Söluauglýsing: 1182375

Skeiðarvogur 147

104 Reykjavík

Verð

77.900.000

Stærð

138.6

Fermetraverð

562.049 kr. / m²

Tegund

Hæðir

Fasteignamat

70.200.000

Fasteignasala

RE/MAX

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 0 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir 5 herbergja íbúð á aðalhæð í þríbýli að Skeiðarvogi 147 í Reykjavík.  Íbúðinni fylgir bílskúr inni á gróinni stórri lóð með fallegri hleðslu úr helluhrauni. Íbúðin er afar björt með gluggum í allar áttir. Stutt er í skóla á öllum stigum sem og íþróttasvæði, sundlaug, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og útivistarsvæði. Einnig er göngufæri í fjölbreytta verslun og þjónustu. 

Eignin skiptist í forstofu, stofur, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, geymslu og bílskúr. Eignin er skráð hjá Þjóðskrá Íslands 138,6 m2. Íbúð 102,6 m2 og bílskúr 36 m2.

*VINSAMLEGA SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ YKKUR Í OPIÐ HÚS LAUGARD. 18. NÓV.

Smelltu hér til að skoða eignina í 3D

Söluyfirlit má nálgast hér
Nánari lýsing:
Forstofa er inn um sameiginlega hurð með eigendum rishæðar. Innan íbúðar er komið inn á flísalagt gólf. Gengið er niður í kjallara um hurð í forstofu.
Hol er parketlagt og tengir saman flest rými eignarinnar.
Herbergi I er afar stórt með hvítum fataskápum sem fylla nær einn vegg. Parket á gólfi.
Herbergi II er með gluggum á tvo vegu. Parket á gólfi.
Ath. að herbergin voru þrjú, en eru nú tvö. Hægt er að sjá breytingu með að skoða bæði samþykktri treikningu og teikningu eins og eignin nýtist í dag.
Baðherbergi er með baðkari, salerni, hvítum handklæðaofni og innréttingu við handlaug. Veggfestur hvítur skápur með spegli og ljósi. Ljósar gólfflísar og upp hluta veggja.
Stofa og borðstofa snúa til vesturs. Útskotsgluggar að hluta í stofu og skrautlistar í loftum. Parket á gólfi.
Eldhús er með U laga viðarinnréttingu. Milli efri og neðri skápa eru drapplitaðar veggflísar. Gott pláss fyrir eldhúsborð og stóla og út um eldhúsglugga er útsýni til fjalla. Ljósar gólfflísar.
Þvottahús er í sameign í kjallara.
Geymsla er inn af bílskúr.
Bílskúr er innarlega í lóðinni og er áfastur bílskúr sem tilheyrir næsta húsi. Framan við bílskúr er stór innkeyrsla sem steypt var með nágrönnum árið 2022.
Garður er stór og gróinn. Fallegur stór Hlynur í bakgarðinum, fjölærar plöntur og matjurtargarður. Einnig er einstök grjóthleðsla úr helluhrauni á lóðarmörkum.
Endurbætur: Að sögn íbúðareigenda í húsinu var lögð drenlögn umhverfis húsið árið 2004. Þá var einnig brunnur úti í lóð endurnýjaður og skólplagnir undir húsi og út í götu endurnýjaðar. Lögð var skólplögn út að bílskúr, með möguleika að útbúa þar baðherbergi/íbúð. Í kjölfar þeirra framkvæmda var flotað gólfið í þvottahúsi og hluta kjallara. Neysluvatnslagnir og lagnagrind í sameign í kjallara var einnig endurnýjað um árið. Bílaplan á lóð steypt 2022. Bílskúrshurð var endurnýjuð fyrir nokkrum árum, en kominn er tími að gera endurbætur á bílskúr. Einnig eru þakviðgerðir framundan og gluggar.

Fasteignamat 2024: 80.550.000 kr.

Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / [email protected] 

-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband