Söluauglýsing: 1182583

Ránargata 46

101 Reykjavík

Verð

117.900.000

Stærð

168.3

Fermetraverð

700.535 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

88.650.000

Fasteignasala

Fasteignamiðlun

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 17 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

!!!Laus til afhendingar við kaupsamning!!!

Fasteignamiðlun og Hreiðar Levý lögg. fasteignasali kynna Glæsilega og vel skipulagða 168,2fm, 6 herbergja íbúð á 2 hæðum í litlu fjölbýlishúsi byggðu árið 1987 í gamla Vesturbænum að Ránargötu 46, 101 Reykjavík. Íbúðin var endurbætt 2007, nýjar inréttingar í eldhúsi og baðherbergum, hiti í baðgólf, gluggar á efri hæð stækkaðir en þaðan er tilkomumikið og fallegt útsýni. Húsið er þrjár hæðir og eru aðeins 5 íbúðir í húsinu. Húsinu fylgir 3 bílastæði á bílaplani bakvið hús. Hefð er fyrir því að bílastæðið lengst hægra megin fylgi og sé í notkun af íbúum íbúðarinnar. Eignin skiptist í Neðri hæð:  Gangur, eldhús, stofa, baðherbergi og tvö herbergi. Efri hæð: Stofurými, baðherbergi með sturtu, tvo rúmgóð herbergi þar sem möguleiki er að nota annað sem stofu eða jafnvel skrifstofu. Útgengi út á suðvestursvalir úr borðstofu á neðri hæð en uppi eru svalir út frá hjónasvítu og franskarsvalir í herbergi/sjónvarpsrými með háum glugga og útsýni út á höfnina og á Esjuna. Virkilega spennandi og falleg íbúð í vinsælu og fjölskylduvænu hverfi í gamla Vesturbænum. Skólar á öllum stigum í nágrenninu ásamt fjölbreyttri verslun og þjónustu allt í kring. Verið er að klára að mála húsið, en það var múrviðgert í vor 2023. Borgast þær framkvæmdir að fullu af seljendum.


Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða [email protected]

Fasteignamat fyrir árið 2024 er skv. HMS 98.050.000


Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er húsið skráð samtals 168,3 fm, neðri hæð 81,9 fm og efri hæð 81,3 ásamt sérgeymsla á jarðhæð sem er 5,1 fm. Heildargólfflötur er 180,3 fm en 12, 6 fm af efri hæð eru undir súð og eru því ekki taldir með í fermetramælingu íbúðarinnar.

Nánari Lýsing:
Neðri hæð:
Gangur: Opinn í báða enda. Gengið í svefnherbergi, baðherbergi og alrými í báða enda.
Alrými: Opið, bjart og rúmgott alrými með samliggjandi eldhúsi og stofu.
Eldhús: Hvítlökkuð innrétting með gráum bekkjum. Opnir efriskápar og gler á milli efri og neðri skápa. Ofn er í vinnuhæð. Eldhúseyjan er með granít borðplötu og gashelluborði. Opnanlegur gluggi í eldhúsi. Flísar á gólfi.
Borðstofa: Opin, björt og rúmgóð í góðri tengingu við eldhús. Gengið út á rúmgóðar svalir til sem snúa til suðurs og vesturs. Fallegur parketlagður járnstigi uppá rishæð.
Herbergi I: Gengið í herbergi úr borðstofu. 
Herbergi II: Rúmgott. Rennihurð er á milli herbergja. Möguleiki á að tengja saman.
Baðherbergi: Rúmgott baðherbergi með baðkari m/sturtu og gleri, upphengt wc, granít borðplata undir vask. Inn af er þvottahús bakvið speglarennihurðir. Flísalagt í hólf og gólf.
Þvottahús: Innaf baðherbergi, bakvið speglarennihurðir. Innrétting með skúffum ásamt aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Gluggi með opnanlegu fagi. Flísar á gólfi og veggjum.

Rishæð: Gengið upp fallegan, parketlagðan járnstiga úr stofu.
Setu-/sjónvarpsstofa: Opin og björt með Fallegri gluggasetningu til suðurs og vesturs. Stór og fallegur kvistur. Fallegt útsýni til vesturs út á haf og alla leið út á Snæfellsjökul þegar skyggni er gott.
Herbergi III: Rúmgott með góðu skápaplássi. Útgengt út á suðursvalir.
Herbergi IV/Stofa: Mjög rúmgott herbergi sem skv. teikningum er það skráð sem stofa. Afar bjart og fallegt rými með gas arinn, glæsilegum stórum kvisti með gólfsíðum gluggum og frönskum svölum. Gullfallegt útsýni út á höfnina og á Esjuna út um kvistglugga. Útsýni út á sjó og til Snæfellsjökulls úr vesturglugga þegar skyggni er gott. Er í dag nýtt sem svítuherbergi.
Baðherbergi: Ljós innrétting með marmaraborðplötu, hvítum veggflísum, upphengdu wc, vask og sturtu með glerhurð. Opnanlegur þakgluggi. Flísalagt í hólf og gólf.

Geymsla: Sérgeymsla á jarðhæð. 5,1fm
Bílastæði: 3 bílastæði á bakvið hús. Bílastæði lengst til hægri hefur skv. hefð verið nýtt af íbúum eignarinnar.
Garður: Afgirtur, tyrfður garður bakvið hús.
Gólfefni: Parket á öllum rýmum að undanskyldum baðherbergjunum, eldhúsi og svefnherbergi á efri hæð sem eru flísalögð.

Glæsileg eign á besta stað í borginni með miðborgina og Grandann í nokkra mínútna göngufjarlægð. Öll helsta þjónusta, verslun, kaffi- og veitingahús allt í kring ásamt fjölbreyttu menningarlífi. Skólar á öllum stigum í nágrenninu. 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignamiðlun því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur [email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband