IMIROX á www.imirox.is
Land fyrir neðan þjóðveg fylgir ekki með Fögruhlíð, heldur tilheyrir sumarhúsabyggðinni Fagratún sem þar er ætlað að rísa í framtíðinni. Búið er að hnitsetja jörðina og verið er að skrá rétta skiptingu.

 
4ra herbergja íbúð: er á efri hæð, gengið inn í forstofu, og eru í henni 3 svefnherbergi með tveimur rúmum hvert, öll með sér handlaug. Stofa, borðstofa og eldhús eru saman eitt rými. Eldhús með vandaða Bulthaup innréttingu frá Eirvík, og vönduð Siemens raftæki. Þar er uppþvottavél. Eitt baðherbergi með sturtu. Svefnpláss fyrir 6.  Stórbrotið útsýni úr stofu og eldhúsi, sem og ef gengið er úr stofu út á sólpall í austur út frá stofunni, en þar er óhindrað útsýni til allra átta, og horft yfir Eyjafjallajökul, Mýrdalsjökul, og Vestmannaeyjar. Sólpallar umlykja húsið og snúa til austurs, suðurs og vesturs. Búið er að endurnýja allt utanhúss, m.a. einangra veggi, skipta um glugga og gler, og klæða með áli. Á sólpalli er heitur pottur.                                                                                                                                                                                           
# 3ja herbergja íbúð: er á neðri hæð með sér inngangi.  Í henni eru 2 svefnherbergi, annað með 2 rúmum og hitt með 2 kojum. Samtals svefnpláss fyrir 6.  Stofa og eldhús í opnu rými, og baðherbergi með sturtu.
# Stúdíó íbúð: er á neðri hæð með sér inngangi.  Alrými sem er stofa, eldhús og tvöfallt rúm, en í stofu er hægt að hafa svefnsófa fyrir 2, koju fyrir 2, eða sófa. Í dag er íbúðin nýtt með 2 svefnpláss en var áður fyrir 4.  
# Starfsmanna aðstaða: Hluti fjárhúsa er nýttur sem starfsmannaaðstaða, svefnaðstaða, og þvottarými, auk stórrar geymslu. Þar er svefnpláss fyrir 2.
Útihúsin: Miklir möguleikar felast í því að gera upp fjárhúsin, hlöðuna, og vélageymslu. Í framtíðinni væri hægt að nýta þennan húsakost undir starfsemi ferðaþjónustunnar, enda liggja húsin á góðum stað við íbúðarhúsið.

Ferðaþjónusta er rekin í Fögruhlíð og er Fljótshlíðin einn af sögufrægustu stöðum Íslands. Staðsetning Fögruhlíðar er einstök, enda liggur landið í gróinni og friðsælli hlíð, utarlega í Fljótshlíð, með óhindrað útsýni. Jörðin býður upp á mikla stækkunarmöguleika á sviði ferðaþjónustu. Meðal annars hefur verið samþykkt að byggja brú fyrir bílaumferð yfir Markarfljótið þannig að leið opnast yfir í Þórsmörk, Fljótshlíðarmegin. Þá er Kötlu-Jarðvangur (Katla Geopark) í mikilli uppbyggingu. Ekki er langt í Seljalandsfoss, Njáluslóð, Seljavallalaug, Skógafoss og fleiri perlur. Hvolsvöllur er orðinn umsvifamikill bær í ferðaþjónustu með Lava centre og mikla möguleika á dagsferðum upp á hálendið fyrir ferðamenn.  

Frekari uppbygging: hugmyndir eru um hótel/gistihús efst á jörðinni, og allt að 10 smáhýsi á grónum túnum.

Frekari upplýsingar og bókunarsíður:
www.booking.com: Fagrahlid Guesthouse
www.airbnb:  Fagrahlid - Charming farmhouse
www.fagrahlid.is: eigin heimasíða
www.kayak.com: Fagrahlid Guesthouse
www.booked.net: Fagrahlid Guesthouse – Hvolsvollur
www.is-hotels.com: Fagrahlid Guesthouse Hvolsvollur
www.guidetoiceland.is: Fagrahlid Guesthouse
Others: www.letsbookhotel.com, www.momondo.com, www.agoda.com, www.luxuryhotelsguide.com 
 
Það sem fylgir sölu:
Öll húsgögn (án persónulegra muna), raftæki, nafnið Fagrahlíð Guesthouse, heimasíða, aðgangur að bókunarsíðum, og almenn yfirtaka á rekstri ferðaþjónustunnar.
 
Það sem ekki fylgir sölu:
Rekstrarfélagið sem rekur gistihúsið er ekki í eigu seljanda, og fylgir því ekki. Rekstrarleyfið er skráð á rekstrarfélagið, og því þarf að flytja það á nýtt félag. Land fyrir neðan þjóðveg fylgir ekki með Fögruhlíð, heldur tilheyrir sumarhúsabyggðinni Fagratún sem þar er ætlað að rísa í framtíðinni. Búið er að hnitsetja jörðina og verið er að skrá rétta skiptingu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Engir þinglýstir kaupsamningar fundust á þessari eign

Verðsaga

Byggt á þinglýstum kaupsamningum

Ekki tókst að sækja verðsögu á þessari eign

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Auglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
2 skráningar
200.000.000 kr.634 kr./m²10.11.2023 - 17.11.2023

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 2 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband